Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 10
SigurOur Þorateinason Gamlar minnmgar frá Eyrarbakka Eyrarbakki liggur eins og kunnugt er fyrir opnu hafi, og fellur hafaldan þar hindrunar- laust að skerjagarðinum. Gegnum skerjagarð- inn eru einkum þrjár leiðir, „sund“, austast .,Rifsós“, sem oftast var ófær þegar lágsjávað var, ef alda var nokkur úti fyrir. Næst var, fyrir vestan þorpið, „Einarshafnarsund", er oft var notað sem þrautalending á Eyrarbakka, cn þar urðu eigi að síður sjóslys, en oftast urðu þau þegar mjög lágsjávað var, eða undir og um stórstraumsfjöru. Þar fyrir vestan var sund er hét „Búrra“ eða „Búrsusund“, en var lítið notað fyrir fiskibáta, nema ef sérstaklega stóð á ládeyðu, því ef brim var, gekk hafaldan að nokkru leyti á það flatt eða yfir það, en þetta sund var einna dýpst og breiðast. en stefna þess þannig, að aldan gekk yfir þaö. Var það notað til innsiglingar verzlunarskipa meðan þau komu til Eyrarbakka, og aldrei nema að brimlaus sjór væri. Eftir að vélbáta- útgerð hófst var það notað meira en góðu hófi gegndi. að sögn, enda varð þar stórslys eftir að ég fór frá Eyrarbakka. Þar fórst vélbátur með allri áhöfn, 8 mönnum minnir mig, for- maður Guðfinnur Þórarinsson, hinn mesti efnis- og dugnaðarmaður. Björgun var víst ó- möguleg því brimalda kom á bátinn flatan og sökkti honum á svipstundu. Ég man nokkuð eftir sjósókninni á Eyrar- bakka frá 1880 til 1910. að ég flutti til Reykja- víkur. Þá voru þar oftast 20—25 bátar með 11—12 manna áhöfn, og var formennska á þeim mjög vandasöm. Ég man nöfn 32 formanna, eða rúmlega það, og voru þeir allir taldir að hafa sitthvað sér til ágætis. Sumir miklir sjó- sóknarar og aflamenn, og um leið kjarkmiklir og góðir stjórnendur í brimvandanum. Sumir tald- ir sérstaklega hafa gott vit á veðri, sjólagi, og öllum breytingum á því, og mjög aSgætnir við allar sjóferðir. í flokki þeirra fremstu voru — auk þeirra, sem ég hef áður getið í ritinu „Gam- alt og nýtt“ eða í Þorlákshöfn I—II — taldir meðan ég kynntist bezt sjósókn, þeir Magnús Magnússon, oftast kendur við „Kaupmanns- húsið“ og nefndur ,,Hús-Magnús“, og Sig- urður Gíslason, er nú mun einn á lífi þeirra mörgu ágætu formanna. Hann býr nú háaldrað- ur hjá syni sínum á Hringbraut 58 hér í bæ. Sigurður fékk snemma orð á sig sem ágætur formaður, bæði kjarkmikill og slyngur stjórn- ari í brimi. Fyrsta veturinn, sem ég var formaður í Þor- lákshöfn. átti ég skip mitt — þá nýsmíðað — á Eyrarbakka, þegar vertíðin átti að hefjast, og það áttu fleiri skip sín þar, því lengi hafði ekki gefið út þaöan um brimsundin. Ég þótt- ist því mjög heppinn er ég gat fengið Sigurð Gíslason mér til aðstoðar við að flytja skipið frá Eyrarbakka til Þorlákshafnar, því ég þótt- ist ekki einfær í því efni, að byrja formennsku í töluverðu brimi á Eyrarbakka, og þetta heppn- aðist með drengilegri aðstoð nafna míns, að nota fyrsta mögulega tækifærið, svo ekki varð til baga. Þó marga af hinum ágætu sjógörpum á Eyr- arbakka, sem voru þar meðan ég man til, mætti nefna, er mikið orð fór af, þá yrði það of langt mál og verður því ekki gert, en einn skal þó nefndur. sem áreiðanlega var meðal hinna fremstu, eða á sumum sviðum kannski fremstur. Þessi maður var sá, sem áður er nefndur ,.Hús-Magnús“. Magnús Magnússon var meðal mestu sjósóknara og aflamanna og fór mikið orð af því, hver snillingur hann væri við brim- sundin, en hann hafði einnig stóran kost fram vfir marga aðra, að hann var svo fljótur við öll sjávarverk, að hann lenti ævinlega fyrstur oða með þeim allra fyrstu, þegar brimaði snögg- lega, og varð þetta meðal annars til að gera hann frægan og ötirum, 15—16 mönnum, tit bjargar eins og síðar verður sagt frá. Magnús mun hafa bvrjað formennsku ungur, um eða eftir 1880. Svo mikið er víst, að 1883 lenti hann með skipshöfn sína í útilegu í mannskaða- veðri því, sem þá skall snögglega yfir 29. marz, og villtust tvær skipshafnir þá í svartnættis- byl í fjörununi framundan Gamla-Hrauni. Þá var 15—16 stiga frost, ofsarok, og svartnætti af byl, en ládauður s.jór. Þarna höfðust þcssar tvær skipshafnir við í fullan sólarhring, auð- 10 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.