Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 12
stoðar bjorgunarskipsins; svo var þá dimmt af
roki og byl, og foráttubrim.
Enginn veit, nema sá er reynir, hversu marg-
háttaður styrkur mönnum er að því undir slík-
Guðmundur Jónsson,
skipstjóri á „Sigrúnu".
um kringumstæðum og hér voru, að hitta fyrir
skip með öruggum, útréttum höndum til hjálp-
ar, ef með þarf. Er vonandi, að íslenzka þjóð-
in beri gæfu til að eignast fleiri skip sem „Þór“
og fleiri álíka skipshafnir.
Hér lýkur frásögn skipstjóra.
*
Þessi frásögn þarf ekki skýringar við. Allir þeir, er
hér voru að verki, hafa sýnt afburða þrek og dugnað,
og þá sérstaklega skipstjórinn, sem ekki vék úr stýris-
húsi í 22 klst., en um nóttina hvíldi stýrimaður hann
við stýrið við og við. Munu hendur hans þá hafa verið
farnar að stirðna af kulda, enda ekki að furða, þar
sem hann var rennvotur frá hvirfli til ilja. Enginn sá
skipstjóra brugðið, er að landi kom. Sama festan, hægð-
in og rólegheitin, sem einkenna öll mikilmenni — þegar
á þau reynir.
Hallfreður Guðmundsson.
*
Mb. Sigrún, A K 71, er byggð í Strandby í Dan-
mörku árið 1946, 65 tonn að stærð. Eigandi: Sigurður
Hallbjarnarson h.f., Akranesi.
Áhöfn í þessum róðri voru þessir menn:
Guðmundur Jónsson, skipstjóri, Akranesi.
Þórður Sigurðsson, stýrimaður, Akranesi.
Gunnar Jörundsson, 1. vélstjóri. Akranesi.
Kristján Fredrekssen, 2. vélstjóri, Akranesi.
Ásgeir Ásgeirsson, matsveinn, Akranesi.
Trausti Jónsson, háseti, Akranesi.
M.S. REYKJAFOSS
Hér fer á eftir stutt lýsing á hinu nýkeypta
og myndarlega flutningaskipi Eimskipafélags
íslands, er hlotið hefur nafnið „Reykjafoss“.
Skipið er smíðað í Toranto á Ítalíu 1947, eftir
hæstu kröfum Registro Italiana flokkunarfé-
lagsins, og hét „Gemito“ áður en það kom í eigu
H.f. Eimskipafélags Islands 13. september 1951.
Skipið er byggt sem opið „shelterdekk“ skip, en
hefur þó nægan styrkleika til þessað sigla sem
lokað „shelterdekk“. Til samanburðar má geta
þess, að skipið er 2.500 D. W. tonn sem opið,
og 3.000 D. W. tonn sem lokað „shelterdekk"
skip. Annars eru stærðir skipsins sem hér segir:
Mesta lengd ... 297'11" eða 90,80 m.
Lengd á milli lóðlína ... ... 270' 4" eða 82,40 —
Breidd eða 12,62 —
Djúprista sem opið . .. . .. . 17' 5" eða 5,31 —
Brúttó tonn um .. . 1600
Nettó tonn um ... 795
Deadweight tonn ... 2500
Aðalvél skipsins er dieselvél frá Franco Tosi
í Legnano á Ítalíu. Vélin er 6 strokka einvirk,
tvígengis, þverhaus-vél, sem „indicerar" 1790
hestöfl á 125 snún./mín. Skipið hefur 4 stórar
lúgur, 10 bómur og 10 gufudrifin spil.
Skipið fór til flokkunarviðgerðar í Hamborg
í október 1951, þar sem margs konar breyting-
ar voru gerðar. Tvær MAN-dieselvélar með
rafölum voru settar niður í skipið. Allar dælur
voru endurnýjaðar og eru nú rafdrifnar, en voru
áður gufudrifnar. Áður voru 3 fjögra manna
herbergi, 3 tveggja manna og 8 eins manns her-
bergi í skipinu, en nú eru allt eins og tveggja
manna herbergi. Farþegaherbergi eru engin.
Skipið er útbúið öllum nýjustu tækjum, svo
sem: radar, gyrokompás, sjálfstýringu, miðun-
arstöð og bergmálsdýptarmæli.
Skipstjóri er Sigmundur Sigmundsson.
£tnœiki
Barnfóstran; kemur inn með írafári: — Drottinn
minn, barnið er horfið.
Móðirin: — Hvað er að heyra þetta!
Bamfóstran: — Ég stóð svolitla stund héma niðri
á horninu, og allt í einu var bamið horfið.
Móðirin: — Því í ósköpunum leitaðir þú ekki til lög-
regluþjóns?
Barnfóstran: — Nú, ég var hjá einum allan tímann.
J
12
VIKINGUR