Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 8
Hann vissi, að Perlustræti var einmitt í leið- inni, þegar hann gekk frá matsöluhúsinu til teiknistofunnar. Annað vissi hann heldur ekki um Perlustræti. Hann lagði blaðið frá sér og gekk rólega gegnum garðinn og eftir tvær mínútur stóð hann úti fyrir Perlustræti 6, litlu, óásjálegu timburhúsi milli tveggja stórhýsa. Þar eð nú var laugardagur og vinnunni lauk klukkan tvö, hafði hann nægan tíma. Hann gekk því fram hjá húsinu og margsinnis fram og aftur um götuna og sá þar ekki annað íbúðarhús en þetta eina litla hús með sólbyrg- inu og vel hirtum grasbala út að götunni. Honum geðjaðist vel að staðnum. Á meðan hann hringdi dyrabjöllunni, skyggndist hann af gömlum vana eftir ruggustólnum í sólbyrg- inu, en sá ekki annað en tvo stóra körfustóla, sinn hvorum megin við dyrnar. „Það var und- arlegt", sagði hann upphátt. Létt fótatak niður stigann innifyrir gaf til kynna, að það væri kvenmaður, sem kom til dyra, sennilega ung stúlka. Mjög ung var hún nú raunar ekki, þegar til kom, svona um það tuttugu og sex, sjö ára. Ljós yfirlitum eins og hann sjálfur, blíð, viðmótsþýð og grönn virti hún hann fyrir sér. Henni leizt vel á hann, geðjaðist ágætlega að þessum traustlega, þreklega manni, sem stóð þarna í snyrtilegum sumarfötum með hattinn í hendinni. „Herbergið er á annarri hæð", sagði hún vingjarnlega. „Gerið svo vel, þér eruð Norð- urlandabúi, er það ekki?" „Jú, reyndar. Ég heiti Kaspar Ellingson. Ég er verkfræðingur og vinn hérna skammt frá. Á hverjum degi á ég leið hér fram hjá um garðinn". „Það er svo yndislegt í garðinum núna", sagði hún. „Ég heiti Ása Nymoen. Ég og vin- kona mín vorum svo léttúðugar að kaupa þetta hús, og við verðum að leigja eitt herbergið. Við verðum nefnilega að láta þrjú hundruð dollara á ári í afborgun og vexti. Við vinnum í litlu veitingahúsi í Enklidgötu. Goodman, heitir það. Þér kannizt ef til vill við það. Vin- stúlka mín er líka norsk, hún heitir Alma Skogen". Honum geðjaðist betur að húsinu, leizt vel á stóra, bjarta herbergið, leizt vel á grönnu, ljós- hærðu stúlkuna. „Hún er sæt", hugsaði hann. Þegar Kaspar Ellingson byrjaði að lítast vel á stúlku, hugsaði hann ætíð: „Hún er sæt". Nánar lýsti hann henni ekki fyrir sjálfum sér. Þegar liðinn var nokkur tími, og honum leizt enn þá betur á hana, hugsaði hann: „Hún er knosandi sæt". Þar eð hugmyndaflug hans var ekki sérstaklega hásiglt, sameinaði hann allar hinar mörgu dyggðir konunnar í þessu eina orði — sæt. „En það verður ef til vill erfitt fyrir yður að hafa mig í föstu fæði?" spurði hann. „Ég kæri mig ekki um matsöluhúsin. Ég er víst það, sem kallað er dálítið latur". Nei, það var ekki erfitt. Hún og vinstúlkan unnu sín á hvorri vakt, fordegis annan daginn, síðdegis hinn daginn. Á sunnudögum var veit- ingahúsið lokað. önnur hvor þeirra var því jafnan heima og matbjó hvort eð var. Hann gæti víst ekki beðið í hálftíma? Vinstúlkan kæmi bráðu'm, því hún átti frí allan daginn, eins og þær fengu einu sinni í mánuði. Gæti hann ekki dokað við, svo þau gætu talað saman? „Ég bíð", sagði hann. Þau sátu sitt í hvorum körfustólnum í sól- byrginu og urðu mestu mátar á hálftíma. „Hún minnir á gáskafullan kálf", hugsaði hann. „Hún er vissulega sæt". En vinstúlka Ásu Nymoen minnti ekkert á gáskafullan kálf. Hún var hæglát, dálítið hold- ug. Hún hefði eins vel getað heitið blátt áfram „kona". Hann furðaði sig á, að hún skyldi ekki vera gift fyrir löngu. Hún rétti honum hlýja, mjúka hönd og brosti blítt, en dálítið angurvært. Henni geðjaðist strax vel að hon- um, eins og vinstúlkunni, og svo mörgum öðrum kvenmönnum. „Hún er svei mér þá sæt", sagði Kaspar Ellingson við sjálfan sig. Þegar hann lagði af stað til að sækja far- angur sinn í matsöluhúsið, reyndi hann að gera sér grein fyrir, að hvorri honum geðjaðist betur. En honum leizt jafnvel á þær báðar. Það hafði aldrei hent hann fyrr, að honum litist jafnvel á tvær svona allt í einu. Það liðu venjulega tveir mánuðir þar til honum tók að lítast jafnvel á aðra sem hina fyrri. En nú vildi það þannig til, að hann kynntist þessum tveim ungu stúlkum samtímis þetta fagra vor. Og þá verður vorið að bera sökina í þetta sinn, og máske það, að hann hitti þær samtímis. . , Kaspar Ellingson hugsaði málið ekki vand- lega, hirti ekki um að gæta sín. Stúlkurnar voru blátt áfram sætar. í marga mánuði hafði hann rækt sinn góða ásetning, frá því honum hafði síðast þótt tvær stúlkur sætar og góðar. Maður gat ekki búizt við, að hann rækti góðan ásetning endalaust. Og vorið. — Með ferða- töskurnar og krókódílaskinnsmöppuna ók hann á fullri ferð frá matsöluhúsinu til Perlustrætis 6, til móts við hamingjuna eða óhamingjuna, eftir því sem á það er litið. 232 VIKlN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.