Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 19
„Ágætísveður", sagði frú Prince. „Ur — e — úr því að ég var nú á ferð hérna, þá — ,ia — þá datt mér í hug að líta héi’na inn“, sagði Jói og leit á kettina. „Hérna er stóll“, sagði frú Prince um leið og hún gekk inn, tók stól og þurrkaði af honum með svuntunni sinni. Jói settist niður. „Ég •— ég — er í dálitlum vandræðum — frú“, segir hann, „og ég hélt máski — að — að þér gætuð hjálpað mér út úr þeim. Vesalings grísinn minn hefur orðið fyrir göldrum og er dauður". „Orðið fyrir göldrum"! segir frú Prince, sem skildi hvert hann fór. „Kjaftæði — slúður! Talaðu ekki við mig“! „Það — það er ekkert rugl, frú“, segir Jói. „Þrjú af börnunum mínum liggja í mislingum, konan mín e: fótbrotin, móðir hennar liggur nú uppi á okkur, í okkar þröngu íbúð, veik af gulu, og grísinn er dauður". „Hvað! Annar grís í viðbót?" segir frú Prince. „Nei, sá sarni", segir Jói. „Jæja, svo að þú vilt fá mig til þess að hjálpa þér, ha? Viltu að ég komi til að hjúkra þeim?“ „Nei — nei — nei“, segir Jói og honum bfá nú og hann fölnaði. „Nema — nema þú viljir koma til að stunda hana móður konunnar rninnar, og“, segir hann eftir nokkra umhugsun. „Ég var að vona að — að þér gætuð — gætuð séð hver það er, sem hefur haft mér svona horn í síðu — eða gert mér þessar grillur — galdrað mig, og að þér gætuð máski létt göldrunum aí, leyst mig úr þeim“. Nú stóð frú Prince upp af stólnum og svipaðist um eftir sópnum, sem hún hafði verið að .enda við að sópa með. En bún fann hann ekki og settist því aftur og starði ærið einkennilega á Jóa. „0 hó, ég skil“, segir hún svo. „Ég býst við, að þú álítir að ég sé galdra- norn". „Þér getið ekki villt mér sýn“, segir Jói þá. „Ég er búinn að fá of mikla reynslu til þess. Ég vissi það strax og ég sá þig í fyrsta sinn. Ég sá það á fæðingar- bk'ttinum á nefinu á þér“. En nú stóð frú Prince upp aftur og fór inn í bakher- bergið. Og aftur fór hún að leita að sópnum. En hún gat ekki munað hvar hún hafði látið hann. Hún fann hann alls ekki. „Ekki nema það þó, fíflið að tarna, að halda að ég sé galdranorn", tautaði hún. Og þegar hún fann ekki sópinn, gekk hún til Jóa, settist enn á stól- inn fyrir framan hann og starði á hann, svo lengi, að Jóa varð ekki uni sel. Hann varð dauðhræddur. En svo fór hún að brosa, þessu voðalega brosi og sat þarna og neri sér annars vegar um nefið, þeim megin, sem fæðingarbletturinn var. „Ef ég hjálpa þér“, segir hún loks, „viltu þá lofa því að halda því gersamlega leyndu og gera nákvæm- lcga það, sem ég segi þér. Ef þú gerir það ekki, þá — þa verða dauðir grísir ekkert í samanburði við það, ið þá óhamingju, sem yfir þig kemur“. „Því lofa ég“, segir Jói og var nú orðinn náfölur. „Sá, sem lagði á þig“, segir frú Prince, fórnaði hönd- um og lokaði augunum, „var karlmaður. Hann er einn 'áf þeim sex mönnum, sem eru öfundsjúkir yfir þér, af því að þú ei-t svo gáfaður. En hver af þessum sex það er, get ég ekki sagt án þinnar hjálpar. Áttu nokkra peninga?" „Dálítið", segir Jói, „mjög lítið af peningum", og varð dálítið ákafur. „Það er nú gulan núna og fleira og fleira". „Það fyrsta, sem þú verður að gera“, segir frú Prince, og enn með augun aftuf, „er að þú ferð í „Rlómkálið" í kvöld. Mennirnir sex munu verða þar allir og þú verður að kaupa sex hálfpenní, eitt hálf- penní af hverjum". „Kaupa sex hálfpenní", segir Jói, og horfði á frú Prince. „Ekki að endurtaka það sem ég segi, því fylgir ógæfa! Þú kaupir sex hálfpenní fyrir einn shilling hvert, án þess að segja til livers þú gerir það. Þér vcrður létt um að fá þau keypt, ef þú verður kurteis". „0, mér, mér sýnist nú ekki að það þurfi mikla kurteisi til þess“, segir Jói, og það varð ósköp langt á honum andlitið. „Þegar þú ert búinn að fá sex penníin", segir frú Prince, „þá skaltu koma með þau til min, og ég skal þá segja þér hvað þú átt að gera við þau. Eyddu engum tíma að óþörfu, af því að ég get séð það, að eitthvað mun koma fyrir, ef því er ekki afstýrt". — „Er það nokkuð viðkomandi því, að móður konunnar minnar muni versna?" spurði Jói, sem var sparsamur og gætinn maður og kærði sig ekkert um að eyða sex shillingum út í bláinn. „Nei“, sagði frú Prince. „Það er viðkomandi þér, þér sálfum". Nú varð Jóa svo kalt, að hann hélt sig ætia að frjósa þarna i hel. Hann lagði af sér nokkur egg, sem hann færði frú Prince, og fór svo heim til sín. En frú Prince stóð í dyrunum með sinn köttinn á hvorri öxl sér og horfði á eftir honum, þangað til hann var kominn úr augsýn. Sama kvöldið kom Jói i „Blómkálið", knæpuna hérna, eins og honum hafði verið sagt að gera. Og þegar hann var búinn að fá sér hressingu, gáði hann kringum sig, tók shilling upp úr vasa sínum, lét hann á borðið og segir: „Hver vill láta mig fá hálf-penní fyrir hann?“ En engum virtist ligg.ia neitt á. Bill Jones tók þó shillinginn upp og beit í hann, kastaði honum niður á borðið og gaut hornauga til hans, svo beit hann í hann aftur, sneri sér að Jóa og spurði hann, hvað væri að honum. „Að honum", segir Jói, „ekkert". Bill Jones kastaði shillingnum enn á borðið og sagði: „Þú ert glaðvakandi, Jói, og það er ég líka“. „Vill enginn láta mig fá hálf-penní fyrir hann?“ spyr Jói, og lítur enn kringum sig. Þá kom Peter Lamb, og hann leit á shillinginn, kastaði honum á borðið, til þess að heyra hljóminn í honum, og loks fékk hann Jóa hálf-penní fyrir hann og fór með hann til allra hinna, til þess að þeir gætu skoðað hann. „Það segir sig sjálft, að hann er svikinn. En hann er svo vel gerður, að ég vildi að ég hefði keypt hann“. „Uss-uss, liafðu ekki svona hátt. Láttu ekki veitinga- manninn heyra til þín“, sagði Peter Lamb. Rétt í þessu kom veitingamaðurinn inn og Peter fór til hans og pantaði einn bjór og fékk sín tíu penní til baka, eins og ekkert hefði í skorizt. Að þessu loknu seldi Jói fimm 243 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.