Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 15
Úr rafm'agnstilraunasal. rafvirkjun. Fyrri hlutinn tekur átta mánuði á dagskóla eða tólf mánuði á kvöldskóla. Síðari hlutinn tekur níu mánuði á dagskóla, en þá eru vélstjórar og rafvirkjár saman við nám (samanber próf fyrir vélstjóra). Mótorgæzlupróf. Inntökuskilyrði er að um- sækjandi sé 16 ára. Þetta próf er miðað við mótorgæzlu á minni fiskibátum. Námskeiðið tekur sex mánuði á kvöldskóla. Vélgæzlupróf. Inntökuskilyrði eru að um- sækjandi hafi eftir 14 ára aldur verið þrjú ár nemi á vélaverkstæði, námið tekur sex mánuði á kvöldskóla. Þetta próf er ætlað kyndurum í orkuverum og mönnum er stunda störf á graf- vélum og þess háttar í höfnum. Kyndarapróf. Orkuverin dönsku eru flest drifin með gufu og vélaeftirlitið krefst þess, að minnsta kosti, að yfirkyndarinn hafi þetta próf eða vélgæzluprófið. Inntökuskilyrði er að um- sækjandinn sé 20 ára og hafi verið minnst tvö ár kyndari eða aðstoðarvélstjóri, námið tekur sex mánuði og fer fram á kvöldskóla. Prófin. Að afloknu námi í vélskóla eru próf- in haldin í herskipasmíðastöðinni dönsku af sérstakri prófnefnd, óviðkomandi skólanum. Nú eru vélskólar í öllum hinum stærri bæjum Danmerkur. Til að útiloka að nokkur munur sé á prófum frá þessum skólum, er ein próf- nefnd fyrir allt landið og ferðast hún á milli skólanna þegar próf eru haldin, prófar og býr til prófverkefni. Formaður prófnefndar nefnist framkvæmdastjóri fyrir vélstjóramenntuninni í Danmörku. Þessi prófnefnd átti 75 ára af- mæli á þessu ári. Ýmsir mætir menn hafa setið í þessum prófnefndum, t. d. Aage Rasmussen, en hann lagði grundvöllinn að vélfræðibókun- um, og Paul E. Holm, er kemur mikið við sögu vélstjóramenntunarinnar. Núverandi fram- kvæmdastjóri er E. P. C. Stahl. Skólastjórar Vélskólans í Kaupmannahöfn hafa verið C. Nielsen, A. Grathwoth, Ilenrich Gille, núverandi skólastjóri er E. Mathisen. í skólanum starfar skólafélag. Illuta af stjórn félagsins skipa gamlir nemendur. Skóla- félagið rekur bókaútsolu í skólanum, kaupir notaðar skólabækur og selur aftur, auk pappírs VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.