Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Blaðsíða 13
Teilcnisalur. Vélatilraunasalur er í sérstöku húsi, þar er einnig tilraunastofa fyrir reyk-, olíu- og vatns- rannsóknir. f aðalbyggingunni eru 18 skólastofur, 4 fyrir- lestrasalir fyrir efna- og eðlisfræði, tælmis- fræði, rafmagnsfræði og vélfræði. 1 þessum stofum eru nauðsynleg tæki til notkunnar við kennslu í viðkomandi fögum. Um salinn fyrir vélfræði er ástæða til að fara nokkrum orðum. Salurinn eh í daglegu tali kallaður „Bíóið“, því þar eru myndasýni- vélar. I þessum sal er samansafn af hlutum frá öllum greinum vélfræðinnar, mörg líkön af kötlum og vélum, sem vélstjórar hafa gert í frístundum sínum og síðan gefið skólanum. Þar er gríðarlega mikið myndasafn. í þessu myndasafni er m. a. mikið af myndum frá slys- förum, t. d. ketilsprengingum, mótorsprenging- um, skipaárekstrum og þess háttar, og er þetta myndasafn mjög lærdómsríkt fyrir hin ungu vélstjóraefni, og þeir fá, eftir að hafa séð safn þetta, vitneskju um, hve ábyrgðarmikið starf bíður þeirra. Auk þessara mynda eru þar inargir hlutir, sem hafa brotnað, tærst eða sprungið í vélum, og upplýsingar um hvernig þetta skeði og hver hefði verið orsökin. Þessar upplýsingar eru festar á miða við viðkomandi hlut, en þar er oft skrifað að svona fór þessi hlutur fyrir fáfræði, hirðuleysi og kæruleysi, og í sambandi við slysið létust svo og svo marg- ir menn. I þessu safni eru líka heilir hlutir og oft lagðir skurðir í þá, þannig að auðveldara er að sjá hvernig þeir eru samansettir, en það er oft miklu auðveldara að gera sér grein fyrir hlutunum og hlutverki þeirra, að sjá þá sjálfa, en að sjá þá á teikningu, því teikningar verða oft flóknar af margbrotnum hlutum. Þess- ir hlutir gera því námið miklum léttara og spara tíma. Flestir af þessum eyðilögðu hlut- um eru komnir í safn þetta á þann hátt, að vélstjórar á skipum og í verksmiðjum eða afl- stöðvum hafa sent þá til skólans, ásamt skýrslu um sjálfan atburðinn. En hina heilu hluti hef- ur skólinn keypt eða fengið senda að gjöf frá viðkomandi verksmiðj um. Þessi salur, ásamt vélasal og raftækjasal, eru taldir hafa ómetan- legt gildi fyrir kennsluna. I aðalbyggingunni eru einnig stofur fyrir frí- hendisteikningu, bókasafn og lestrasalur, mat- Lestrarsalur. VÍ KIN G U R 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.