Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 3
Minningarorð um þá, er fórusft xneð mb. Val frá Akranesi 5. janúar 1952 mun verða minnisstæður flest- um núlifandi mönnum, ekki sízt Akurnesing- um, vegna þeirra sorgaratburða, er þá gerðust þar. Að kvöldi 4. janúar var veður ískyggilegt til sjóferða, veðurspá óhagstæð fram eftir degi, en sem kunnugt er sækja sjómenn okkar fast til fanga. Að sjálfsögðu má lengi deila um hvað sé með- alhóf í því, sem öðru, en við eigum ekki að dæma, svo við verðum ekki dæmdir. Lífið og mennirnir eru nú einu sinni svo, að þegar öll áform takast, þá eru þau lofuð (þó ekki ætíð eins og vert er), en ef illa fer, þá stendur ekki á dómunum. Þetta er mannlegur breyskleiki, sem ætti þó sem mest að upprætast hjá siðmenntaðri menningarþjóð. Sjómenn okkar þekkja og skilja bezt allra stétta, hversu lífsafkoma þjóðar vorrar er und- ir því komin, að árangur verði af starfi þeirra. Fjórir bátar voru á sjó þennan dag frá Akra- nesi, tveir þeirra náðu landi á eðlilegum tíma, en frá tveimur heyrðist ekkert eftir kl. 12,80 þennan dag. Það voru mb. Sigrún og mb. Valur. Sigrún náði þó landi síðar, eftir mikla hrakn- inga, en Valur kom ekki að landi. Nú fór í hönd ein af þessum ömurlegu ís- lenzku skammdegisnóttum. Vestnorðvestan veð- urofsi með stórbrimi og sortabyl. Óhætt er að fullyrða það, að fáir fullvaxnir menn sofnuðu dúr hér á Akranesi þessa nótt. Tveir bátar voru ókomnir að landi, vonin var veik, en menn töldu kjark hver í annan, fær- leiki, kjarkur og dugnaður áhafna þessara skipa var öllum kunnur, skipin traust og vel útbúin að öllu leyti, því þá ekki að vona það bezta? Daginn eftir hélzt sami veðurofsinn með stór- brimi. Kl. 5 e. h. kom Sigrún að landi. Það gekk kraftaverki næst, en ekkert fréttist af Val. Fyrir öllum, sem til þekktu, var öll von slokknuð. Strengurinn brostinn. Skarðið höggv- ið. Slysið skeð. Þetta var alltof mikið. Það er of mikið fyrir smáþorp, að missa sex dugnaðar- menn í sjóinn á unga aldri, sá elzti 32 ára, yngsti 18 ára. Allt voru þetta sérstakir efnis- og dugnaðai-menn, ungir eiginmenn, glæsilegir synir og góðir bræður, allt menn, sem stórar vonir voru við bundnar. Ijóst, «ð hér er sjálft fjöregg þjó'Sarinnar í tafli. í þeirri skák má því ekki tefla einn einasta hœpinn né undanlátssaman leik. Ríkisstjómin íslenzka mun nú fyrir nokkru hafa fengið í hendur forsendur dómsins í Haag og málsskjöl öll. AS sjálfsögSu tekur þaS nokkurn tíma aS athuga, hvaS af þeitn má lœra um rétt íslands og sigurvœnlegar aSgerSir í landhelgismálinu. En hitt verSur ríkisstjórnin aS gera sér Ijóst, aS íslenzkir fiskimenn og raunar landsmenn flestir vœnta þess, aS aSgerSir í þessu máli verSi ekki látnar dragast stundu lengur en nauSsyn her til. Allir viSurkenna, aS ástand þaS, sem nú hefur ríkt um sinn í landhelgismálum fyrir NorSurlandi, er meS öllu óviSunandi. Þar gildir 4 mílna landhelgi fyrir öll íslenzk skip, svo og útlend skip, önnur en hrezk. Gagnvart Bretum er landhelgin hins vegar aSeins 3 mílur. Þá verSur þaS ekki of oft endurtekiS, aS í fjölmörgum verstöSvum víSs vegar um land heldur viS landauSn vegna fiskileysis á grunti- miSum. Er ránveiSi togara, ekki sízt hrezka togarastóSsins, vafalaust ein meginorsökin. íslenzka þjóSin bíSur nú eftir því, aS ríkisstjórnin hefjist handa um stœkkun londhelginnar, eins og alþjóSaréttur framast leyfir. f ð'\ ; ‘ , G. G. V I K I N D U R 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.