Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 19
-i.
starfið af miklum vaskleika og dugnaði. Allt
vatn var brátt tekið af Siglufjarðarbæ og látið
í þess stað renna um borð í hið brennandi skip.
Þrátt fyrir þetta hélt eldurinn í skipinu áfram
að magnast. Logatungurnar frá farmrúminu
að framan léku sér við toppinn á siglutrénu.
Framkvæmdastjóri skipsins var farinn frá
borði, hafði orðið farþegunum samferða í land
til að leita sér annarar vistar.
Niður við bryggjur, þar sem brennandi skip-
ið lá, stóðu íbúar Siglufjarðar í hundraðatali
og horfðu á eldinn, albúnir til hjálpar, gætu
þeir einhverja aðstoð veitt. Nú tók að hvessa
og stóð vindur á land af skipinu. Það voru því
engin undur, þó ýmsir ætluðu, að eldurinn gæti
máske læst sig í bryggjuna, sem var úr tré, og
þannig sett Siglufjarðarbæ í beinan voða. Sjá-
andi þessa hættu kom nú bæjarfógeti Siglu-
fiarðar í einkennisskrúða og skipaði að kasta
lausum öllum landfestum og fara með skipið
frá bryggju. Þessari skipun var þó ekki hlýtt,
af tveimur ástæðum. Skipið gat sjálft ekki
hreyft vél. þar sem eldar undir katlinum voru
löngu dauðir, sem fyrr segir. Ekkert skip var
heldur tiltækilegt, sem gæti dregið hið brenn-
andi skip frá brygg.ju. Þar við bættist, að Mad-
sen skipstióri neitaði afdráttarlaust að yfir-
gefa skinið og taldi von um björgun. Hann til-
kvnnti þessa ákvörðun sína frá st.iórnpalli
skipsins. Slökkviliðið hafði heldur ekki gefið
unp alla von, og vildi fyrir hvern mun reyna
til þrautar að bjarga skipinu, væri þess nokk-
ur kostur. Eldurinn hafði nú komizt inn í ibúð-
arherbergin miðskipa, þar sem skipstjóri og
brytinn bjuggu. Þarna urðu miklar skemmdir
af völdum vatns og reyks. Skipverjar voru nú
á hörkuhlaupum við að bjarga í land öllu því
verðmæti, sem hægt var að ná til, matarforða
skipsins, ásamt eldhúsáhöldum, að óglevmdum
miklum vínbirgðum. Þetta var allt borið í land
og sett upp á loft í auðu vörugeymsluhúsi, sem
stóð rétt ofan við bryggjuna. Vínflöskurnar
voru bornar upp í stórum tágakörfum, og
kenndi þar margra grasa, allt frá beztu teg-
undum af frönsku koníaki niður í einfalt
norskt brennivín. Margur þurrbrjósta Siglfirð-
ingur varð hýreygður við að sjá allar þessar
guðaveigar. En veiðin var aðeins sýnd, en ekki
gefin, því bæjarfógeti setti nú í réttarins og
laganna nefni strangan vörð um allt það, sem
bjargað hafði verið í land, og þó sérstaklega
um vínbirgðirnar.
Að áliðnu kvöldi fór ég ásamt öðrum stýri-
manni í land, til þess að útvega skipverjum
gistingu og mat fyrir næsta dag. Okkur tókst
að hola mannskapnum niður, og skyldi helm-
-V í K I N G U R
ingur búa í Hótel Siglufjörður, en hinir í Val-
höll, sem var þekkt veitingahús á staðnum. Um
miðnætti var tekið að hallast allverulega á eld-
inn í miskunnarlausri viðureign hans við
slökkvilið Siglufjarðar, sem alltaf gekk fram
af sama harðfylgi og í byrjun bardagans. Það
var þó ekki fyrr en undir morgun næsta dag,
sem niðurlögum eldsins var ráðið til fullnustu.
Þegar hér var komið sögu, var skipið orðið
fullt af vatni og mjög hlaðið. Var nú komið
aftaka veður. sem hristi og skók skipið til, eins
og hríslu í skógi. Activ stóð botn þarna við
bryggjuna, en þess á milli lyftist skipið upp,
en skall á sama augabragði niður, með miklum
þunga, og hristist stafna á milli. I þessum á-
tökum slitnuðu sumir landvírarnir í sundur
eins og þráðarspottar, þó þeir væru nýir og
þrjár tommur að gildleika. Einnig urðu nokkr-
ar skemmdir á bryggjustaurum í þessum miklu
sviftingum. Yfirmenn skipsins voru allir á ferli
um nóttina, en hásetar og kyndarar lögðu sig
í landi síðari hluta nætur. Madsen gamli hreyfði
sig hvergi frá stjórnpallinum. þar til farið var
að birta af nýjum degi. Hann stóð þarna sver
og kempulegur og púaði í sífellu. Þegar ég gekk
upp til hans og bauð honum góðan daginn, þá
svaraði hann mér kumpánlega og bauð mér
koníakssnafs, en það var ófrávíkjanlegur vani
hans í hvert sinn sem ég vakti hann á morgn-
ana. Það lék gleðibros um hið veðurbitna and-
lit skipstjórans, þar sem hann stóð á stjórn-
pallinum á Activ, og stormurinn lék um hann,
bennan kalda og gráa haustmorgun. Hann benti
á slökkviliðsmennina, sem voru að vefia sam-
an slöngurnar og sagði: . Þetta eru traustir
drengir, það er vissa fyrir því, að þeir eru
synir hinna gömlu víkinga".
Þó að eldurinn væri slökktur, þá var skinið
ennþá í talsverðri hættu, þar sem það barðist
um í óveðrinu eins og helsært dýr, sem vill
^kki gefast upp, þó mikið hafi verið að því
brengt. Það tók undir í öllum skipsskrokknum
begar Activ slóst niður í botninn við bryggj-
una af heljarafli. Madsen gamli var glöggur á
þessa nýiu hættu, og brá því skjótt við. Hann
gaf nú skipun um að þegar í stað skyldi byriað
að kvnda undir skipskatlinum að nýiu. En í
vélarúminu var ekkert vatn. því vatnsþétt skil-
rúm voru í skipinu, bæði að framan og aftan.
Eftir hálfan annan sólarhring hafði loks tek-
izt að dæla skipið þurrt. Næstu nætur varð
svo skipshöfnin að gista í landi, á meðan verið
var að gera vistarverur skipverja íbúðarliæfar.
En þessi atburður á Activ hafði einnig sína
skoplegu hlið, Það kom nefnilega upp úr kaf-
Framh. á hls. 22.
19