Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 3
Hér skal framtíðarborgin rísa. Náttröll, sem daga'ð hafa uppi. Við bryggjurnar liggja þrír stór- ir og myndarlegir Svíþjóðarbátar. Landfestarnar liggja slakar í iogn- inu og þeir mæna við himin upp yfir bryggjurnar um flóðið þegar hátt er í, þessir beljakar bátaflot- ans, eins og nátttröll, sem dagað hafa uppi. Jafnvel bátarnir eru mannlausir og yfirgefnir. Það er eins og kyrrðin hafi læst þetta mikla athafnasvæði heljargreipum. Bár- urnar svíkjast meira að segja um að skvampa við bátshliðina og undir bryggjunni við bryggjustólpanna. Söngur strákanna hljóðnaður. Á söltunarstöðvunum er líka dauf- legt um að litast. Braggarnir, sem skulfu af glaðværum söng og gáska ungu stúlknanna í sumar, eru þögul- ir. Stúlkurnar eru horfnar og síldin líka úr síldarrennum og færiböndum. Plönin, verksmiðjuimar, bryggj- urnar, allt yfirgefið og þögult eins og vígvöllur eftir tapaða orustu. Risavaxnar verksmiðjubyggingar, með reykháfa við himinn, verða leyndardómsfullar eins og ævintýra- hallir í gömlum sögum og maður verður nærri því myrkfælinn af til- hugsuninni um að opna eina hurð og gægjast inn. Skgggnst inn í aðra tilveru. En inn af höfninni er annar heim- ur. Þar er starf, líf og fjör. Þar keppast menn að því að búa til land undir borg framtíðarinnar. Hverju vagnhlassinu af öðru er ekið á járn- brautateinum út á grandann, og með því lagður steinn í grunninn. Hér er verið að fyila upp stórt svæði af innri höfninni með það fyrir augum að búa til land þar sem nú er sjór. Tunnustaflar á plani. Eins og aldrei liafi þar síld komið. Á sjálfum bryggjunum ríkir kyrrð og friður! Þær eru hreinar og fínar eins og þilfar skips, sem búið er að fara yfir úthaf í stórum veðrum. Jafnvel síldarhreistrið, silfurbrák síldarvinnunnar, er allt á bak og burt. Það er engu líkara á þessum haustdegi en síldin hafi aldrei kom- ið á þessar snyrtilegu bryggjur, sem teygja anga sína út í spegilsléttan hafflötinn á þessum fagra haust- degi. W K I N □ U R 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.