Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 7
Júlíus Havsteen, sýslumaður:
SAMNINGURINN
24. júní 1901
(Grein þessi er í aðalatriðum samdráttur úr
framsöguræðu höfundar í landhelgismálunum á
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 4. nóvember s.l.
og útvarpserindi hans um sama efni 11. nóv.).
*
I þessu erindi er tekinn til athugunar samn-
ingurinn milli Danmerkur og Bretlands frá 24.
júní 1901, um tilhögun á fiskiveiðum þegna
hvors þeirra fyrir utan landhelgi á hafinu um-
hverfis Færeyjar og Island, og leitast við að
skýra í stórum dráttum tildrög hans, afleiðing-
ar og uppsögn.
Tildrögin.
Konungsúrskurðurinn 22. febrúar 1812.
Með konungsúrskurði 22. febrúar 1812 eru
sett fyrirmæli um það í Danmörku og Noregi,
aö landhelgi þessara landa skuli talin ein dönsk
míla e'ða U sjómílur frá yztu eyjum eöa hólmum
viö landiö.
í bréfi rentukammersins 19. marz 1836, seg-
ir, að „innan einnar danskrar mílu frá strönd-
um landsins sé útlendum skipum bannað að
stunda veiðar“, og sams konar fyrirmæli gefur
flotamálaráðuneytið varðskipsforingjum sínum
bæði 1850 og 1859.
Hvernig fyrirmæli þessi beri að skilja og
yfirleitt konungsúrskurðinn 22. febrúar 1812,
kemur svo glöggt og ótvírætt fram í hinu merka
bréfi dómsmálastjórnarinnar til utanríki&stjórn-
arinnar um fiskveiðar útlendra manna við ís-
land, dags. 18. apríl 1859, að ekki verður um
deilt, en þar segir í niðurlagi bréfsins svo: „Á
hinn bóginn virðist það vera ákjósanlegt, að
fengist geti stööug og óraskanleg regla, er farið
væri eftir í þessu efni (þ. e. um stærð landhelg-
innar). Eftir bréfum þeim, er fyrrum fóru milli
rentukammersins og stjórnardeildar hinna út-
lendu mála um þetta (sbr. bréf stjórnardeild-
arinnar 11. desember 1833), virðist sem það
muni vera samkvæmt almennri skoöun um yfir-
ráö yfir sjónum, að takmörkin séu ákveðin á
þann hátt, sem um er rætt í konungsúrskuröi
22. febrúar 1812, en þar er til tekin einnar
VÍKINGUR
mílu fjarlægö frá yztu ey eöa hólma viö landiö,
sem stendur upp úr sjó. Þess vegna mælist
dómsmálastjórnin til þess, að utanríkisstjórnin
hlutist til um það við stjórnir hinna útlendu
ríkja, þær er hlut eiga að máli, aö útlendum
fiskimönnum veröi boöiö að halda sig fyrir utan
þetta sviö, og er þaö sjálfsagt, aö þeim ekki
heldur er heimilt aö fara til fiskiveiöa inn í
firöi og flóa viö landiö. Bæri þá um leið að
gefa þeim til vitundar, að ef þeir fara inn á
þetta svið, megi þeir búast við því, að farið
verði með þá samkv. hinum konunglegu tilskip-
unum, einkum tilsk. 13. júní 1787“.
I þessari síðast nefndu tilskipun var lagt fullt
bann við, að skip útlendra þjóða kæmu inn í
firði, flóa og hafnir landsins, nema þau væru
nauðstödd; skyldu skipin vera upptæk, ef á
móti væri brotið.
Þetta merka bréf dómsmálastjórnarinnar frá
18. apríl 1859, sýnir okkur og sannar:
]. Að með konungsúrskurðinum 22. febrúar
1812 er „sett stööug og óraskanleg regla“,
er farið verði eftir“, um stærð hinnar
dönsku, íslenzku og norsku landhelgi.
2. Að landhelgin er tiltekin einnar mílu fjar-
lægð frá yztu ey eður hólma við landið,
sem stendur upp úr sjó, þ. e. bein lína,
sem er 4 mílufjórðungar í haf út, reilmuð
frá línu landsodda eða yztu skerja í milli.
3. Að allir firðir og flóar eru innan land-
helgi og lokaðir útlendingum til fiskiveiða.
Nú skyldi maður halda, að þessi fyrirmæli,
um stærð hinnar íslenzku landhelgi, hefðu feng-
ið að vera óáreitt af útlendum þjóðum, ekki víð-
tækari en þau eru, en það er öðru nær en að
svo hafi verið.
Andstaða Breta.
Eins og Bretar voru fyrstir allra útlendra
þjóða til þess að senda duggur sínar til fisk-
veiða á hin íslenzku mið, í byrjun 15. aldar,
eins voru þeir fyrstir allra til þess að mót-
mæla og hafa að engu fyrirmælin um stærð
hinnar íslenzku landhelgi samkvæmt konungs-
7