Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 7
,/. H. Jónss. EGILL SVABTI Frarnhald úr síöasta blaði. Uw Elbu. Sjö dögum síðai' lónar Egill Svarti upp Elbu í niðaþoku, í leit að vitaskipinu P. 11; öll ljós eru tendruð frá dekki til masturstoppa og skip- stjórinn ásamt stímvaktinni rýnir út í þokuna, og hlustar, kompásnálin sýnir SV. Þokulúður vælir í fjarska og öðru hvoru brak- ar í stýrisvélinni, eða morsemerki vitaskipsins berast fram í brúna, innan úr loftskeytaklefa. Þess utan er allt hljótt. 90 gráður — þvert. Síðan hringing í vélarúm og stutt skipun frá skipstjóranum: Hægt á stjórn! Stýrisvélin hef- ur gert sitt og Egill Svarti beygir þunglamalega á stjórnborða. Hér er það, tautar skipstjórinn og hringir á stopp. Út úr þokuhjúpnum mótar fyrir vagg- andi þústu, sem með hverri sekúndunni sem líð- ur fær á sig fastara form og sem að lokum kem- ur í ljós sem svört gömul skúta með háum turni í miðjunni og hvítum einkennisstöfum á síð- unni: P 11. Lítill bátur kemur í ljós við stefn- ið, þar fer lóðsinn með kasskeyti, hermannleg- ur, og báturinn nálgast togarann. ,,Guten Tag, Kapitan!“ Skipstjórinn segir: „Kippið djöfsa inn fyrir“. Siggi Brands sleppir stýrinu og lagar rauðu skotthúfuna glaður í bragði. Ferðinni er lokið. Lóðsinn tekur við. Eine Sigarette fúr meinen Papa. Kuxhaven er borg rauðs múrsteins og turna og þröng hnullungalögð strætin eru böðuð daufu skini fornfálegra ljóskera, turn ber við turn og turnarnir við himinn, hvert sem litið er, svo yfir borginni hvílir þunglamalegur miðaldablær. Engar húsarústir eru sjáanlegar, en borgar- menningin er hrunin til grunna; svartamarkaðs- brask og pukur fer fram í öðru hverju skúma- skoti, í hinum flissa og skríkja ungmellur Kux- haven til að leiða að sér athygli vegfax’andans. Gjaldmiðillinn fyrir líkama þeirra er: sígarett- ur, margarinsstykki eða tólgarmoli, eitt her- námspund er nóg gjald fyrir fimnx þær lagleg- ustu á markaðnum, konunglegt gjald fyrir melludrottninguna. Göturnar mora af illa klæddu t'ólki, sem við fyrstu sýn virðist reika um eins og vankaðar manneskjur, án markmiðs eða ákvörðunarstað- ar. Aðeins einn og einn á stangli er að flýta sér; allur fjöldinn ráfar um og skoðar silfurklyfj- arnar í búðargluggum skartgripaverzlananna; útstillingar dýrindis viðtökutækja eða sjón- glei’ja — allt sem það getur ekki keypt. Hér er nefnilega í tonnatali gull og silfur, rafmagns- áhöld og fíngerð mælitæki, en hvorki fatnaður né nóg matvæli. því síður það sem í dag er lúxus á þýzkan mælikvarða: feitmeti, tóbak og kaffi — nema á svörtum mai’kaði — fyrir {;á ríku. Þetta er sú mynd, senx blasir við Islending- unurn þremur, Sigga Bi’ands, Gvendi kyndara og Loftusi, þegar þeir leggja leið sína upp í borgina við Elbu, rétt fyrir miðnætti. Þeir sýna þá taktvísi að reykja ekki innan um þetta fólk, til að vekja ekki hungur þess, andúð eða áleitni. En sjómaður þekkist á fasi sínu hvar sem cr í heiminum, og þeir fá eixgan frið fyrir skugga- legum náungum með slútandi hattbörð, senx hvcr á fætur öðrum, stundum tveir í einu, ganga upp að þeim, eins og af tilviljun, til að vekja ekki grun, og spyi’ja lágt svo varla heyrist söixxu spurningar: Sigai-ettes, English pounds, at? ,’,Nci, engin pund og engar sígai’ettur. ,,Soi’ry“, og svartamarkaðsagentinn eða nika- tínistinn ýmist herðir gönguna, drcgst aftur úr, eða hverfur inn í port. Loks er svo komið í hliðargötu, að þeir kom- ast hvcrgi, þétt þyrping áleitinna manna lykst utan um þá og hvíslandi raddir endurtaka sífollt sömu spurninguna. Augu þeirra nautnasjúku eru biðjandi, augu útsendai’a svartamarkaðsins gráðug, og þeir þukla jafnvel á vösum sjó- mannanna. Þegar kornið er í ócfni og engin orii stooa til að dreifa þessunx skríl, snúa þeir bökurn sanxan, tilbúnir að berja, en til ryskinga kemur þó ekki, því skyndilega leysist þyrpingin upp, og eins og þegar flugurn er bandað af mykjuskán, VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.