Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 31
Bandaríkjastjórn hefur boðað
nýjar tilraunir með kjarnorkuvopn,
að þessu sinni á Kúrileyjum á Kyrra-
hafi. Sagt er að sprengja sú, er
sprengd var við Bikinieyju fyrir 2
árum, hafi verið sex sinnum sterk-
ari en sú, er sprengd var við Hiros-
hima. En sú, sem nú verður reynd,
er sögð vera 1000 sinnum öflugri.
•
5./12. Brezka stjórnin hefur til-
kynnt að hún hefði sent stjórnum
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar
orðsendingu, þar sem þeim er boðið
til viðræðna um nánari efnahagsleg
tengzl milli þessara landa.
7./12. Gengið frá stofnun hins
nýja Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga í London. Stjórn-
skrá þess var samþykkt af fulltrú-
um 46 millj. verkamanna. Hollenzki
verklýðsleiðtoginn Oldenbroek var
kjörinn forseti hins nýja alþjóða-
sambands, og verður bækistöð þess
í Brussel í Belgíu.
Stefán Islandi óperusöngvari hlýt-
ur kammersöngvara nafnbót, er það
fyrsti Islendingurinn, sem hlýtur
slíkan frama.
Geysileg mergð sildar er nú við
Skagen. Síðustu tvo daga hefur
veiðzt ein og hálf milljón kg. síld-
ar, sem er talin hálfrar millj. kr.
virði. Stórir sænskir togarar hafa
einnig veitt mikið af síld. Mikið af
sfldinni hefur verið send til Þýzka-
lands og hefur mikið verið sent með
aukalestum.
Lovell Lawrencc, sem smíðar rak-
ettuflugvélar fyrir ameríska flotann,
spáði því í dag, að eftir nokkur ár
yrðu til farþegaflugvélar, r.cm
mundu geta flogið þvert yfir Banda-
ríkin á 90 mínútum, og eigi yrði
langt að biða þar til flutningaflug-
vélar gætu flogið með 11,000 km.
hraða á klst.
Chiang Kai-sek fór i gær alfar-
inn frá Chengtu, sem verið hefur
hiifuðborg Koumintangstjórnarinn-
ar að undanförnu, til eyjarinnar
Formosa. Hcrir Iíuomintangstjórn-
arinnar í Ivína eru nú sagðir vera
í algerri upplausn og verjast aðeins
einstöku hereiningar ennþá.
Gullfossi hinum nýja, sem Eim-
skipafélag Islands á í smíðum hjá
Burmeister & Wain, var hleypt af
stokkunum í dag að viðstöddum
mörgum gestum, erlenduin og inn-
lendum. Frú Kristín Vilhjálsson
skírði skipið. Skipstjóri verður Pét-
ur Björnsson.
•
I2./I2. Vcrkamannaflokkurinn í
Ástralíu hefur nú i nýcfstöðnum
kosningum tapað þingmeirihluta
sínum. Andstöðuflokkarnir, frjáls-
lyndi og bændaflokkurinn hafa feng-
ið 52 og 21 þingmenn, en Verka-
mannaflokkurinn, sem stóð að frá-
farandi stjórn, fékk 47 þingmenn.
Talið er að Menzies foringi frjáls-
lynda flokksins muni mynda stjórn
með bændaflokknum.
Kuldar og livirfilbyljir hafa orðið
38 mönnum að fjörtjóni i Banda-
ríkjunum um síðustu helgi.
•
14./12. Mikið óveður geysaði í gær
í Gibraltarsundi. Þrír spanskir tog-
rrar fórust og brezkt flutningaskip
rak á land . 65 sjómenn létu lifið af
völdum óvcðursins.
Talið er í Kaupmannahöfn að til-
laga Breta um nánara efnahagslegt
samband milli Bretlands og Dan-
merkur. Norcgs og Svíþjóðar, sé
illframkvæmanleg með tilliti til þess
hversu örðugt það hefur reynzt að
koma á tollabandalagi skandinavisku
Iandanna.
Fréttaritari Rauters í Róm skýr-
ir frá því, að bændauppreisn hafi
brotizt út um Mið- og Suður-ltaliu.
Jarðnæðislausir landbúnaðarverka-
menn leggja undir sig og hefja rækt-
un á veiðilöndum og öðrum órækt-
uðum svæðum jarðeigenda.
Mjólkursamlagið í Stokkhólmi
hefur tekið upp á því, að bæta
mjólkina með D bætiefni, en það
temprar kalk og fosfórefnaskiptin
í líkamanum, fyrirbyggir beinkröm
og fleiri sjúkdóma.
29./12. 1 skipasmíðastöðinni í
Moss í Noregi eru Norðmenn nú
að ljúka við smíði hafrannsóknar-
skips, sem talið er verða eitt hið
bezta og vandaðasta, sem byggt hef-
ur verið sinnar tegundar. Skipið er
búið öllum tækjum, sem nú eru tal-
in fullkomnust til hafrannsókna.
Nafn skipsins verður G. O. Sars og
verður það tekið í notkun byrjun
næsta árs. í lestinni verður m. a.
kvikmyndasalur, sem rúmar 100
manns. Þar á að sýna fiskimönnum
og fiskifræðingum ýmsar kvikmynd-
ir um vísindalegan árangur af
rannsóknum. í skipinu er einnig
komið fyrir stóru safni lifandi fiska.
þar sem geymd verða ýmis hafsins
viðundur, sem skipið veiðir í rann-
sóknarferðum sínum.
Franska þingið hefur ekki enn
samþykkt fjárlög næsta árs, en sam-
kvæmt frönsku stjórnarskránni
verða þau að vera samþykkt fyrir
árslok. Stendur yfir hörð rinima út
af frumvarpi stjórnarinnar um fram-
leiðsluskatt, sem á að nema 10 prct.
á framleiðsluvörum.
Stjórn Burma hefur tjáð sig reiðu-
búna til að taka upp stjórnmála-
samband við kommúnistastjórnina í
Kína.
VI K I N G U R
■31