Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 3
Hér skal framtíðarborgin rísa. Náttröll, sem daga'ð hafa uppi. Við bryggjurnar liggja þrír stór- ir og myndarlegir Svíþjóðarbátar. Landfestarnar liggja slakar í iogn- inu og þeir mæna við himin upp yfir bryggjurnar um flóðið þegar hátt er í, þessir beljakar bátaflot- ans, eins og nátttröll, sem dagað hafa uppi. Jafnvel bátarnir eru mannlausir og yfirgefnir. Það er eins og kyrrðin hafi læst þetta mikla athafnasvæði heljargreipum. Bár- urnar svíkjast meira að segja um að skvampa við bátshliðina og undir bryggjunni við bryggjustólpanna. Söngur strákanna hljóðnaður. Á söltunarstöðvunum er líka dauf- legt um að litast. Braggarnir, sem skulfu af glaðværum söng og gáska ungu stúlknanna í sumar, eru þögul- ir. Stúlkurnar eru horfnar og síldin líka úr síldarrennum og færiböndum. Plönin, verksmiðjuimar, bryggj- urnar, allt yfirgefið og þögult eins og vígvöllur eftir tapaða orustu. Risavaxnar verksmiðjubyggingar, með reykháfa við himinn, verða leyndardómsfullar eins og ævintýra- hallir í gömlum sögum og maður verður nærri því myrkfælinn af til- hugsuninni um að opna eina hurð og gægjast inn. Skgggnst inn í aðra tilveru. En inn af höfninni er annar heim- ur. Þar er starf, líf og fjör. Þar keppast menn að því að búa til land undir borg framtíðarinnar. Hverju vagnhlassinu af öðru er ekið á járn- brautateinum út á grandann, og með því lagður steinn í grunninn. Hér er verið að fyila upp stórt svæði af innri höfninni með það fyrir augum að búa til land þar sem nú er sjór. Tunnustaflar á plani. Eins og aldrei liafi þar síld komið. Á sjálfum bryggjunum ríkir kyrrð og friður! Þær eru hreinar og fínar eins og þilfar skips, sem búið er að fara yfir úthaf í stórum veðrum. Jafnvel síldarhreistrið, silfurbrák síldarvinnunnar, er allt á bak og burt. Það er engu líkara á þessum haustdegi en síldin hafi aldrei kom- ið á þessar snyrtilegu bryggjur, sem teygja anga sína út í spegilsléttan hafflötinn á þessum fagra haust- degi. W K I N □ U R 205

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.