Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 28
Skip Hélat Vélbátur af amerískri gerð Meðfylgjandi mynd sýnir fiskibát af annari gerð en menn eiga að venjast hér á landi, en er algeng í Bandaríkjunum, og línurnar eru mjög líkar og í m.s. „Fanney" R E 4. Fremri helmingur bátsins er notaður fyrir íbúð skipverja, þar fyrir aftan er vélarúmið, og í aftari helmingi bátsins er lestin. Allur afturhluti þilfarsins er vinnupláss, eitt mastur og ein sterk bomma eru notuð til að hífa netin, sem höfð eru aftast á þilfari. Stýrishúsið er á fremri hluta þilfarsins, en aftanundir því er vélarreisn. Fi’ammi í íbúðunum eru kojur fyrir sex menn og kiæða:»:ápar fyrir sama f jölda manna, einnig matseldunarpláss, stjórnborðsmegin. 1 vélarrúminu eru, tvær 115 ha. Catterpillar dieselvélar — snúningshraði 900 s. á mín., — sem vinna hvor á sinni skrúfu. Hraða bátsins áætlar teiknari ca. 12 sjómílur á klukkustund. Olíugeymar eru í vélarúminu og rúma nálega 5000 1. af olíu, einnig er þar ljósavél og lítil kælipressa til kælingar á lestinni. Lestin er öll þiljuð innan og einangruð með tilliti til kælingar fisksins. Hún rúmar um 25 tonn af fiski. Aðalmál bátsins eru: öll lengd 57 fet eða 1738% cm. Breidd 17 fet eða 518% cm- Dýpt 7% fet eða 224% cm. IMýju „fossarnir44 Nýju „fossarnir" eru nú þrír — Goðafoss, Lagarfoss og Dettifoss — komnir til landsins, og eru allir af sömu gerð. Eftir er farþega- skipið Gullfoss, en það er af annari gerð en þeir, sem þegar eru komnir. Skip þessi hafa verið gagnrýnd nokkuð, bæði af sjómönnum og öðrum, þó ekki opinberlega. Er það aðallega yfirbygging skipanna, sem ýmsum þykir full há, annað, að orka aðalvélarinnar væri of mikil í hlutfalli við aðalmál skipsins og þriðja, að skipin bæru of lítið, miðað við stærð sína. Það fyrstnefnda er talið hafa þau áhrif, að skipið sé lélegra sjóskip og velti meira én ella, ef yfirbygging væri lægri. Þegar maður segir um skip, að yfirbygging sé of há fyrir skipið og um leið að sama skip velti mikið vegna yfirbyggingarinnar, sýnir sá hinn sami að hann hefur lítið vit á því, sem hann er að tala um, eða að hann gefur í skyn, að skipið 2B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.