Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 14
Rafmagnstilraunasalur,
salur og- eldhús, kennai'aherbergi, skrifstofur
skólastjóra og íbúð umsjónarmanns vélstjóra-
deildar skólans. Inntökuskilyrði í vélskólann eru,
að umsækjandi hafi eftir 14 ára aldur verið
iðnnemi í vélaverkstæði í þrjú ár, þó mælir
skólinn með því, að umsækjandi ljúki fjögra
ára námi og sveinsprófi í vélsmíði, og gera
flestir það. Hið almenna próf tekur eitt ár,
skólinn starfar allt árið. Meðan iðnnámið stend-
ur yfir, þarf neminn að stunda iðnskólanám,
en ef hann ætlar sér að verða vélstjóri getur
hann byrjað á kvöldskóla fyrir vélstjóra, eftir
að hafa lokið tveggja bekkja námi í iðnskóla,
og á þessum kvöldskóla getur hann tekið fyrri-
hluta hins almenna vélstjóraprófs og svo hálft
ár að því loknu á dagskóla og stytt þannig sitt
vélstjóranám um hálft ár, og notfæra margir
vélstjóranemar sér þetta. Hið aukna vélstjóra-
próf (det udvidede maskinisteksamen) tekui*
eitt ár. Samhliða náminu sér skólinn fyrir því
að skoðaðar eru verksmiðjur og orkuver í borg-
inni og skip, bæði innlend og útlend, sem liggja
í höfninni. Til að öðlast vélstjóraskírteini, þarf
neminn að hafa lokið smíðaprófi fyrir vélstjóra
(hándværkspröven). Teknologisk lnstitut held-
ur þessi próf að undangengnu námskeiði í þess-
um efnum. Vinnuskilyrði á þessum námskeið-
um eru þau, sömu sem í skipsvélarúmi. Þetta
námskeið á að kenna mönnum að gera við og
smíða vélahluti, án þess að hafa heilt vélaverk-
stæði við hendina, námskeiðið stendur yfir í
tíu daga.
Rafmagnsdeild skólans. Rafvirkjapróf fyrir
vélstjóra. Inntökuskilyrði eru að hafa lokið
hinu almenna og aukna vélstjóraprófi eða hafa
lokið hinu almenna prófi og unnið hjá löggilt-
um rafvirkjameistara í eitt ár, námið tekur
níu, mánuði, og að þessu námi loknu getur vél-
stjóri orðið rafvirki, ef hann vill leggja þá
atvinnugrein fyrir sig, eða vélstjóri í rafstöð.
Rafvirkjanám. Til að geta orðið löggiltur
rafvirki þarf að hafa próf frá þessari deild.
Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé 20 ára,
hafi verið nemi í 4 ár og lokið sveinsprófi í
14
VÍKINGUR