Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 4
Skipshöfnin á Rifsnesi í Grænlandsleiðangrinum. Olíuverð sagði Valgarður svipað og hér heima, en matinn mun ódýrari og þá sérstak- lega kjöt. Verð á salti var kr. 180,00 fyrir tonnið, en frosin síld á kr. 1,00 kg. Hér er miðað við norskar, færeyskar eða danskar krónur, sem allar voru þarna í sama verðgildi. Sterlingspundið var þarna reiknað á kr. 20,00. Norðmenn fengu í Færeyingahöfn kr. 1,00 norska fyrir kílóið af saltfiski upp úr skipi. Flutningaskip liggja þarna og lesta fisk og fá fiskiskipin afgreiðslu eftir röð. Svo mikið barst þarna að af fiski, að þrátt fyrir fjögur fisk- tökuskip, sem þarna voru að ferma fisk, þá urðu veiðiskip að bíða þarna eftir losun. Hægt er að selja þarna fisk, en hins vegar ganga samningsbundin skip fyrir losuninni, sem vonlegt er. Fiskikaupin og verzlunin með nauð- synjar er óháð fiskiflotanum, en rekin af norsk-dönsku hlutafélagi, og stjórna mest Norð- menn framkvæmdum. í ferðinni lagði Rifsnesið línu í sjó í fimmtán daga, en þeim mun styttri línu heldur en skip- ið hefur lagt hér í útilegu við Faxaflóa, að línunotkunin svaraði til tólf daga veiðitíma hér heima. Síðast lagði Rifsnesið línu á Danagrunni, sem er sunnar en Fyllugrunn, og fékk þar geysilega vænan fisk, svo vænan, að menn hbfðu ekki séð svo stóran þorsk hér á vetrar- vertíð. Síðustu dagana, sem Rifsnes var við Grænland á suðurleið, var fiskur orðinn heldur tregari. En þá sótti færeyiski og norskf fiski- flotinn lengra norður með landi, þar sem sagður var áframhaldandi góður afli. — Að morgni hins 3. júlí skreið svo Rifsnes inn á Reykjavíkurhöfn og hafði þá verið' sex og hálfan sólarhring á leiðinni frá Vestur-Græn- landi. Skipið hafði um áttatíu smálestir af fullstöðnum fiski og 6 föt lifrar, en það var aðeins hluti af því lifrarmagni, sem úr fisk- inum kom. Meira gátu þeir ekki hirt. Við rannsókn á lifrinni sannaðist, að hér var um að ræða sérstaklega verðmæta lifur, sökum þess, hve hún var auðug af bætiefnum. Val- garður skipstjóri á Rifsnesi sagði mér, að lifrarmagnið úr fiskinum hefði verið ca. 20— 22B VIKlN G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.