Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 40
BRENNSLUHVEItFILLINN
(Gasturbinen)
Niðurlag.
Ennþá vantar reynslu í rekstri hverfilsins og nokkra
barnasjúkdóma þarf að lækna, áður en brensluhverfill-
inn verður almennnt notaður, það er ekkert, sem bendir
á, að þessir erfiðleikar séu ólæknandi eða að þeir
muni hefta þróun þessarar nýju vélar.
Þá er að athuga nýtni hverfilsins, sem mun verða
ailflókið vandamál. Liggur þá fyrst fyrir að athuga
notagildi hitans, en það er, sem kunnugt er, sá grund-
völlur sem byggja verður á, þegar um nýtni véla er
að ræða. Svo langt er þegar komið hinum tæknilegu
tilraunum að hægt er nú, að smíða brennsluhverfil
með hitafræðilegt notagildi 18-19% ef ekki er notaður
lofthitari, en um 23-25% ef lofthitari er notaður, óháð
því hve stór hitaflötur lofthitarans er. Til samanburðar
má geta þess, að dieselmótor hefur um 40-50%, stórt
eimhverflakerfi um 30% hitagildisstuðul. Það er því
augljóst að hinn fábrotni brennsluhverfill, getur ekki
staðist samkeppni við þessar vélar hvað snertir spar-
neytni. Þegar gerður er samanburður á hverflinum og
þessum vélum og teknir eru til greina þeir yfirburðir
sem hann hefur, verður hann auðvitað valinn sem aflvél,
þar sem sparneytni er ekki krafist.
Sparneytni aflvéla er ekki eingöngu háð hitagildis-
stuðlinum, því verð á eldsneyti, viðhaldskostnaði, gæzlu-
kostnaði, smurningsolíueyðsla og fleira, verður að taka
til greina, þegar ákveða á, hvaða vélagerð er sparneytn-
ust, í mörgum þessara atriða hefur brennsluhverfillinn
yfirburði fram yfir hinar eldri aflvélar.
Hið lokaða kerfi.
Eru möguleikar á því að bæta nýtni brennsluhverfils-
ins? Það skal nú verða leitast við að svara því. 22.
mynd sýr.ir í fáum dráttum kerfið, sem rætt hefur verið
um, hið svonefnda opna kerfi, því loftið er sogað frá
andrúmsloftinu og reykurinn streymir aftur út í and-
rúmsloftið. 23. mynd. sýnir aftur á móti hið svonefnda
lokaða kerfi, sem er frábrugðið hinu að ýmsu leyti. í
þessu lokaða kerfi, er það sama loftmagnið, sem hring-
sólar í kerfinu, andrámsloftið hefur engan aðgang til
kerfisins. Frá þjöppunni fer loftið gegnum lofthitarann
sem er pípukerfi hitað að utanverðu, þegar loftstraum-
urinn fer í gegnum kerfið, nákvæmlega eins og í eim-
yfirhitara. Frá lofthitaranum fer loftið til hverfilsins
og fær hann til að snúast og þaðan fer það til loft-
kælis og svo á nýjan leik til þjöppunar.
Aðal einkenni þessa kerfis er að unnið er með miklu
hærri loftþrýstingi en gei-t var i hinu opna kerfi.
í kerfum allt að 10000 hestöflum að stærð, hefur loftið
30-40 ata þrýsting þegar það kemur til hverfilsins, en
7/S7.SSOS
19. mynd.
Metropolitan-Viclcers skipsbrennshihverfill.
1 = inngangur fyrir loftið; 2 = loftþjappa; 3 = hj álparhverfill er snýr þjöppunni; 4 loftkælt rúm; 5 =
brunahol; 6 = olíubrennari; 7 = hringmyndað rám; 8 = aðal brennsluhverfillinn; 9 = útblásturspípa; 10 =
hverfilsás; 11 = tannhljólaútbúnaður; 12 = þrýstiás; 13 = „Michell" þrýstilega.
Myndin átti að fylgja síðustu grein (í októberblaði 1951).
4D
VIKINGUR