Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 27
sverari en venjulegur handleggur og þakinn sólbleiku, gulu hári. Ég lokaði augunum og streyttist við árarn- ar. — þá heyrði ég ógurlegt öskur og opnaði augun. Negresco lagðist aftur á bak. Handleggurinn vafðist um háls hans. Það varð hár hvellur er skot hljóp úr byssunni, svo féll hún niður í bátinn. Fætur Negresco lyftust upp og hendurnar fálmuðu út í loftið. Hann rak aftur upp öskur og hvarf fyrir borð. Sjórinn varð rauðleit straumiða. Hammer klifraði upp í bátinn. „Þú!“ sagði ég. „Ég þekki hákarla“, sagði Hammer. „Það er tvennt, sem þeir geta ekki liðið. Annað er suð undir yfirborð- inu — hitt er ef maður slær flötum lófunum á vatns- borðið. Mundu að framleiða suð með því að blása frá þér lofti með munninum, eða busla á yfirborðinu. Eg hélt að hvcr einasti maður vissi þetta“. Ég horfði yfir hafflötinn. Negresco var horfinn. „Plobb, svo er það búið“, sagði ég og hló eins og kven- maður. Hammer sneri sér við og þreifaði aftur í skutinn. „Vatn!“ ... byrjaði ég, en þá sá ég að Hammer hélt á byssunni. „Uóðu!“ sagði hann. Ég glápti. Hammer tók brúsann upp, hristi hann lilæ.j- andi, tók tappann úr og lyfti honum að vörum sér. — Ég gat ekki hreyft mig. Ég var rænulaus. Svo heyrði ég hósta og opnaði augun. Hammer var svartur í fram- an og sat spýtandi og spýtandi. — Það liðu fimm mín- útur, áður en hann kom upp nokkru orði. Svo heyrðist rödd lians eins og skrjáf í þurrum pappír: „Steinolía!“ stundi hann. — Síðan þagði hann. Dagurinn leið og ég féll í nokkurs konar mók. Það eru takmörk fyrir því, hvað mannslíkaminn þolir, og þjáningar leiða af sér meðvitundarleysi. Fram yfir visst mark er maður tilfinningarlaus. — Það var nótt er ég lcorn til sjálfs mín og nætursval- inn hressti mig upp. Ég leit í kringum mig. Hammer var horfinn! — Þorsti er hræðilegur! Hann hefur bara stokkið fyrir borð og hákarlinn bítur snöggt. — Eða kannske hann hafi skotið sig? Hefði byssaii verið við hendina, þá hefði ég skotið mig líka. Hákarlar eru nokkuð, sem ég vil ekki eiga við. Nei, það má vel vera að það gangi fljótt fyrir sig, en óg vil nú samt heldur deyja úr þorsta. Ég beið þess að sólin gerði út af við mig. En sólin lcálaði mér ekki. Tólf tímum síðar sá ég land og svo komst ég upp að ströndinni við Lomoa. Þar, sem inn- fæddir gáfu mér vatn og mat. Það var skakkur útreikningur. Við höfum ekki verið nema þrjár dagleiðir frá landi. —• Negresco og Hammer hefðu báðir getað beðið. Þýtt: M. Jenssoti. Brot Þó napur sé skammdegis nístingsandi viö Norður-ísliafsins skaut, er fellur brimið að feigðarsandi og fitrmannssnekkjuna braut. Þó veturinn sorgum í bikarinn blandi hún bugar oss ei sú þraut, Jtví senn kemur vorið með sól yfir landi og sveiflar myrkrinu á braut. A vertiðinm ■— Fisksöltun. VIKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.