Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 5
25 lítrar úr hverju skippundi, og mundi lifrin ein hafa borgað alla olíueyðslu í ferðinni, ef þeir hefðu getað hirt hana. (Þess skal getið til samanburðar, að lifrarmagn úr fiski hér við Faxaflóa á vetrarvertíð þykir gott, ef það nær 35 lítrum úr hverju skippundi fiskjar. En sú lifur er bara langtum verðminni). Sjö daga storm, þegar ekki var veiðiveður, fékk Eifsnes við Grænland, annars logn og stilltan sjó á tthðunum. Þegar ég að síðustu spurði Valgarð um álit hans á skilyrðum fyrir íslenzkri útgerð við Vestur-Grænland, þá svaraði hann mér þannig: „Ég álít, að með þessari ferð okkar vestur hefi fengizt dýrmæt reynsla, sem hægt sé að 'sera af. Ég mundi t. d. ekki láta mér detta í hug að fara aftur á Grænlandsmið með minna en nítján manna skipshöfn. Ég mundi gera ráðstafanir til þess að hægt væri að hirða alla þá dýrmætu lifur, sem úr aflanum kæmi, og ég mundi vera vel útbúinn 'af traustri og góðri línu, sem hægt væri að draga á djúpu vatni. Eg legg á það mikla áherzlu, að hægt sé að hefja veiðarnar á djúpinu úti í grunn-hallanum strax í byrjun fiskigöngunnar. Færeyingar, sem þarna voru kunnugir, sögðu mér, að sum- arfiskigangan kæmi alltaf upp að ströndinni Valgarður Þorkelsson, skipstjóri á skipi sínu. Flatningsmenn að starfi. reglulega á svipuðum tíma, frá mánaðamótum maí—júní til 7. júní. Aðeins eitt sumar er vitað um, að fiskigangan kæmi ekki fyrr en 9. júní. En í aprílmánuði kemur vorgangan upp að landinu. Færeysk skip, sem komin voru vestur síðari hluta apríl í vor, fengu þá mik- inn afla. Ég álít, að Færeyingahöfn liggi vel við fiskimiðunum, sérstaklega á Fyllugrunni og Danagrunni, og eins og ég sagði fyrr, þá er þessi höfn listasmíði frá hendi náttúrunnar. Um aflaskilyrði vil ég segja þetta: Þótt maður hafi oft fengið sæmilega veiði á línu hér í Faxaflóa á vetrarvertíð, þá er það ekki sam- bærilegt við það mikla aflamagn, sem þarna virðist vera fyrir hendi. Ég hafði ekki látið mig dreyma um annað eins fiskimagn. Að lokum vil ég segja þetta: Við þurfum og verð- um að skapa okkur góða aðstöðu til útgerðar við Grænland, ef við eigum ekki að verða und- ir í samkeppninni við aðrar fiskveiðaþjóðir. Ég álít, að oft hafi verið lagt fé í lélegra fyrir- tæki heldur en það að skapa íslenzkri útgerð góð skilyrði í landi á Vestur-Grænlandi. Það er ekkert álitamál, að slíkt fé mundi skila góðum vöxtum og vaxtavöxtum". Þetta er álit hins kunna aflaskipstjóra, Val- garðs Þorkelssonar, eftir þá reynslu, sem hann fékk í Grænlandsferðinni. Hér talar maður, sem hefur fullkomið vit á þessum hlutum, einn af allra reyndustu og aflasælustu línu- bátaskipstjórum hér við Faxaflóa. Væri nú ekki réttmætt, að ríkisvaldið og bankarnir færu í sameiningu að athuga þessi mál betur en hingað til, þegar það er vitað, að Grænlandsútgerð Norðmanna hefur gengið það vel á undanförnum árum, að ný og glæsi- leg skip, sem hófu þar veiðar sumarið 1946 og hafa eingöngu stundað þá veiði yfir sum- arið, munu nú mörg hafa borgað sig að fullu? v í K I N G U R 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.