Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 3
Jóhamn J. E. Kúld: Crænlandsveiðar og útgerii Islendinga Vi<$tal við Valgarð Þorstein$son, skipstjóra. Ég hef átt langt viðtal við hinn kunna afla- skipstjóra Valgarð Þorkelsson, nýkominn heim af Grænlandsmiðum á vélskipinu Rifsnesi, eft- ir sex vikna útivist. Vélskipið Rifsnes lagði af stað til Grænlands héðan úr Reykjavík að kvöldi 17. maí s.l. og var komið á fiskimið út af Færeyingahöfn að kvöldi 23. maí, eftir sex sólarhringa siglingu. Skipverjar voru sextán að tölu, en einn þeirra veiktist rétt eftir að komið var á miðin og varð að sigla með hann inn til Færeyingahafn- ar. í Færeyingahöfn varð skipið að bíða eftir lækninum í þrjá sólarhringa, og síðan skilja hinn veika mann eftir á sjúkrahúsi í landi. Skipshöfnin var því ekki orðin nema fimmtán menn, þegar haldið var á miðin, og þar af aðeins ellefu menn til vinnu á þilfari. Valgarður segir að frá 27. maí til 4. júní hafi verið aflalítið á miðunum, en þann dag kom sumarfiskigangan á miðum meðfram allri ströndinni þar sem spurðist. Þegar þetta gerð- ist, var Rifsnes statt á Fyllugrunni, sem er út af Færeyingahöfn. Valgarður lagði þarna línu, bæði djúpt og grunnt, og líkaði honum betur fiskurinn í hallanum á vestanverðu grunninu heldur en á hágrunninu. Þarna var dýpi 130— 150 faðmar og reyndist því vertíðarlínan héð- an úr Faxaflóa of veigalítil á svo djúpu vatni. Það var því mikið happ, að í leiðangurinn hafði verið tekin lúðulína, sem skipið átti. Var nú gengið að því að skifta um tauma og öngla á þeirri línu, og síðan hófst veiðin fyrir al- vöru. í tíu og hálfan sólarhring lagði svo Val- garður línuna á sama blettinn, út frá dufli, sem sett var niður. Aflinn var þarna að jafn- aði 160 fiskar á bjóð, eða 25—30 skippund í legu. Vantaði nú ekkert nema fleiri menn, svo að hægt væri að fylla skipið á sem skemmstum tíma, því hér var aflinn einungis bundinn af- kastagetu skipshafnarinnar, við beitingu, línu- drátt og aðgerð. Þrátt fyrir að skipshöfnin á Rifsnesi samanstæði einvörðungu af úrvals- mönnum, þjálfuðum til allra verka, þá vant- aði nú hér fleiri hendur. Eftir tíu og hálfan sólarhring á veiðum þarna, varð svo Rifsnesið að fara til Færeyingahafnar eftir salti og mat. Valgarður segir Færeyingahöfn dásamlega gerða frá náttúrunnar hendi og ágætt þar að liggja. Þarna er danskur sýslumaður og loft- skeytastöð og sjúkrahús rekið af Dönum. Fær- eyingar eiga þarna líka lítið sjómannaheimili, en það var nú ekki í starfrækslu. Annars sagði Valgarður Norðmenn vera þarna með mestar athafnir. Þeir hafa byggt þarna haf- skipabryggju, saltgeymsluhús, verzlunarhús, íveruhús og voru að ljúka smíði á stóru sam- komuhúsi. Hjá þeim störfuðu um &0 menn í landi. Olíuhringarnir eiga þarna og starfrækja stóra olíugeyma. Stórt frystiskip lá þarna með kjöt handa öllum þeim mikla flota, sem nú stundar veiðar þarna á miðunum. Þetta sama skip tekur einnig við lúðunni, sem veiðist, og siglir svo með hana á markað að lokinni ver- tíð. Valgarður sagði enga erfiðleika á því að fá keyptar þarna þær nauðsynjar, sem hann vantaði, sem voru olía, salt og matur. Rifsnesið við Grænland. V I K 1 N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.