Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 46
ingaumleitanir við Rússa stóðu nú yfir og þegar er
Nelson hafði frjálsar hendur, fór hann með flotann
til Tallin. Hefur hann vafalaust hugsað sem svo, að
Rússar yrðu skjótari til samninga, ef þeir sæu, að Eng-
lendingar voru hvergi smeykir. f júnímánuði hélt Nel-
son til Englands.
Skömmu síðar var hann fenginn til að taka að sér
stjórn á herskipaflota, er verja átti hluta af austur-
ströndinni gegn innrás Frakka, sem talin var í aðsigi.
Bent hefur verið á, að þetta var starf, sem engan
Nelson þurfti til að framkvæma, enda komst hann brátt
að því, að óttinn við innrás hafði ekki við nægileg rök
að styðjast.
Næsta spor Nelsons var að færa baráttuna yfir á
svæði óvinanna. En tilraun hans til að komast inn á
höfnina í Bologne og eyðileggja eða hertaka skip
Frakka, fór út um þúfur. Hann reyndi ekki að kenna
neinum öðrum um ósigur þennan en sjálfum sér, og
hrósaði raunar framgöngu allra þeirra, er þátt tóku í
árásinni.
Stuttu síðar var friður saminn í Amiens og í októ-
bermánuði fór Nelson til Merton, þáverandi bústaðar
síns á Englandi. Þar var hann um kyrrt í rúmt ár. í
maímánuði 1803 var aftur lýst yfir stríði og 18. dag
sama mánaðar dró Nelson flagg sitt við hún á her-
skipinu Victory og lagði af stað til Miðjarðarhafsins
sem yfirflotaforingi. Hann tók sér þegar stöðu úti fyrir
Toulon og þar beið hann af óþreytandi árvekni eftir
því, að óvinirnir létu úr höfn. Er hann hafði setið
þannig um þá í fjórtán mánuði, var honum sent þakk-
arávarp frá Lundúnaborg fyrir leikni hans og þraut-
seigju í að hindra Frakka í að leggja úr höfn.
Það er athyglisvert og sýnir hæfileika Nelsons, að
menn hans skyldu ekki þreytast á þessari fyrirsát, en
því fór víðsfjarri. Margir þeir, sem gjarnt er að hugsa
um Nelson eins og mann, er hugsar um það eitt að
lenda í bardaga, væri hollt að íhuga þessa fyrirsát og
minnast þess, að þótt Nelson fýsti umfram allt að
berjast við Frakka, þegar er þeir létu úr höfn, hvarfl-
aði ekki að honum að leggja í þá ónauðsynlegu hættu
að reyna að komast inn á höfnina.
Það var ekki fyrr en í janúar 1805, sem Nelson fékk
vitneskju um, að Frakkar hefðu lagt úr höfn. Hann
vissi ekki hvert þeir höfðu farið, en hugði að þeir hefðu
lagt leið sína til Egyptalands og flýtti sér að veita
þeim eftirför. En er hann fann þá ekki, sneri hann
aftur í skyndi. Komst hann þá að raun um, að þeir
höfðu haldið til Toulon á nýjan leik.
Frakkar létu aftur úr höfn í marzmánuði og Nelson
veitti þeim eftirför til Vestur-Indía, en um mánaðar-
mótin júlí—ágúst tókst Villeneuve flotaforingja Frakka,
eftir óverulegan bardaga við enska flotadeild, að kom-
ast til hafnarborgarinnar Vigo á Spáni.
I ágústmánuði var Nelson aftur heima hjá sér í
Merton-, þar sem hann hugðist njóta hvíldar um stund.
En ekki leið á löngu áður en hann fékk fregnir af því,
að óvinirnir hefðu farið frá Vigo og komizt heilu og
höldnu til Cadix.
Hinn 13. september lagði Nelson af stað frá Merton
og tveim dögum síðar lét hann úr höfn á Victory og
sameinaðist flotanum í mánaðarlok. Ekki er of mikið
sagt, að komu hans hafi verið tekið með fögnuði, því
að Collingwood hafði ekki auðnazt að vinna samúð
þeirra, er voru undir stjórn hans.
Napóleon gaf nú upp alla von um skjóta innrás í
England og flutti herbúðir sínar frá Boulogne í fyrstu
viku marzmánaðar. Á hinn bóginn sendi hann Villen-
euve skipun um að halda burt frá Cadix og snúa aftur
til Toulon, en það var hægara sagt en gert að fram-
kvæma þá skipun. Þegar Villeneuve liafði komizt að
því, að Nelson var tekinn við stjórn flotans, kallaði
hann saman foringjaráðstefnu. Foringjarnir komust að
þeirri niðurstöðu, að óviturlegt væri að fara frá Cadix
nema þeir hefðu ástæðu til að ætla sig mun öflugri en
brezka flotann.
Nelson hafði verið umhugað um, að koma hans vitn-
aðist ekki til franska flotaforingjans. Hann hélt auk
þess flotanum frá landi og gerði þannig allt sem hann
gat til þess að leyna styrk brezka flotans fyrir Frökk-
um.
En Villeneuve virðist nú samt hafa fengið allar þær
upplýsingar, sem hann þarfnaðist, og hann vissi áreið-
anlega, að foringinn Louis hafði verið sendur með sex
skip 3. október til að sækja vistir og vatn til Gibraltar.
Hann leit svo á, að hann gæti ekki vænzt þess að fá
betra tækifæri, og 20. október lét hann úr höfn með
flota sinn.
Nelson var umhugað um að fá fleiri skip frá Eng-
landi, en hvort sem liðstyrkur bærizt eða ekki, ætlaði
hann ekki að láta fyrsta tækifærið til að herja á fjand-
mennina ganga sér úr greipum.
Hinn 9. nóvember skrifaði hann Collingwood: „Ég
sendi þér árásaráætlun mína, að svo miklu leyti sem
hægt er að gizka á þá stöðu, sem við kunnum að mæta
óvinunum í... Við höfum aðeins eitt stórt markmið
fyrir augum, sem sé að eyða fjandmönnunum og vinna
dýrlegan sigur fyrir land vort“. Hann sagði einnig, að
aðmírálar hans og kapteinar, er vissu, að ráðagerð
hans var sú að leggja ákveðið og hiklaust til atlögu,
mundu fara eftir því, enda þótt þeir fengju ekki merki
um það. Ef svo bæri við, að ekki væri hægt að sjá
merki eða skilja það út í æsar, gæti samt enginn kap-
teinn hegðað sér rangt ef hann legði skipi sínu upp
að óvinaskipi. Morguninn 21. október lagði Nelson síð-
ustu hönd á undirbúninginn undir orustuna og því næst
gekk hann ofan í klefa sinn og skrifaði þessa bæn:
Megi hinn mikli guð, sem ég tilbið, veita landi mínu
og um leið allri Evrópu mikinn og dýrlegan sigur. Verði
einskis manns mistök til að draga úr honum. Og megi
mannúðin verða alls ráðandi í brezka flotanum að unn-
um sigrk Ég fel sem einstaklingur líf mitt í hendur
hans, sem skapaði mig, og megi blessun hans varpa
birtu yfir viðleitni mína til að þjóna landi mínu af
trúmennsku. Ég beygi mig fyrir honum og hinum rétta
málstað, sem mér er á herðar lagt að verja. Amen,
amen, amen“.
Laust fyrir nón sagði Nelson hin frægu orð sín:
„England væntir þess, að hver maður geri skyldu sína“.
328
VI K I N G U R