Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 15
embættismanna og alls konar opinberra starfsmanna,
rithöfunda, blaðamanna, listamanna og yfirleitt alls
konar andans manna. Það er óbætanlegt tjón, ef miklir
andans menn fá ekki notið sín, eða menn með merki-
legar sérgáfur. En nú villast inn á þessar brautir fleiri
en þar eiga nokkurt erindi eða nokkra köllun. Það er
líka óbætanlegt tjón.
Aðrir flokkar hins útskrifaða skólafólks leggja fyrir
sig alls konar iðndútl og prang. Störf, sem lítið eiga
skylt við heilbrigðan iðnað eða heilbrigða verzlun.
Allar þessar stéttir þurfa síðan sína aðstoðarmenn:
skrifara, prentara, sölumenn, ráðunauta, lögmenn o. s.
frv., póst- og símamenn. 0g hið mikla kerfi opinberra
starfsmanna er að miklu leyti hlaðið upp þeirra vegna.
Hér er líkt farið og um hringinn Draupni. Hver þess-
ara atvinnuhringa gefur af sér tíu aðra hringa jafn
höfga.
6.
Iðnfræðslan er sérstætt fyrirbæri innan fræðslukerf-
isins. í framkvæmd ríkir þar ekki frjáls aðgangur að
námi.
I framkvæmd eru iðnlögin víðtækt kerfi til skerðing-
ar heilbrigðu athafnafrelsi. í þeim er engin trygging
fyrir því, að fólk geti gert hugðarefni sín að lífsat-
vinnu. Þvert á móti hið gagnstæða. Hinar geysimiklu,
og í mörgum tilfellum þýðingarlausu, kröfur, sem sam-
kvæmt iðnlögunum eru skilyrði þess, að menn megi
stunda iðn, er fullkomin skerðing atvinnufrelsis.
Iðnlögin eru að vissu leyti undirrót atvinnuleysis,
minnkandi afkasta við vinnu og atvinnuleiði. Takmark-
anir að iðnunum leiða til atvinnuleysis. Iðnirnar eru
frumskilyrði allrar atvinnu. Og strangt framtekið eru
öll störf iðn. Hin skarpa aðgreining iðnanna, iðnlærðra
manna og óiðnlæðra, rýrir afköst og skapar vinnuleiði,
óánægju.
Mér er ljóst, að aukning útvegsins og skipulagning
atvinnuveganna yfirleitt getur líka leitt til þess, að
menn fái ekki stundað hugðarefni sín nema sem frí-
stundavinnu. Það er illt. En málið horfir öðruvísi við,
þegar um ítrustu þjóðarnauðsyn er að ræða.
7.
Ýmsir þjóðarhættir nú valda dýrtíð, sem er til niður-
dreps heilbrigðu atvinnulífi. Mér er starsýnast á trygg-
ingarnar.
Háar tryggingar eru í tízku og sjálfsagt óvinsælt að
deila á þær. En félagslega séð álít ég að þær séu yfir-
drifnar. Af mannúðarástæðum er ónauðsynlegt að
tryg'g'ja eignamissi. Eignalausir menn, bara ef þeir
hafa trygga lífsafkomu, geta lifað vel og gera það.
Frá þeim sjónarhól ætti mönnum að vera dálítið í sjálfs-
vald sett, hvort þeir vilja tryggja eða ekki.
Að því marki, að eignatjón hafi truflandi áhrif á
þjóðarhagi, skipta eignatryggingar heldur ekki miklu
máli almennt skoðað. Þjóðhagslega er skaðinn hinn sami,
hvort töpuð eign er tryggð eða ekki.
Þessi orð má ekki skilja svo, að ég sé gegn trygg-
ingum. En iðgjöld alls konar trygginga eru orðin mjög
þungur gjaldaliður og dýrtíðar. Ég er alveg viss um,
að það að tryggja aldrei alveg fullar bætur, mundi leiða
til þess, að betur væri forðast tjón á eignum. Og það
að menn jafnvel geti hagnast á því að eign eyðileggist,
á ekki að eiga sér stað.
8.
Til þess er félagslöggjöf að tryggja öryggi og lífs-
hamingju manna. En því miður vill stundum fara svo,
að nauðsyn þeirra, sem höllustum fæti standa, gleymist.
Lýðtryggingarnar munu vera settar að erlendri fyrir-
mynd og í góðri meiningu. En þær missa marks vegna
þess, að undirstöðurnar, efnahagslegt öryggi alþjóðar,
vantar. í framkvæmd eru lýðtryggingar okkur lítið
annað en að létta framfærsluskyldu af breiðustu bök-
unum. Nefskattar eru til bölvunar og niðurdreps fátæku
fólki, nema jafnframt að tryggja því tekjur. En eins
og atvinnuháttum er nú farið, er alveg útilokað að það
sé hægt. Hvað lítið, sem út af ber, svo sem ef harðnar
árferði, vofir yfir fjái-hagslegt hrun.
Það er geysifé, sem nú er greitt til lýðtrygginga,
frá ríki, sveit og einstaklingi, en greiðslur frá trygg-
ingunum koma ekki alltaf niður þar sem þörfin er
mest, því miður. Svo mikill skattpeningur, sem hér um
ræðir, á sinn þátt í að lama atvinnulífið og skapa
dýrtíðina.
Auðugt þjóðfélag, lífvænleg atvinna fyrir alla, lágir
skattar, lágt vöruverð, öruggt peningagengi, í fáum
orðum, almenn velmegun, mundi mjög draga úr þörf
fjölþættra, smásmugulegra trygginga. Hver einstakling-
ur gæti þá greitt tryggingafé í sinn eiginn sjóð, safn-
að eign, og sjálfsagt að gera það. Tryggingaöryggi yrði
að vísu aðeins minna, er hver ætti sitt, en ölmusu-
blær trygginganna hyrfi. Hversu f jölþættar, sem trygg-
ingar verða gerðar, ná þær aldrei því marki að tryggja
gegn öllum óhöppum.
Talið er, að íslendingar hafi tekið upp tryggingar
fyrstir allra þjóða. Hreppatryggingarnar fornu stóðu
föstum fótum, og víst óbreyttar öld eftir öld, þar til
þær urðu að þoka fyrir erlendum áhrifum. Þó að nú
sé öllu ólíku saman að jafna, hygg ég að við getum
enn haft þær til fyrirmyndar um stund:
1. Þær voru einfaldar, náðu aðeins til framfærslu
og meiriháttar tjóns.
2. Enginn gat haft þær að féþúfu og fullar bætur
voru ekki greiddar.
3. Iðgjöld voru greidd eftir efnum og ástæðum, en
ekki nefskattur.
4. Tryggingafélögin, hrepparnir, réðu sjálf málum
sínum.
Ég álít, að við ættum að fara að dæmi fornmann-
anna og stilla tryggingum í hóf. Tryggja hóflegar bæt-
ur, ekki fullar, gegn meiriháttar tjóni. Tryggja gegn
skorti, stórum slysum og stórum sjúkdómum. Greiða
framlög til barnmargra fjölskyldna og ómögum fram-
færi er fyrirvinna bregst.
Og þó við tryggjum fleira, álít ég samt, að við ætt-
um að fella niður allt hið rándýra minniháttar trygg-
ingavafstur, svo og að lina á tryggingaskyldunni. Það,
sem er öllum tryggingum ofar og innifelur allar aðrar
tryggingar, er, að þjóðin tryggi efnahag sinn í heild.
Ég endurtek oft í línum þessum, að það sé aðeins
framkvæmanlegt nú með efling útvegsins að mínu áliti.
V I K I N G U R
15