Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 26
þessi eini brúsi er ekki fullur nema að þremur fjórðu hlutum. Nú, nú, við skulum segja, til að vera vissir, að báturinn sé tíu daga að ná landi og í brúsanum séu í mesta lagi fimmtán lítrar af vatni. Sko, þrir í fimmtán gera fimm. Ekki satt Sko, aðeins fimm lítrar á mann. Og þeir eiga að duga í tíu daga. Er það ekki rétt? Þið verðið að viðurkenna að þetta er afar einfalt dæmi. Nú, hvað eigum við að gera vinir? Ég skal gjarnan segja ykkur það. Það er leiðinlegt en alveg nauðsyn- legt. Ég náði vatninu og þið fáið ekkert. — Það er um sjálfsverndun að ræða. „Við gætum haft það af“, sagði Hammer. „Getur verið", sagði Negresco. „En það yrði alveg hræðilegt. Smásopi af vatni á dag. Úha, nei“. „En hvað þá?“ spurði Hammer. „Hvað þá? Það get ég gjarnan sagt ykkur“, svaraði Negresco. „Ég ætla mér að drepa ykkur!“ „Þú getur ekki drepið mig!“ svaraði Hammer, en svo skipti hann um tón og sagði: „Sjáðu nú til Negresco. Legðu frá þér byssuna, svo skal ég segja þér dálítið. — Dálítið gott“. „Nei“, sagði Negresco og brosti. „Ég er of gömul rotta til að láta narra mig þannig". „f guðsbænum Negresco11, sagði ég. „Skjóttu, eða láttu það vera. Við skulum fá þessu aflokið! En hættu að leika þér með þessa byssu!“ „Einmitt, svo þig langar til að vita hvernig það er að vera étinn af hákarli?" sagði Negresco. Ég leit í kringum mig. Það var ekkert að sjá, nema blár sjórinn og heiður himinn, með hitamistur við sjón- deildarhringinn. „Það var úti um okkur! Algjörlega úti um okkur! Hákarlarnir fylgdu bátnum eins og grá tundurskeyti. Öðru hvoru heyrði ég þá skrapa bátsbotninn með hryggnum. „Takið áramar og róið! “ skipaði Negreseo. Við hlýddum. — Tveir tímar liðu. Þú hefur reynt livernig það er að vera í yfirheitu herbergi og tyrk- nesku baði? Það var heitara í bátnum. Eftir þessa tvo tíma gafst ég upp. Ég var í hálfgerðu öngviti. Eins og í fjarska heyrði ég Hammer segja: „Ég þoli þetta ekki!“ „Ef þér ekki líkar það, þá stökktu út fyrir!“ sagði Negresco. „Gott“, sagði Hammer. Hann stóð upp, rétti sig af, augnablik og — stökk síðan útbyrðis. „Ég heyrði lágt suð, eins og þegar loftfylltri blöðru er stungið ofan í vatn og loftinu síðan hleypt út. Ég glápti. Hammer var horfinn. „Róðu!“ skipaði Negresco. Ég horfði á byssuna, síðan á hafið fullt af hákarli og byr j aði að róa ... Hjarta mitt tók viðbragð. Ég hélt að ég sæi ofsjónir. „Það hlýtur að vera hitinn", sagði ég við sjálfan mig. Hönd hafði gripið um skut bátsins og síðan birtist hand- leggur. Ég þekkti þann handlegg. Hann var helmingi 26 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.