Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 11
vitað án allra lífsþarfa eða næringar, enda voru
sumir mennirnir illa útleiknir, og sumir lágu
á eftir um lengri tíma í kali. Hin önnur skips-
höfn, sem fyrir þessu varð, var skipshöfn
Magnúsar Ingvarssonar, sem lengi var merkur
formaður á Eyrarbakka.
Þessa vertíð, 1883, var ég í Þorlákshöfn strákl-
ingur á sextánda ári og lenti þennan dag, 29.
marz, í sjóhrakningi, er ég áður hef sagt frá,
og var bjargað, ásamt félögum mínum úti á
hafi, af frakknesku fiskiskipi, svo um atburði
þá, sem gerðust á Eyrarbakka, hef ég aðeins
sögusagnir, sem ég hef sannprófað eins og ég
hef átt kost á.
Þessa vertíð. að mig minnir, snemma í marz-
mánuði, drukknaði einn af aflasælustu for-
mönnum, er þá voru á Eyrarbakka, Sigurður
Gamalíelsson frá Eyfakoti og fjórir hásetar
með honum, en fimm eða sex bjargaði Magnús
Ingvarsson, og man ég að mikið orð fór af
framgöngu Þorvarðar Guðmundssonar hrepp-
stjóra í Sandvík, en hann var þá háseti Magn-
lisar Ingvarssonar, varð síðar formaður. Þetta
sjóslys mun hafa orðið á Einarshafnarsundi,
nálægt stórstraumsfjöru.
Árið 1891 varð Jón Jónsson „frá Fit“ fyrir
slysi á „Rifsósnum“, og missti þrjá háseta sína,
en honum sjálfum og 6—7 öðrum bjargaði
Magnús Magnússon. 1894 drukknuðu þrír menn
af skipshöfn Eiríks Árnasonar frá Þórðarkoti,
en honum og 6—7 öðrum bj argaði einnig Magn-
ús Magnússon, og eftir þessa síðari björgun
fékk hann einhverja heiðursviðurkenningu, 9
verðlaunapeninga, og skipshöfn hans einhverja
litla þóknun. Þetta slys varð á Einarshafnar-
sundi.
Árið 1886 fórst öll skipshöfn Sæmundar
Bárðarsonar, 14 alls, að mig minnir. Þetta slys
varð út af Rifsós og gerðist með svo svipleg-
um hætti, að björgun var ómöguleg.
Rúmri viku eftir að Magnús bjargaði Eiríki
Árnasyni og meiri hlutanum af skipshöfn hans,
drukknaði Páll Andrésson formaður frá Nýja-
bæ og einn háseta hans, einnig á Einarshafnar-
sundi. Skipshöfninni bjargaði að öðru leyti
Guðmundur Steinsson skipasmiður í Einars-
höfn, og mun hann hafa fengið einhverja við-
urkenningu eins og Magnús Magnússon. Magn-
ús varð frægur fyrir björgunina af tveim skip-
um með svo stuttu millibili, eins og að framan
greinir. 1891 7—8 mönnum og 1894 7—8
mönnum, og minnist ég þess, að þegar Guð-
mundur Isleifsson kom að Einarshafnarsundi,
— ég var þá háseti hans — spurði hann ólaf
Gíslason, er lá við sundið er við komum þar, —
og hafði komið. meðan stóð á björgun skips-
VÍKINGUR
hafnar Eiríks — hver mundi hafa bjargað,
svaraði ólafur. „Það hefur víst verið Hús-
Magnús eins og vant er“. Annars voru þessi
tvö björgunarafrek Magnúsar, sem nefnd hafa
verið, talin mjög frækileg, og sérstaklega var
mér kunnugt um að einn af hásetum Eiríks,
sem bjargaðist, var fastur í skipinu, flæktur
í fiskilóðum, þegar 'óllum ö5rum, sem ekki hafði
tekið út og horfið í sjónum, er fyllti skipið,
hafði verið bjargað. Þá var mér sagt, að Magn-
ús hefði, er lag kom, stýrt að skipi Eiríks, er
var fullt af sjó, fengið öruggum manni er hann
hafði hjá sér, stýrið, en stokkið sjálfur upp í
með hníf og skorið með miklu snarræði sundur
lóðirnar er héldu manninum föstum og b.jarg-
aði honum svo yfir í skip sitt, og eitt er víst,
að þessar bjarganir hans af tveim skipum,
voru einmitt framkvæmdar af því að hann var
kominn á undan öðrum af sjó og inn úr sund-
unum, ella hefðu þær báðar verið ómögulegar.
1 minni eldri manna voru mörg atvik um
snarræði Magnúsar til allra sjávarverka, og
um ágæta formennsku hans, en ég tel þau ekki
hér upp, því ég man þau ekki svo vel, að ör-
ugt sé, en vil ekki ýkja neitt í greinarkorni
þessu.
Þegar Eyrbekkingar fóru almennt að stunda
atvinnu á gömlu skútunum hér yfir sumartím-
ann, var Magnús einn af þeim er það gerðu,
ög mun hann hafa getið sér gott orð við það
starf, eins og aðra sjómennsku. Einn gamall
félagi hans frá þeim tíma, hefur sagt, að hann
hafi aldrei viljað tala mikið um sína eigin for-
mennsku. eða bjarganir þær, er hann fram-
kvæmdi á Eyrarbakka öllu heldur viljað tala
um ágæta formennsku margra annara.
Þetta tel ég mjög líklegt, eftir því sem ég
bekkti hugsunarhátt Magnúsar, að vera laus
við að stæra sig af eigin verkum, en vilja unna
öðrum samstarfsmönnum sínum fullkomlega
sannmælis og halda nöfnum þeirra og minn-
ingu á lofti, en svona hugsunarhátt hittir
maður ekki að jafnaði, en Magnús átti þennan
hugsunarhátt, það var mér kunnugt. Ef hann
hefði alizt upp eða starfað fullþroskaður á
þessum tímum, hefði hann að líkindum verið
talinn afburðamaður um marga hluti, en þvi
miður varð hann á efri árum umkomuminni,
en verðugt var, og því miður stóð of mikil
áfengisnautn í vegi fyrir velgengni hans, þó
sá ávani yrði honum ekki að eins miklu óláni,
eins og hann hefur orðið sumum efnilegum ung-
um mönnum nú á tímum.
Magnús missti aldrei manndóm sinn, og hans
er og verður, að maklegleikum, ávallt getið
sem eins meðal afreksmanna hinnar gömlu sjc-
n