Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 25
Himinn, haf og hákarlar „Fróðlegt að vita hvernig það ei% að vera étinn af hákarli“, sagði ég. Negresco, maður, sem hafði ekki svo lítið hugmynda- flug, svaraði: „Næstum því sársaukalaust, hugsa ég. ímyndaðu þér bara hversu snöggt þeir bíta! Það er mjög svipað skoti. — Sárt? Maður finnur ekkert til fyrst í stað og þegar tilfinningin kemur, þá er maður dauður — hálfmeltur! Líttu á hvernig þeir renna í gegnum vatnið. — Þú ert alveg tilvalinn skyndibiti. Plobb, og það er búið! Þannig gengur það fyrir sig í náttúrunni, Sá, sem getur gleypt stæsta bitann, hann gengur með sigur af hólmi! Sjáðu hvað hreyfingar þeirra eru snöggar! Eins og vélar! Hviss, gegnum vatnið! Það fer ekkert framhjá þeim. „Ég var bara að leggja það niður fyrir mér, hvort betra væri að deyja af hákarlsbiti eða þorsta", svaraði ég. „Það er bara spursmál um að ákvarða sig“, sagði Negresco. „Taktu eftir. Að deyja er ekki kvalafullt, það er aðeins aðdragandi dauðans, sem er þjáningar- fullur, og hið allra versta ímyndunin. — Hákarlsbit? Nú, hvað er hákarlsbit? Etfir augnablik gefst maður upp. Að deyja úr þorsta, það er aftur á móti miklu kvalafyllra. Hver einasta fruma líkamans öskrar á vatn. Maður þorrnar upp lifandi. Tungan vefst upp í munn- inum og bólgnar. Maður vill helzt rífa sjálfan sig í sundur og drekka! Hann brosti, ég undraðist — þá, — hvernig hann gat brosað, þar sem hann sat og skorð- aði sig í skutnum. En á meðan ég horfði á hann dó brosið út. Hann horfði á Hammer skipstjóra, sem lá á milli okkar. „Ég hélt að hann væri búinn að vera“, sagði Negresco. Hammer skipstjóri stundi og reis upp. Hann tók um höfuðið. Það var lágur og þrekvaxinn maður. Hann leit út eins og risi, sem hafði verið þrýst saman. Ameríkan- arnir voru vanir að kalla hann „Flykkið". Hann var allur á þverveginn og þykktina. Hafði ljósbrúnt hár og yfirvaraskegg, sem leit út eins og mjór koparþráður — lítill en ósveigjanlegur maður. „Það skal meira til en eitt höfuðhögg til að gera út af við skipstjórann", sagði ég við Negresco. Hann kink- aði kolli. Negresco var fallegur maður. Hár, með döklct yfir- bragð og hvítar tennur. Við tókum hann um borð í Papeete. Ef ég hefði verið hjátrúarfullur, myndi ég hafa sagt að hann hafi fært okkur ógæfuna, því frá því við fórum frá Papeete gekk allt öfugt fyrir okkur. Við höfum misst þrjá menn. Skipið okkar Vavara hafði alltaf verið í erfiðleikum. Það varð uppreisn. Skipverj- ar hrópuðu: „Snúið aftur, það er brjálæði að halda áfram!“ Hammer hafði fundið marghleypu. Hann lýsti yfir því, að það væru ellefu — tólf skot í henni og sór að hann skyldi skjóta hausinn af þeim, sem rifi kjaft næst. Finninn John reif kjaft og Hammer skaut hann í mjöðmina. Þá gengu menn til starfa sinna og þeir höfðu misst kjarkinn. Þá sáum við að úti var um okkur. Þegar stormurinn skall á okkur, reif hann allt í tætl- ur. Allt var vonlaust. Skipverjar komust í brennivínið í lestinni og drekktu óttanum. Við létum þá afskipta- lausa við að syngja og deyja. Við flúðum í björgunar- bátinn og gáfum okkur örlögunum á vald. Storminn hafði lægt. Það dagaði og ég horfðist í augu við Negresco. Þá var það sem ég fann til þorst- ans. En vatn var ekkert til. Er sólin reis hærra fór ég að hugsa um dauðann — úr þorsta, og spurði sjálfan mig, hvernig myndi vera að vera étinn af hákarli. Það var fullt af þeim í sjónum, en þorstinn var að verða óþolandi. „Þetta var óheilla ferð“, sagði Hammer skipstjóri, er sat með höfuðið í höndum sér. Svo sleikti hann var- irnar, en á þeim var hvít skán af uppþorrnuðum sjó, og stundi: „Vatn!“ „Ekkert vatn“, sagði Negresco. „Hvað?“ sagði Hammer. „Þú lýgur. Út með það! 1 skutnum á bak við þig. Þar eru tveir brúsar. Komdu með þá, segi ég!“ Við gláptum á hann. Hammer læddi hendinni aftur fyrir sig. „Þýðir ekki“, sagði Negresco. „Ég tók hana í nótt, meðan þú varst meðvitundarlaus". Og hann dró upp marghleypu Hammers. Handhægt og óhugnanlegt vopn, með miðum eins og bakuggum á hákarli, og þröngt og kalt hlaup. „Hver er meiningin?" spurði Hammer rólega. „Hlustið nú á, bjálfarnir ykkar“, sagði Negresco. Sitjið bara rólegir og takið eftir. Hammer, það þýðir ekki að þreifa eftir hnífnum, ég fleygði honum fyrir borð í nótt, um leið og ég tók skammbyssuna þína. Legg- ið nú hlustirnar við. Það er ég sem hef byssuna, ekki satt? Það þýðir að það er ég sem get sveiflað keyrinu. Sitjið nú kyrrir! Það eru engir tveir brúsar í skutnum, þar er aðeins einn og hann er ekki alveg fullur. Skiljið þið? Við erum minnst sjö dagleiðir frá landi. Jú, það er alveg rétt, kæru vinir. Ég fylgdist með stefnunni og úr hvaða átt stormurinn blés, ég geri ráð fyrir sjö dög- um“. „Hvern fjandann þekkir þú til þess?“ spurði Hammer. „Nóg“, svaraði Negresco. „Ég reikna með sjö dög- um. Jæja, segjum þá tíu. Það er einn brúsi af vatni og V í K I N □ U R 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.