Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 33
M.s. ARNARFELL
Glæsilegt skip bætist við skipastól íslendinga.
Ennþá hefur íslenzku þjóðinni bætzt nýtt
skip í skipstólinn. M.s. „Arnarfell", sem Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga hefur keypt til
landsins, sigldi inn á Reykjavíkurhöfn árla
morguns hinn 4. desember s.l., en skipið kom
íulllestað rúgmjöli og sykri frá Póllandi, og
var Reykjavík tólfta höfnin, sem skipið losaði á.
Þetta nýja skip Sambandsins er byggt hjá
Sölvesborgs Varvs-och Rederi A/B., Sölvesborg
í Svíþjóð. Var smíði skipsins lokið í október-
mánuði og fór það reynsluferð hinn 4. nóvember
síðastliðinn. I reynsluferðinni var ganghraði
skipsins 14 sjómílur.
Stærð þess er 2300 tonn DW., 1381 tonn
brúttó, 611 tonn nettó. Lestarrými er 150.000
cbf. Grain og 138.000 cbf. Bale. Meðal djúp-
rista á sumarmerkjum er 17 fet. Lengd skips-
ins er 88,8 m. og breidd 12,3 m.
Skipið hefur fjórar lestar og eru þær allar
með millidekki og er því sérstaklega hentugt
fyrir flutning á stykkjavörum. Ein af lestum
skipsins er þannig útbúin, að hægt er að dæla
í hana sjó, þá er skipið siglir í „ballast". Með
því vinnst, að skipið á að geta haldið ferð sinni
áfram þótt veður sé vont. Samtals getur skipið
haft 950 tonn af sjó, vatni og eldsneyti í tönk-
um.
Gangliraöi 12,5 sjómílur meö fullfermi.
Aðalvél skipsins er Polar-Diesel, 5 cyl. og
framleiðir hún 1600 B.H.P. (Bremsuhestöfl)
með 200 snúninga hraða á mínútu. Notaður
snúningshraði er þó aðeins 180 og gengur þá
skipið 12,5 sjómílur með fullfermi.
Tvær 135 hestafla Polar-Diesel-vélar sjá fyr-
ir rafmagni til vanda, dæla o. fl. Ein 27 ha.
Lister-Diesel-vé 1 framleiðir rafmagn til ljósa,
upphitunar og fyrir loftræstingu, þegar þær
stærri eru ekki í gangi. Allar Polar-vélarnar
eru kældar með ferskvatni.
Allar nauðsynlegustu dælur, t. d. smurolíu-
og kælivatnsdælur eru tvöfaldar, þ. e. ætíð ein
til vara. Ef vél missir smurningu eða kælivatn,
fer sjálfkrafa í gang sírena, er gerir vakthaf-
andi vélstjóra aðvart.
Siglingatœkin.
Að siglingatækjum er skipið búið Browns-
gyrokompás og sjálfstýristækjum, radiomiðun-
arstöð, nýjustu gerð af /íW/es-dýptarmæli og
Decca navigator. Loran-tæki verða innan
skamms sett í skipið. Loftskeytatækin eru
Standard Radio 400 watta tal- og morsesendir,
og sem dæmi um langdrægni, má geta þess, að
hinn 27. október s.l. hafði skipið beint skeyta-
samband við Gautaborg, en var þá satt í mynni
Eyjafjarðar. Autoalarm er í skipinu, en það
er tæki, sem sjálfkrafa gerir aðvart með bjöllu-
hringingu, ef annað skip — innan vissrar fjar-
lægðar — sendir frá sér neyðarkall með morse-
merkjum.
Gefur lýsing þessi af tækjum og útbúnaði
skipsins nokkra hugmynd um að ekkert hefur
verið til sparað af eigendanna hálfu, að skipið
væri útbúið öllum þeim nýtízku tækniáhöldum,
sem kostur er á.
Skipstjórinn virðist sérstaklega vera ánægð-
ur með Decca-tækið, en það er eins konar við-
tæki, sem tekur á móti merkjum, og við af-
lestur tækisins gefur það stöðu skipsins svo
nákvæmlega, að eigi skakkar mörgum metrum.
Kom tækið að góðu haldi á siglingu skipsins í
Norðursjónum í niðaþoku. Þá sigldi skipið ó-
hindrað eftir baujum með aðstoð tækisins.
Skipstjóri á Arnarfelli er Sverrir Þór, ungur
og ötull maður. Fyrsti stýrimaður er Guðni
Jónsson og fyrsti vélstjóri Emil Pétursson. Vík-
ingur óskar SfS til hamingju með hið glæsilega
skip, og skipinu velfarnaðar í framtíðinni.
Fiski5juveri&
„13. þing F.F.S.f. skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
láta nú þegar ljúka við að fullgera Fiskiðjuver ríkis-
ins við Grandagarð og telur það ekki vanzalaust fyrir
þá, sem þessum málum stjórna, að láta jafndýrt fyrir-
tæki vera að mestu óstarfhæft allan þennan tíma, vegna
skorts á fjármagni".
VÍICINGUR
33