Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 23
Hann lá dauður í kojunni um morguninn, og það var enginn, sem gat athugað hvað að hon- um hafði gengið. Líkið var flutt á pramma nið- ur eftir ánni daginn eftir. En allan daginn eftir að hann dó og næstu nótt, sátu allir karlarnir á bekkjunum eða í kojunum, með spenntar greip- ar og báðu fyrir sál hans. Ég ólst upp við kring- umstæður, þar sem trúin var frekar veigalítið atriði, en það hafði djúp áhrif á mig, að sjá hvernig þessir þöglu menn sátu tímunum sam- an og báðu guð að taka vel á móti hinum dauða félaga. Það var ekki vottur af tilgerð í þessu, ekki vottur af yfirdrepsskap. Þeir sátu þarna og gerðu það, sem þeir gá'tu, til þess að hann skyldi fara vel. * En það gátu skeð hlutir í svona stöð, sem langan tíma hefur tekið að gleyma. Á einum staðnum drukku þeir svo mikið um jólin, að þeir köstuðu mér út í snjóinn og þar kvaldi kuldinn mig heila nótt. Þeir höfðu uppgötvað, að ég væri þýzkur njósnari. Um hvað ég ætti að njósna þarna í eyðimörkinni er ekki gott að vita. Þeir höfðu líka gleymt öllu saman daginn eftir. Og þar sem ég skildi ekki ensku, hlýt ég að hafa haft takmarkaða njósnarahæfileika. Við það bættist, að ég var sautján ára gam- all. Hverju skyldu sautján ára njósnarar, sem ekki skilja málið, ljóstra upp í skógarhöggs- bækistöð? En ég hafði ekki þessa smámuni i huga, þegar ég sagði, að hlutir gætu skeð, sem erfitt væri að gleyma, — en það var þetta með málið. — Ég kunni ekki ensku. Sennilega þess- vegna hefur það, sem ég upplifði í síðustu stöð- inni, verið svo ótrúlega óhugnanlegt. Það byrjaði eitt kvöldið, þegar við ætluðum að fara að sofa. Þá sé ég, að tveir mannanna horfa undarlega á mig. Ég starði helzt til lengi á þá aftur, áður en ég áttaði mig og leit und- an, — því þeii’ horfðu mjög undarlega á mig. Eg var órólegur, þegar ég lagðist út af, en það leið hjá. Það hlaut að hafa verið einhver tilviljun, eitthvað vegna ljóssins, eða hvað vissi ég? Ég sofnaði. Seint um kvöldið vaknaði ég snögglega og sá, að einhver hafði kveikt ljós. Ljósið féll blaktandi á hálfa tylft andlita. Það var ég, sem þeir horfðu á. Þeir hvísluðu um mig. Hið sautján ára hjarta mitt tók viðbragð af skelfingu, þegar ég sá að einn þeirra hafði slíðruhnífinn í hendinni. Nú í nótt, þegar ég sit hér og segi frá þessu, sé ég aftur flöktandi ljósið yfir þessum andlit- um. Það er kannski af því, að ég cr á afskekt- um stað, í einskonar skála, að ég finn hvernig ég kólna upp við minninguna. Það er ótti hins ókunnuga og heimilislausa sautján ára unglings, sem vaknar aftur. Hin skelfilega ofsahræðsla, sem grípur þig í sambandi við martröð. Hvers vegna höfðu þeir farið á fætur, hvers vegna höfðu þeir kveikt Ijós, hvers vegna stóðu þeir þarna og störðu á mig og töluðu um mig? Þessir menn voru ekki villtir og brjálaðir af drykkjuskap. Þetta voru ekki hálfvilltir Indíán- ar. Þetta voru, friðsamir fiskimenn, sem inn- unnu sér nokkra dali aukalega í skóginum á veturna. Hvað gekk að þeim? Ég lést sofa. Að lítilli stundu liðinni slökktu þeir ljósið og lögðu sig aftur. Það var um mig, sem þeir höfðu, rætt, svona um miðja nótt. Ég var kaldur af ótta. Uppeldi okkar er þannig háttað, að sautján ára unglingurinn er mest hjálparvana af öllum. Honum hefur verið kennt að hann eigi að gæta sín fyrir öllu mögulegu, að allt mögulegt geti verið hættulegt, en enginn hefur kennt honum að verja sig. Ég tók þá ákvörðun, að látast ekki trúa um morguninn, að neitt af þessu væri satt. Það var bara draumur og ímyndun. I fyrramálið myndu þeir segja, hallo Jack, og ekkert hefði skeð. En það hafði eitthvað skeð. Allir litu á mig undan slútandi brúnum, sumir laumulega, aðrir með augljósu haftri. Hafði ég sagt eitthvað, sem hafði reitt þá til reiði ? Ég, sem gat ekkert sagt. Ég gat bara sagt „jes“ og „no“, og stamað eitthvað samhengis- laust um matinn og vinnuna. Hvað hafði ég gert? Ég hafði ekkert gert. Ég gat ekki spurt hvað það var, því ég luinni ekki málið. Ég reyndi að halda mig að flokknum, þegar við lögðum af stað út. Þeir forðuðust mig. Ég reyndi að stama eitthvað við einn þeirra. Hann leit ekki við, en herti gönguna. Þeir horfðu á mig eins og ég væri grunaður um einhvern ógeðslegan glæp. Grunaður? Onei, ekki aðeins grunaður. Miklu meir. Ég gekk meðal þeirra eins og meðal böðla minna, óféta, sem ættu að fara með mig á afvikinn stað í skóginum og kála mér, og fannst ég vera svo viðbjóðslegur, að ekki væri hægt að snerta mig, ekki fyrir böðla einu sinni. Ég var stór og sterkur eftir aldri, og þeir vissu ekki að ég var aðeins sautján ára. Ég hélt ég fengi ekki vinnu, ef ég segði það, svo ég sagðist vera tuttugu. Það hafði enginn efast um það. En ég komst að því þennan morgun, að ég var bara sautján, þegar ég ráfaði góðan spöl frá flokknum og brast í grát. Unglingsstrákurinn, sem er svo stór upp á sig þegar félagar heyra til, getur enn grátið í cinrúmi. Ég minnist aftur þess, sem bjargaði mér á þessum árum. Það var ekki að ímynda mér, að VI K I N G U R 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.