Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 34
SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Útgefandi:
Fa'rmanna- og fiskimannasamband. íslands.
Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson.
Ritnefnd:
Júlíus Kr. Ólafsson, Magnús Jensson, Halldór
Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson
(Sigl.), Þorst. Stefánsson (Ak.), Runólfur
Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni í
mánuði, og kostar árgangurinn 30 krónur.
Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni,
Reykjavík
Utanáskrift: „Víkingur", pósthólf 425, —
Reykjavík. Sími 565S.
PrentaS í fsafoldarprentsmiöju h.f.
[^Sokkrar samþykkfir
13. þings F.F.8.Í.
Fræðsla um atvinnuvegina í skólum landsins.
13. þing F.F.S.I. telur það mjög uggvænlegt,
hversu æskan dregst nú frá framleiðslustörf-
unum. Þingið leyfir sér að skora á mennta-
málaráðherra að beita sér nú þegar fyrir því:
1. Að fræðsla í bamaskólum beinist meir að
atvinnuvegum þjóðarinnar, svo sem gera
má með lestri fróðlegra greina, með kvik-
myndum og með því að sýna börnum og
skýra fyrir þeim framleiðslutæki og þýð-
ingu þeirra.
2. Að ákvæði fræðslulaganna um verknáms-
deild í framhaldsskólum landsins verði
framkvæmd þannig, að unglingunum
skapist skilyrði til að læra og æfast við
undirstöðuatriði mikilvægustu atvinnu-
greinanna, t. d. meðferð og gerð veiðar-
færa, ýmsan fiskiðnað, hirðingu véla, létt
landbúnaðarstörf o. s. frv.
Þingið telur mikla hættu á því, að sú lenging
skólaskyldutímans, sem fræðslulögin ákveða,
dragi unglinga enn meir en þegar er orðið frá
framleiðslustörfunum, nema horfið verði að
raunhæfri, hagnýtri fræðslu og æfingu í verk-
legum greinum, svo sem bent er á hér að fram-
an.
Barnaleikvellir.
13. þing F.F.S.I. samþykkir að skora á bæj-
arstjórnir, að láta útbúa bamaleikvelli bæjanna
þannig, að líkönum af sem flestu því, er við-
kemur framleiðslustörfum landsmanna verði
komið þar fyrir. I þessu sambandi telur þingið
m. a. nauðsynlegt að árabát með öllu tilheyr-
andi verði þannig fyrir komið, að börn geti
leikið sér í honum.
Ennfremur leggur þingið til, að sem víðast
verði hafður sá útbúnaður við tjarnir, að
drengjum verði gert kleift að sigla þar smá-
skipum og leggi vellirnir „skipakostinn" til.
* V
Síldarverksmiöjur ríkisins.
„13. þing- F.F.S.l. skorar á Alþingi að láta afskrifa
helming stofnkostnaðar síldarverksmiðjunnar á Skaga-
strend, mjölskemmunnar á Siglufirði og síldarverk-
smiðjunnar þar, sem byggðar voru 1946, og geri ríkis-
sjóði skylt að greiða þá fjárhæð, svo að ekki þurfi á
óeðlilegan hátt að lækka síldarverðið til sjómanna og
útvcgsmanna á komandi árum“.
Nýjar veiöiaðferðir.
„13. þing F.F.S.Í. samþykkir að skora á Alþingi og
ríkisstjóm að láta leita sem gleggstra upplýsinga um
það, hvernig tilraunum Norðmanna með rafmagnsveiði-
tæki til fiskveiða er háttað, og fylgjast með þróun þess-
arar veiðiaðferðar alls staðar þar, sem slíkar tilraunir
kunna að verða gerðar. Sambandsþingið skorar jafn-
framt á Alþingi og ríkisstjórn að láta gæta þess, að
eigi séu veitt einkaleyfi, er gildi fyrir ísland á veiði-
aðferð þessari, nema fyrst sé leitað álits F.F.S.l. og
annarra aðila, sem þessi mál snerta. Þingið telur nauð-
synlegt að tilraunir meö nýjar veiðiaðferðir verði fram-
vegis styrktar eftir föngum, ef þær sýnast álitlegar".
Sjóminjasafn.
„13. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi að hækka nú að
mun fjárframlag til Sjóminjasafns, úr þeim kr. 3.500,00,
sem veittar hafa verið á fjárlögum í þessu skyni, og
hefja jafnframt skipulagðar framkvæmdir um stofnun
safnsins, og að gerð verði áætlun um framtíðarfyrir-
komulag þess. Verði þar sýnd þróun og saga íslenzkrar
sjósóknar og siglinga í gegn um aldimar, og safnað
saman þeim sjóminjum, er þýðingu hafa á þessu sviði.
Meðan ekki verður horfið að því ráði að byggja sér-
stakt sjóminjasafn á lóð Sjómannaskólans, eins og ráð-
gert hefur verið, verði sjóminjasafninu ætlað nægilegt
rúm í hinu nýja þjóðminjasafnshúsi, og nú þegar flutt-
ar þangað þær sjóminjar, sem fyrir hendi eru, en í
stað hinna, sem ekki eru til, verði smíðaðar réttar eftir-
líkingar í smækkaðri stærð, og sem flestar í sömu
hlutföllum, eftir fyrirfram geröri áætlun“.
Friöun og varögœzla netjasvœöa.
„13. þing F.F.S.l. skorar á Alþingi að veita fram-
vegis á fjárlögum nægilegt fé til að bera uppi kostnað
við gæzlu þeirra línu- og netjaveiðisvæða, sem eiga á
hættu að verða fyrir skaðlegum ágangi botnvörpuskipa.
í þessu sambandi telur sambandsþingið nauðsynlegt
að Alþingi veiti fé til þess að leggja ljósbaujur til af-
mörkunar netjaveiðisvæðisins við Vestmannaeyjar og
annars staðar, þar sem slíkar ráðstafanir kunna að
vera nauðsynlegar. Nefnd veiðisvæði verði ákveðin í
samráði við varðskipaforingjana og félagsstjórnir við-
komandi sjómanna.
34
Vf ICI N G U R