Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 7
hameðs sáluga og sökkti sér oft niður í ensku þýðinguna af Kóraninum. Eftir langvarandi heilabrot og mikla út- reikninga, komst Kaspar að þeirri niðurstöðu, að engin lausn væri til á líkingunni, eins og líka vera ber í siðuðu landi með góðum lög- um. Hann varð afar óhamingjusamur og forð- aðist svo lengi að koma nálægt stúlkunum sínum, að þeim skildist, að eitthvað hefði ,,klikkað“. 0g hann var svo staðfastur og heiðarlegur, að hann skrifaði þeim sitt bréfið hvorri og sagði þeim sannleikann. Hann kvaddi vini sína og sagði upp starfinu. Um það leyti, sem stúlk- urnar lásu bréfin og grétu beisklega eða for- mæltu honum, nema hvorttveggja væri, ók Kaspar Ellingson til jámbrautarstöðvarinnar með krókódílaskinnsmöppuna, töskur og góð áform. Þetta skal aldeilis vera í síðasta sinn, sem þú anar út í nokkuð með tvo kvenmenn, Kaspar Ellingson. Hann var alls ekkert gefinn fyrir að ferð- ast og flakka, hann langaði mest til að setj- ast um kyrrt í einhverri borg og vinna á sama staðnum. Sú heitasta ósk, sem hann gat hugsað sér, var um gott, viðfelldið heimili, ásamt að- laðandi stúlku. Hann var ekki einn af þessum með logandi og leitandi hugmyndaflug, síður en svo. En í tíu ár hafði hann samt flakkað frá einni borg til annarrar, frá verksmiðju til verksmiðju. Hann var ekki í vandræðum með að fá vinnu, því að hann kunni sína stærðfræði og teikningu, og hann kom sér alls staðar vel. Hann kom sér fyrir í góðu matsöluhúsi, tók að vinna, lifði í samræmi við sinn góða ásetn- ing, sparaði saman dálítið af peningum og lifði rósömu lífi. Hann hefði getað sparað sam- an allálitlega fúlgu öll þessi ár, en það kost- aði töluvert að eiga tvær unnustur og það kost- aði líka nokkuð að flakka úr einum stað í annan. öðru hvoru lofaði hann sig sælan fyrir að hafa hafnað í stóru landi með mörgum borg- um og mörgum verksmiðjum, sem framleiddu krana og lyftivélar. Og hann velti því stundum fyrir sér, hvernig honum hefði farnazt, hefði hann dvalið í litlu landi. Þegar hann var tekinn vel að festa rætur, eftir sjö, átta mánuði, varð hann auðvitað að tala dálítið við laglega stúlku og eftir tvo mánuði við eina til. Svo sótti allt í sama horfið. Á þennan hátt hafði hann á tíu arum eign- ast tuttugu kærustur, þrátt fyrir, að hann þótt- ist fullviss um, að hann hefði komizt af með tvær. En minna en tvær? Nei, það var ómögu- legt með minna. Örlögin léku sér grimmilega með þennan stillta mann. Og hann formælti örlögunum. Það var eingöngu að þakka hans meðfædda rólyndi, að hann skyldi ekki verða taugaveiklaður. Því það varð hann aldrei, held- ur bara þungt hugsandi, þegar „eitthvað varð að gera“. Og það varð einmitt eitthvað að gera árlega. Þá varð hann að skrifa tveimur stúlkum bréf og flýta sér síðan burt úr borginni. Eftir tíu ár og tuttugu kærustur var hann einn góðan veðurdag vel byrjaður á elleftu umferð. Fuglarnir sungu, þegar hann gekk gegnum lystigarðinn, trén stóðu í blóma og það var sól og vor í lofti. Ungu pörin, sem svifu framhjá, vöktu hjá honum einstæðingskennd. Þegar blíð kvenaugu hvörfluðu til hans, leit hann skelfd- ur upp í trjákrónurnar og þótti sem hann sæi þar glöggt lítinn, pattaralegan náunga með ör og boga, flögrandi grein af grein á hvítum vængjum, beinlínis til að storka honum. Hon- um fannst allt í einu og alveg örugglega, að sér væri veitt eftirför. Til að lægja óróann í sálunni settist hann á bekk og fletti sundur blaðinu sínu. Hann rak augun í dálkinn „Herbergi til leigu“. Hvaða heimspekikerfi, sem við aðhyllumst, hvað sem við álítum um áhrif dulinna afla á okkur synduga, verðum við þó að viðurkenna, að þessi öfl eru oft og einatt furðulega nær- farin um okkar hag. Já, maður gæti freistazt til að halda, að einhvers konar álfur fylgdi manni eftir og léki listir sínar, drægi okkur á hárinu, hrinti okkur út í skurðinn, til þess að geta svo einn góðan veðurdag leitt okkur gætilega inn á kyrrlátan stíg í Paradís, þar sem við eigum að vera. Að minnsta kosti gat Kaspar Ellingson ekki skýrt atburðina á neinn annan hátt, nokkru seinna. En hann var nú raunar enginn afburða hugsuður, enda taldi hann sig það ekki. Hann gat bara ekki með nokkrum lifandi ráðum öðlast nægilegt viljaþrek til að hamla á móti þeirri ógæfusamlegu hneigð að elska tvær kon- ur. Því, eins og hann sagði, þannig er ég nú, það hlýtur að vera mér í blóð borið, ég þarfn- ast þeirra beggja. Það er ekkert að mér að finna. En það hlýtur eitthvað að vera bogið við lögin; þau eiga ekki við alla. Og það gat nú reyndar verið mikið rétt hjá honum. í dálkinum „Herbergi til leigu“ varð honum strax starsýnt á eina smáauglýsingu meðal fimm hundruð annarra. (Nú var álfurinn þeg- ar tekinn að leika listir sínar). „Gott herbergi til leigu í Perlustræti 6“. V í K I N G U R 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.