Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 13
SJÖMANNAKABARETTIIVN 1951 Sjómannadagsráð efnir í haust til kabarettsýninga í Austurbæjarbíó. Verða þær með líku sniði og sjíningar þær, sem ráðið efndi til síðastliðið vor og þóttu takast með ágætum. Þó fullyrða þeir, sem að undirbúningi þessara sýninga hafa unnið, að í þetta sinn hafi tek- izt að semja um komu ennþá snjallari listamanna en hér voru síðast á ferð. Hefur Einar Jónsson, fram- kvæmdastjóri, ráðið hingað 12 erlenda listamenn frá sex löndum, og eru þeir allir taldir mjög snjallir, hver á sínu sviði. Einna frægastur þeirra er sjónhverfinga- maður og hugsanalesari sá, sem. „Truxa" nefnist. Hef- ur hann boðist til þess í auglýsingaskyni, að aka í bíl um bæinn með bundið fyrir bæði augu, án þess að þekkja neitt til umferðar hér, t. d. hvar er einstefnu- akstur. Ennfremur mun hann láta lögregluna hand- járna sig og loka sig síðan inni í fangaklefa, en kveðst Ég er sannfærður um, að þarna er uppgripa- afla að fá. Rifsnesingar fengu fisk á annan- hvern öngul í hallinu vestur af Fyilugrunni. Mér kæmi ekki á óvart, þótt fiskur kæmi á svo til hvern öngul, ef lagt væri í álana, en það verður ekki allt þorskur. Uppi á hryggjunum milli álanna verður þar á móti svo til eingöngu um þorsk að ræða. leysa sig þar sjálfur, hvernig sem um er búið og koma síðan út úr læstum klefanum áður en fimm mínútur eru liðnar. Verður þetta eins konar forleikur að sjálf- um kabarettsýningunum, en töframaður þessi, sem er Svíi, kveðst kunna 276 mismunandi töfrabrögð, og eru mörg þeirra hin furðulegustu. Töframaður þessi hefur verið nefndur „maðurinn með radarinn", því svo virð- ist, sem hann sjái í gegn um holt og hæðir. Þá er og „vasaþjófur" mjög slunginn, sem stelur af mönnum öllu steini léttara, án þess að þeir verði við varir. Eru hér aðeins nefnd tvö atriði af mörgum. Listafólkið kemur hingað í lok september, en sýn- ingar hefjast 1. október. Verða þær tvisvar á dag í hálfan mánuð. Allur ágóði, sem af sýningunum verður, rennur til dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Sjómannadagsráð hefur nú fengið sex hektara lóð undir dvalarheimilið á Laugaási, upp frá Lauganesi, og er í ráði að hefja þar framkvæmdir á næsta vori. Byggingarsjóður heimilisins er nú orðinn rúmlega 2% millj. króna, en að sjálfsögðu vantar enn mikið fé til að standa undir þeim miklu framkvæmdum, sem fyrir- hugaðar eru. Ekki þarf að efa, að kabarett sjómannadagsráðs verð- ur mikið sóttur, bæði vegna þess, hve f jölbreyttur hann er og vel til hans vandað, og jafnframt sakir málefnis- ins, sem styrks nýtur af því fé, er inn kemur. VIKINGUR 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.