Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 21
ETINNI Stórblað eitt sendi nýlega blaðamann einn út af örk- inni til þess að ná í viðtal við stórglæpamann, sem lék lausum hala í borginni. Hálftíma seinna kom blaðamaðurinn aftur. Ritstjór- inn tók á móti honum. — Hvað hafðirðu upp úr þessu? Blaðamaðurinn benti á annað augað í sér, sem var blátt. — Það er ekki hægt að prenta það. Blaðamaðurinn tók ofan hattinn. Kom þá í ljós heij- arstór kúla á hvirflinum. — Ekki er hægt að prenta þáð heldur, sagði rit- stjórinn. Blaðamaðurinn yppti öxlum. — En sagði hann ekkert? — Jú, en það er því miðu*- ekki hægt að prenta það heldur. ★ Ungur maður spurði ógiftan frænda sinn: — Hvað myndir þú ráða ungum manni, sem hugsar til að gifta sig? — Ég myndi sjálfsagt ráða honum að láta sitja við að hugsa um það. ★ Kerling nokkur, sem bað sér beininga, sagöi við vel- búinn höfðingja, er gekk fram hjá henni: — Það vildi ég, að blessun drottins fylgdi yður alla daga, — en næði yður aldrei, bætti hún við þegar hún sá, að engin fékkst gjöfin. ★ — Mér sýnist, Hans, sagði faðirinn, að hann litli bróðir þinn sé að borða litla eplið, en þú það stóra. Léztu hann velja sjálfan? — Auðvitað, pabbi, sagði strákur. — Ég sagði við hann: — Hvort viltu heldur litla eplið eða ekkert? — Nú, hann vildi heldur það litla. ★ Mjög andrik heldri kona átti eitt sinn tal við nokkra karlmenn. — Ég játa það, sagði hún, — að kvenmenn eru yfir- leitt hégómlegri en karlmenn. Til dæmis sé ég að háls- bindið er skakkt á þeim laglegasta ykkar. Það gæti aldrei komið fyrir hjá okkur kvenfólkinu. Fimm karlmenn voru viðstaddir og allir gripu þeir til hálsbindisins. •k Einhverju sinni bað gamall maður en ríkur sér ungr- ar ekkju. Ekkjan bað vinkonu sína að ráða sér heilt í þessu. — En ráðið mér samt ekki frá því, fyrir alla muni, bætti hún við. — Sjáðu manninn, sem þarna gengur. Síðustu tín árin hefur enginn ritað eins miikið af bulli og hann. — Er hann ritliöfundur? — Nei, hann er þingskrifari. Málari var eitt sinn beðinn að mála á herbergisvegg för Gyðinga yfir Hafið rauða. Hann litaði vegginn rauðan. — Hvar eru nú Gyðingarnir? spurði maðurinn, sem málarinn átti að mála fyrir. — Þeir eru allir komnir yfir um. — En hvar eru þá Egyptarnir? — Þeir eru allir drukknaðir. ★ Þjóðverji og Ameríkumaður ræðast við. Þjóðverjinn: — í Þýzkalandi fara hraðlestirnar svo hart, að símastaurarnir meðfram veginum líta út eins og tennur í hárgreiðu. Amerikumaðurinn: — Það er ekki í frásögur fær- andi. Fyrir vestan fara lestirnar svo hratt, að skugg- inn þeirra kemur hálftíma seinna á stöðina. ★ Eitt sinn var fundið að því við bónda nokkurn, að hann hefði ekki tekið ofan í kirkjunni þegar prestur- inn blessaði söfnuðinn. Bóndinn svaraði: — Hafi nokkurt lið verið í bless- uninni, hefur hún víst komizt í gegnum hattinn. ★ Eiginkonan: — Og þú leyfir þér að kalla mig óhag- sýna, og samt hef ég geymt brúðarkjólinn minn í 25 ár, ef svo skyldi vilja til að ég þyrfti að nota hann aftur. ★ Lestin var að leggja af stað þegar stöðvarþjónninn heyrði grunsamlegt brak. Hann hljóp til og sá ungan mann liggja marflatan á götunni og rétt hjá ho'num lágu ferðatöskur allar sundurtættar. — Ætlaði hann að ná lestinni? spurði brautarþjónn- inn drenghnokka, sem stóð þar hjá hlæ.jandi út að eyr- um. — Hann náði lestinni, sagði strákur og hristist af hlátri. — En hann bara missti af henni aftur. VIKINQUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.