Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 20
— Er hér víxill á Karl Jóhannesson? — Er hann fallinn eða afsagður? — Nei, hann er í vegavinnu! Prestur: — Það er gott veðrið í dag, Óli! Oli: — Ójá, fyrir þá sem þurfa ekki að strita allan daginn. Prestur: — Fallegt er að sjá garðinn þinn núna, Óli. Óli: — Ójá, fyrir þá sem ekki þurfa að pæla í hon- um eins og ég. Prestur: — Það er gott að heyra, að konunni þinni er að batna, Óli. Óli: — Ójá, fyrir þá sem ekki þurfa að búa undir sama þaki og hún. ★ Óli gamli í Strympu kemur með skinn af ungkálfi til Björns kaupmanns og býður það til sölu. — Aldrei hef ég séð jafn lítið kálfskinn, sagði Björn kaupmaður. Ég held að enginn geti notað það til neins. — Það náði þó utan um kálfinn, svaraði Óli gamli. ★ Kennarinn: — Hvort þykir þér vænna um pabba þinn eða mömmu? Pétur litli: — Ég er alveg hlutlaus. ★ — Hvað viljið þið helzt, spurði Skoti, um leið og hann gekk inn í kaffihúsið. En þegar hann sá hvað hann átti marga kunningja þar inni, bætti hann við: — Rigningu, hríð eða hláku? ★ Skoti nokkur var svo óheppinn að missa joðáburð á fingurinn á sér. Svo að áburðurinn færi ekki til ónýtis, skar hann sig í fingurinn. ★ Faðirinn: — Ef ég gæfi þér 100 pund, drengur minn, hvað myndirðu þá gera? Sonu'rínn: — Telja peningana. ★ Mac Inness fékk stöðu sem næturvörður. Hann seldi náttfötin sín. ★ Nýgift skozk kona var skorin upp og þegar eigin- maðurinn var að ræða við skurðlækninn, sagði hann: — Það hefði átt að skera hana upp fyrir tveim árum síðan. FRÍVil — Ef svo er, sagði Skotinn, — þá skuluð þér senda tengdapabba reikninginn. ★ — Hvað gerðirðu við gömlu rakvélablöðin þín? spurði Englendingur Skota. — En hvað þú spyrð barnalega, svaraði Skotinn. — Auðvitað raka ég mig með þeim. ★ Skoti nokkur fékk hjartaslag og sálaðist dag einn, þegar hann var að bursta skóna sína og tók eftir því að það voru skór nábúans, sem hann hafði fengið lán- aða, sem hann var að bursta. ★ Skoti steig upp í hraðlest og rogaðist með stóra ferða- tösku. — Þér verðið að borga 4 pence fyrir töskuna, sagði umsjónarmaðurinn. Þegar Skotinn heyrði þetta, opnaði hann töskuna og sagði: — Þú verður þá að koma út, Sandy, og borga sjálfur. ★ Skoti hafði leigt sér bíl og á brekkubrún einni missti bílstjórinn stjórn á bílnum, svo að hann rann út af veginum og fór á flugferð niður brekkuna. — Taktu gjaldmælinn úr sambandi! hrópaði Skotinn til bílstjórans. ★ Þrír Skotar lentu í sjávarháska og þegar öll von var úti, sagði einn þeirra: — Kann hvoi'ugur ykkar nokkra bæn? Ekkert svar. — Og ekki heldur sáim? Steinhljóð. — Ja, eitthvað andlegt verðum við að hafast að. Við hefjum fjársöfnun — og ég tek á móti fénu. ★ Jahas gamli í Tyddnan hafði það orð á sér að hann væri fremur rólyndur maður og ekki uppnæmur fyrir smámunum. Septembernótt eina lá Brita gamla konan hans vak- andi og hlustaði á óveður, sem dundi á þakinu með þrumum og eldingum. En Jahas gamli skar hrúta svo undir tók í baðstofunni. Loks varð Brita frá sér numin af skelfingu og hnippti í Jahas gamla og sagði: — Farðu á fætur, ég held að dómsdagur sé kominn. — Dómsdagur, segir þú, sagði Jahas og geispaði. — Láttu mig vita þegar þeir fara að blása i básún- urnar, þá skal ég fara á fætur. Svo sneri hann sér upp í honi og sofnaði. 20 VÍ KIN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.