Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 12
Vélskóliim í Kaupmannahöfn
Vísir að þessum skóla byrjaði sem námskeið
í vélfræði í stýrimannaskólanum í Kaupmanna-
höfn árið 1874. Auk þessara námskeiða var
einnig hægt að fá kennsiu í vélfræði í einka-
skólum, en þeir voru fjórir og fengu allir styrk
frá ríkinu til sinnar starfsemi.
Það kom fljótt í ljós að þetta fyrirkomulag
á vélkennslunni var ekki heppilegt, hver skóli
hafði sína kennsluaðferð og próf.
Árið 1901 tók járniðnaðarmannafélagið að
sér að starfrækja vélstjóraskóla og um svipað
leyti byrjaði einnig vélstjórafélagið að starf-
rækja skóla.
Allhörð samkeppni var milli þessara skóla
og skapaði hún ýmsa örðugleika og vandræði.
Til að koma vélstjóramenntunni í fastar skorð-
ur voru þessir skólar sameinaðir, það var 1.
janúar 1906, og hlaut skólinn nafnið „Vélstjóra-
mannastéttar, sem fyrr og síðar háðu stríð við
fiskiveiðaatvinnu sína, sem oft var stunduð upp
á líf og dauða við brimsundin á Eyrarbakka.
Sigurður Þorsteinsson.
skólinn í Kaupmannahöfn". Skólinn skyldi vera
sjálfstæð stofnun. Stjórn skólans skipuðu full-
trúar frá siglingamálaráðuneytinu, borgaiy
stjórn Kaupmannahafnar, skipaeigendafélag-
inu, járnbrautarmannafélaginu, vélstjórafélag-
inu og kennurum skólans. Markmið skólans var
að mennta vélstjóra, vélgæzlumenn og kynd-
ara. Skólinn var til húsa á Nörrebrogade 5.
Eftir að skólanum óx fiskur um hrygg, var
þetta húsnæði algerlega ófullnægjandi, sérstak-
lega hvað snerti véla- og tilraunasali.
Árið 1941 var byrjað á skólabyggingu við
Jagtvej, lóðina gaf borgarstjórn Kaupmanna-
hafnar. 8. janúar 1943 var þessi bygging tekin
í notkun og nafni skólans breytt og heitir nú
„Vélskólinn í Kaupmannahöfn“ og er skólan-
um nú einnig ætlað að sjá um menntun raf-
virkja. Þetta nýja skólahús er sérstaklega vand-
að og heppilegt til sinnar notkunar, enda byggt
á 40 ára reynslu um rekstur vélskóla.
Aðalbyggingin er fjögra hæða hús með kjall-
ara, auk þess eru tvær útbyggingar, tveggja
hæða, en í þessum útbyggingum eru raf-
magnstilraunasalur, hátíðasalur og teiknistofa.
12
VÍKINGUR