Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 32
í sokknum skipum Ejtir Paul I. Wellman Framhald úr síðasta blaði. Á meðan ég var að lesa miðann, sem hann færði mér, og var um að hitta skipamiðlara nokkurn á Kingston- hóteli, bað hann mig að taka sig á skipið. Ég varð undrandi og hálf klumsa, en spurði hann að heiti. -—> Jerry, sagði hann. Einmitt, ekkert eftirnafn. — Hvaðan ertu? spurði ég. — Einhvers staðar frá. — Hvar ertu fæddur? — Einhversstaðar. — Jæja, ég hnýsist aldrei í einkamál annara, nema að því leyti, sem það getur varðað störf þeirra, svo að ég ætlaði að eyða þessu með spaugi. — Hvernig í skrambanum ferðu að halda upp um þig buxunum? Hann hneppti frá sér jakkanum.— Ég nota belti, sir. Víst var um það . . . en einnig óhugnanlegan hníf, sá ég. Hann horfði beint í augu mér. — Stundum er smá- vöxnum manni nauðsynlegt að hafa eitthvað til að jafna stærðarmuninn og halda öðrum mátulega hæverskum, sagði hann. — Ég er ekki vanur sjómaður, sir, en ég mun halda íbúð yðar hreinni og hugsa um föt yðar og yfirleitt allt, sem af mér verður krafizt — fyrir mat og rúm. Ég sagði honum, að hann gæti komið, gaf honum nokkra skildinga fyrir baði og málsverði og fór síðan til hótelsins, án þess að hafa hugmynd um, að ráðning þessarar hafnarrottu á skipið var einhver mikilverð- asti atburðurinn í starfsferli mínum sem björgunar- stjóri. Maður nokkur, Kanberg að nafni, beið Ellis á hótel- inu. Þetta var Norðurlandabúi, er sagðizt eiga 1400 smálesta skip, er Horta hét, skráð í Danrhörku. Það hafði lent í fárviðri út af eyjunni Hispaniola og orðið svo lekt, að skipstjórinn ætlaði að sigla því á land, en það sökk skammt undan Cape Falso, næstum því á við- urkenndum mörkum milli Haiti og Dominican lýðveldis- ins. Það lá ca. 1000 faðma frá landi á um 7 faðma dýpi og sléttum sandbotni. Starfið virtist ekki erfitt. Tveim dögum seinna lét Ellis skipstjóri úr höfn á Tradewind, með 30 Jamaica-negra innanborðs sem verkamenn. Er hann minntist þeirra, brosti hann. — Hefurðu nokkurntíma hitt biksvarta negra, sem tala Oxford-ensku? Þeir eru auðvitað brezkir þegnar, og negrar eru næmir á framburð mála, en samt er það dálítið skrítið að heyra framburð, sem talaður er á Piceadilly og Strand, fyrir aftan sig, og sjá svo kol- svartan negra, þegar maður snýr sér við. Jamaica-negrar eru ágætir verkamenn, en fjarska- lega hjátrúarfullir. Ellis hristi höfuðið. — Þú hefur víst aldrei verið í Jamaica? Ég var sjálfur næstum því orðinn taugaveiklaður á næturnar. Hópar af eldflugum í biksvörtu myrkrinu. Ýlfrandi hundar í hæðunum og drunur trommanna. Gjálfrið í sjónum undan árum ein- trjáninganna, og leyndardómsfullur kliður í fjarska. Mjög draugalegt, finnst mér, en negrarnir mínir fengu að reyna nokkuð, sem gerði þá enn hjátrúarfyllri, áður en ferðinni lauk. Hinir fastráðnu kafarar voru í 30 daga leyfi, svo að Ellis fékk tvo aðra flugleiðis frá Miami. Þetta voru félagar, stórir og grobbnir náungar, sem héldu uppi gleðskap og fjöri meðal mannskapsins. Á tali þeirra varð ljóst, að þeir kunnu starf sitt, en Ellis renndi ekki grun í hverskonar listir þeir áttu eftir að leika. í ferð- inni reyndist Jerry litli, hafnarrottan, fljótur og á- byggilegur. Með hnýtta úlnliði og grett andlit hélt hann hinum í hæfilegri fjarlægð frá sér, með því að láta hnífinn sjást sem snöggvast. Hann hélt sig frá öllum hinum, og það bar svo lítið á honum, að Ellis vissi varla af því að hann væri um borð. Á tilsettum tíma lagðist Tradewind fyrir akkerum yfir skipsflakinu, sem gaf Ellis hina erfiðustu ráðgátu að glíma við, dýrmæta reynslu og óhugnanlegustu augnablik ævi sinnar. Það var ákveðið að láta Horta „ganga inn“ á grynnra vatn til niðurrifs. Þetta er gert þannig, að komið er vírum undir skipið, með því að dæla sandinum undan miðju þess. Síðan, er það liggur á vírunum, er flotum fest við vírendana á yfirborðinu um fjöru, og aðfallið síðan látið lyfta því. Þannig er það dregið á grynnra vatn, þar til það kennir grunns á ný. Við næsta lágsjó er þetta endurtekið. Kafararnir fóru nú niður til að athuga skipið. Kafari verður stöðugt að vera í talsambandi við hina á yfir- borðinu, í gegnum hið tvíbrotna taláhald, því annars geta menn haldið að eitthvað sé að. Þessir gáfu stöðugt skýrslur um athuganir sínar, skýrt og skilmerkilega. En þegar fór að líða að hádegi, tóku þeir að verða óskýrir í máli og loðmæltir og stundum ráku þeir upp hlátrahrinur — alveg eins og þeir væru drukknir. Slíkt var auðvitað óhugsanlegt, því jafnvel þótt kafari finndi áfengi, gat hann ekki opnað andlitsgluggann á hjálm- inum niðri í vatninu. Ellis lét nú draga mennina upp, og er þeir komu upp á þilfarið, reikuðu þeir og hnutu, og þegar hjálmurinn var tekinn af þeim, gaus upp megn brennivínsþefur. — Hvað er að ykkur? spurði Ellis. — Við erum veikir. — Þið eruð fullir. 32 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.