Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1951, Blaðsíða 10
landi, og kvinnurnar grétu, og Kaspar Elling- son vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Stúlkurnar hafði ef til vill grunaS, að Kasp- ar Ellingson gæfi vinstúlkunni einn koss eða tvo. En eins og hann voru þær orðnar þreyttar á stormum lífsins. Þær voru svo hjartans góð- ar vinstúlkur, og þeim leið svo vel þarna. Þær þögðu. En barn er ekki hægt að láta sér sjást yfir. Þær voru komnar langt á leið. Og eins og sannar konur dreymdi þær auðvitáð um að eignast barn. Kaspar Ellingson var einmitt maður eftir þeirra höfði, rólegur, öruggur og ásjálegur maður. Ef til vill, ef til vill hafa þær leynt þessu með barnið dálítið lengur en þær mundu hafa gert, ef öðruvísi hefði staðið á, til þess að koma honum örugglega inn í höfnina og fá honum lagt við landfestar, enda þótt minna yrði úr brúðarkjól og brúðkaupsferð. Þær áttu þó altént þetta litla hús. Drungalegan, grámyglulegan sunnudag einn seint um haustið trúðu kvinnurnar hvor ann- arri fyrir ástandi sínu, og sama síðdag sat Kaspar Ellingson fölur og fár yfir kaffinu sínu í setustofunni, þögull og ráðþrota frammi fyrir sínum tveim mildu dómurum. í þetta sinn hafði honum ekki tekizt að hverfa burt úr borginni frá tveim konum, og það hefur sennilega stafað af því, að hann hafði flúið svo oft áður, að hann hafði fest þarna óvenjugóðar rætur, og að þær voru „sætari" en nokkrar aðrar. Og þetta með börnin gat hann heldur ekki svo greiðlega hummað fram af sér. Þessu varð að ráða fram úr á einhvern hátt, og hér sat hann nú eins og hver annar ólánssamur drengstauli til að taka afleiðingum gerða sinna. „Þú sagðir, að þér þætti vænt um mig", sagði Ása Nymoen. Hún grét ekki og ásak- aði hann ekki. „Sama sagðir þú við mig", sagði Alma Skogen. Hún brosti angurvært og ásakaði hann ekki. Kaspar Ellingson stundi þungan og játaði. „Trúið mér, ef þið viljið. Mér þykir vænt um ykkur báðar. Ég lýg ekki. Mér þykir jafnvænt um ykkur báðar". Konurnar litu hvor á aðra, en hlógu ekki. Þær kinkuðu kolli, og hann sá, að þær skildu hann. „Við skiljum það", sagði Alma Skogen, og Ása Nymoen kinkaði kolli. Honum varð ljóst, að kvenfólk skilur svona lagað miklu betur en karlmenn. „En hvað eigum við að gera?" sagði Kaspar Ellingson. í svona vandamáli treysti hann hag- sýni kvennanna betur en sinni eigin. Hann stundi aftur þungt og hélt áfram. „Mér þykir þetta afar leitt, en mér þykir sannalega vænt um ykkur báðar. Það er ekkert fleipur. Og okkur líður svo ágætlega saman, okkur þrem- ur". Konurnar kinkuðu kolli alvarlega. „Það væri hryggilegt, ef við þyrftum að skilja", sagði Kaspar Ellingson, og hann and- varpaði þungan og sáran. Og konurnar kink- uðu aftur kolli. „Við verðum að hugsa um þetta og tala saman, Ása og ég", sagði Alma Skogen. „Við skulum fyrir alla muni ekki láta þetta valda sundurþykkju. Ég hef reynt svo mikið mót- læti áður fyrr, og það hefur Ása líka. Hér höfum við eígnast öruggan og kyrrlátan sama- stað, og við erum svo góðar vinstúlkur, og við skulum nú ekki láta þetta. spilla samkomulag- inu, Kaspar". „Nei, það gerum við ekki", svaraði Kaspar Ellingson. „Ég hef líka reynt sitt af hverju. Og ég skal ganga að hverju sem er. Ég á líka nokkur þúsund dollara". „Ef við bara gætum haldið áfram að búa í þessu góða húsi og látið fara vel um okkur, þrátt fyrir allt", sagði hann gætilega og and- varpaði. „Já, hugsa sér, ef við gætum það", sagði Ása Nymoen glaðlega. „Já, hugsa sér, ef við gætum það", sagði Alma Skogen og brosti angurvært. Næstu dagana hugsuðu þau öll mikið. Alma og Ása ræddust við, og þær ræddu við Kaspar Ellingson. „Já", hrópaði hann ánægður. „Það er það eina, sem hægt er að gera, ef við eig- um að halda saman, og það verðum við að gera". Þegar leið á veturinn skrifuðu konurnar nokkur bréf, og svo tóku þær sér ferð á hend- ur norður í land. Kaspar Ellingson borðaði í matsöluhúsinu og var einmana. Á kvöldin skrifaði hann bréf, annað kvöldið til ölmu Skogen, hitt kvöldið til Ásu Nymoen. Og hann fékk bréf frá þeim báðum. Þeim leið vel á sveitabæ hjá ljósmóður. I maí, þegar vorsólin skein aftur á laufguð trén og grænt grasið, ók Kaspar Ellingson niður að höfninni og sótti sínar tvær konur og tvö lítil börn, dreng og stúlku. Þau líktust honum og voru lagleg og sælleg. Goodman saknaði sinna duglegu kvenna. Þær byrjuðu aftur á vinnu sinni. Þar eð þær unnu sín á hvorri vakt, fordegis og síðdegis, urðu engin vandræði með að gæta barnanna og Kaspars Ellingsonar. Annan daginn borðaði hann morgunverð með 234 VIKlN B U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.