Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLABIÐ ífuk U I K 1 N 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XII. árg. 1. tbl. Reykjavík, Janúar 1950. Gæfa landsins í veði Þáð hefur á öllum tímum verið sorgarsaga íslenzku þjóðarinnar, hve ósamlynd hún hefur verið og þegnarnir ósanngjarnir hver í annars garð. Eg er kominn af bœndaœttum í báðar œttir, ég hefi verid sjómaður frá barnæsku og er því af eðlilegum ástœðum vinveittur báðum þessum stéttum þjóofélags vors og tel þœr báðar vera máttarstoðir þjóðfélagsins, á hinu verk- lega sviði, eins og enn horfir málum hjá oss. Við vitum öll, að einnig er hið andlega svið, sem mjög veltur á um velferð þjóðanna. Þao er sárt til þess ao vita, áð nú skuli svo komið hjá þessari þrautseigu og dugmiklu þjóð, að hinir smœrri spámenn og spákaupmenn hafa sogið sig svo fasta á stéttir sjávarútvegsmanna og bœnda, að hver keppist við annan um kröfur á hendur ríkisvaldinu til þess að tryggja áframhaldandi velsæld þessara stétta þjóðfélagsins, án þess að gjöra sér um leio Ijóst, að á þenna hátt er verið að grafa undan þeim grunni, sem íslenzka þjóðin byrjdSi svo myndarlega að byggja á, fullveldisárið 1944. ÞaS er einnig gott dœmi um óstjórnina og ofstjórnina, að þetta skuli vera hópur manna sem telur sig vera a móti þjóðnýtingu eða ríkisrekstri. En allir þessir styrkir og niourgreiðslur eru hin versta og óbilgjarnasta tegund þjóðnýtingar, þar sem ríkiS fœr aldrei gróðann, en verSur hins vegar, ef þessu er haldið áfram, að bera allt tapið. Svo gengur þetta uppbóta- og niðurgreiðsluæði langt, að ríkisstjórn og Alþingi standa orðið á öndinni og bíða eftir kröfunum. Hvenœr koma t. d. þessir sömu menn til ríkisins og segja, þegar vel gengur með útgerð og annað: Við höfum grœtt of mikið, við höfum fé aflögu til almenningsnota. En þegar verr gengur, þá er sagt: „Kaupið, kaupuS, það er of hátt. Sjómenn og verkafólk fá of mikið kaup". Af hverju eru menn alltaf áð klaga aðra? Hvers vegna áfellast þeir aldrei sjálfa sig? Alltaf er taláð um kaup sjómanna, já, sérstaklega þeirra, að það sé of hátt. En ef nú allir sjómenn á t. d. fiskiflotanum tœkju upp á því, áð fara í land og hœtta að vera sjómenn, meðal annars vegna þess, að þeir vildu sýna þegnskap og láta aðra komast að, sem vildu taka upp þeirra starf, fyrir lœgri laun. Já og vegna þess, að sannarlega er hœgt fyrir þá suma, að fá hœrri laun í landi — miðað við sama vinnutíma, án þess að þeim yrði líkt við sauðaþjófa. eða annað enn verra. Þá yrði nú athyglisvert, að fylgjast með hvort þeir, sem slíku hafa haldið fram yrðu fyrstir að sœkja á sjóinn. Að vísu mœtti manna nokkur skip, og þau ekki svo fá, með forstjórum og skrifstofuliði, en þá yrði nú gaman að sjá svipinn á þeim hinum sömu, eftir eitt misviðrasamt vetrarúthald, og afköstin í sumum tilfellum. Nei, mínir elskanlegir, ég held áð meinsemdin liggi ekki aðallega í of háu kaupi til þeirra, sem vinna hin erfiðari störfin. Eg held áð hún liggi í allskyns vanstjórn og ofstjórn. VÍKl NGUR LANDSBOKASAFN jre.j 80330

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.