Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Page 8
dreifast mennirnir hingað og þangað inn í turn- laga borgina. Tveir lögregluþjónar hafa komið í ljós við annan enda götunnar. Góða stund hefur lítill tötralegur drengsnáði „Eine Sigarette fúr meinen Papa“. skokkað í kringum íslendingana, brosað og kinkað kolli til að vekja á sér athygli. Þegar hann hefur gengið úr skugga um að enginn lag- anna þjónn sé í námunda, nemur hann staðar fyrir framan þá og réttir fram skítuga hönd og segir: Eine Sigarette fiir meinen Papa, bitte. Hann brosir og án þess að bíða svars byrjar hann að föndra nosturslega við box, sem hann dregur upp úr vasanum. „Sko“, segir hann glað- lega, og innan skamms kemur innihald dósar- innar í ljós: Ijótur sigarettustubbur hirtur upp af götu. Kyndaranum verður hverft við þegar hann sér stubbinn. I skyndi stingur hann pakka af Lucky Strike í lófa hans, klappar á lítinn koll- inn og segir dregnum að fara heim. Snáðinn tekur undrandi við pakkanum, og þegar hann sér að þetta er ekki blekking, lítur hann votum þakklætisaugum á Gvend kyndara, ætlar að segja eitthvað, en snýr sér skyndilega undan og hleypur burt. Kuxhaven Hof. Á hæð einni hátt uppi yfir borginni stendur Kuxhaven Hof geislandi út í húmið í flóði tóna og ljósa og í sölum þessa glæsta skemmtistaðar við Elbu, mitt í algleymi svimandi drykkju og hvellra hlátra, glasaglaums og mússikur, sitja þeir hómópatinn, Siggi Brands og Loftus við borð út í horni og búa sig undir ævintýri næturinnar með konjaki og sóda. 1 hliðarsal er nýtt númer að byrja, 2 ára stúlka klífur óstudd upp lóðréttan stiga á gólfinu, snýr sér í hálfhring á efsta þrepinu, hneigir sig og gengur B niður aftur. Þá hlaupa fram tveir trúðar, en flokkur manna tekur skyndilega fyrir frekara útsýni frá borðinu út í horni. Þar ber nú að ljóshærðan Þjóðverja frá borði í nágrenninu, hann kynnir sig sem Paul Hans Elbeveser og spyr hvort íslendingarnir geti hjálpað dömum sínum um nokkrar sígarettur. Siggi Brands verður fyrir svörum, bregður glasi á loft og mælir á þessa leið: „Sid ned Paul Hans, dú skal ha miljón sigaretten, men saa skal du skaffe selskab“. Og Siggi Brands brosir gleitt framan í þann þýzka. Jú, jú, Paul Hans vill vissulega skaffe sel- skab, eins og Siggi Brands orðar það á sínu privat esperanto. Önnur stúlkan, sem sá þýzki leiðir að borðinu, er nett og ljóshærð, kynjuð frá Berlín, hin dökk á brún og brá með gyllta hringi í eyrunum, rennilega limuð og varirnar minna á fersk kirsuber. Lestina rekur félagi Paul Hans, lítill fyrir mann að sjá, jafnt á þverveg sem lang- veg. Og Siggi Brands sprettur öðru sinni á fætur og kveðst nú mundu flytja snjallt minni, að því loknu skyldi hef ja kappdrykkju milli þýzkra og íslenzkra og hana slíka, að bunan stæði út úr gestunum þá yfir lyki. Og minnið fylgdi fast á eftir og var flutt á hrafli úr að minnsta kosti fimm tungumálum. Enginn viðstaddra nema Siggi sjálfur skilur nokkurn skapaðan hlut, en það kemur eklci að sök, því sindrandi lífskraftur ræðumanns og gleiðgosalegt brosið hóf stemn- inguna á hærra stig en nokkurt venjulegt minni hefur nokkurtíma gert. Endirinn var þó vel skiljanlegur, enda ætlaður Islendingunum að- allega: Við byrjum þá á því að drekka þessa heiðursmenn undir borðið. Síðan gerum við þetta venjulega. tökum stúlkurnar upp á okkar arma. Ég skal taka að mér þennan ljóshærða apakött, Paul Hans Elbeveser, ha, ha! „Ja, ja“, hló Þjóðverjinn flýrulega. „Ja, ja“, hló Siggi Brands á móti. „Nú líkar mér við þig Paul Hans. Og denna flicka með hringina í andlitið skal jeg passe paa og fara með í mömmuleik og denslags, ja, ja, Paul Hans, skál“. Það söng í glösunum og nýtt lag hófst. Klukkan þrjú tilkynnir þulurinn síðasta lag- ið, en á öllu er smuga, jafnt þýzku hóteli sem á annarri stofnun, því á neðri hæðinni er annar salur og önnur hljómsveit, þar sem þeir, er þess óska, geta haldið áfram gleðskapnum til morguns, og nú fór sem stormþytur niður breiða skrautganga hótelsins hersing lífsþyrstra gleði- manna og gleðikvenna Kúxhaven með Sigga skálmandi stórum í broddi fylkingar. Hurð, sem VÍ Kl N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.