Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 17
Ólafur Jónsson frá Elliöaey Veðrahamur í janúar 1949 Um geiminn lægöir líða skjótt, lygn ei mörg er stundin. Dynur él um dimma nótt á drang og eyjasundin. Hvín í burstum, hrikta þil, hleður fönn í byngi. Hvað er á við ofsabyl og íslenzkt veðrakynngi? Mörgu slysi forðar frá félagsskapur góður, þótt aldrei hrindi eikju á sjá íslands silkitróður.1) Mitt það tel ég mesta hrós, því margt er lítils virði, að vita- lét ég lýsa Ijós lengi á Breiðafirði. Vindstig tólf um vetrarnátt valda’ oft miklu tjóni. Margt hefur Kári mulið smátt á mjaldurs grund og fróni. Það eflaust hefur einhverjum orðið sveini að gagni, er úti á flóa í óveðrum ók þar báruvagni. Hrynur að byrðing bára reið, byltir hvítum haddi. Ágjöf dynur yfir skeið, að einum verður gaddi. Treysti ég guði og til hans sný í trú, að bölið smækki, að talstöðvar og tæki ný tjón á græði lækki. Flestra er það manna mál að muni viðsjál glima að sækja björg í Atlantsál yfir vetrartíma. Bezt er að láta ei boðnar vín blæða meira úr penna. Þori ei, bjarta baugalín, bogann hærra spenna. Lítið gagna lekahrip, löður þau mun buga, en valdir menn og valin skip vonum betur duga. Slysasaga og feigðarflan fylgdi oft þessu landi, of mjög hefur Ægis man okkur valdið grandi. Gengi á sjónum var oft valt, Valhöll margur gisti síðan Egill afhroð galt og ungan Böðvar missti. Fjölda drengja lengdi líf línubyssa í strandi, og slcýli traust var höldum hlif í húmi á Merkursandi. Stökur Örlög skips á votum vegi verða snilli formanns liáð, lipur stjórn á litlu fleyi, löngum þótti happa ráð. Eining trygg í andans ríki, okkur skilar fram á leið. Úlfúð köld í djöfladýki dregur allt með römmum seið. Vaggar nú á vítisbarmi, vcröld öll í heiftarmóð. Logar allt af hatri og harmi, af hverju strái drýpur blóð. Hér er átt við Slysavarnafélag íslands, og sér- staklega hinar duglegu kvennadeildir þess. — Höf. VÍ KI N □ U R 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.