Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 38
Fiskveiðctr og fiskiðja ...
Framh. af bls. 17.
18.
Hér þarf ekki róttækra ráðstafana við að mér virðist:
Gera atvinnulausu fólki kleift að hverfa að sjó-
mennsku. Hér þarf skipulagningar við, því sumt af
þessu fólki eru menn að einhverju leyti vanheilir og
ekki fyllilega hlutgengir.
Draga úr iðnaði, sem litla hagnýta *þýðingu hefur og
mestri dýrtíð veldur. En hlúa aðallega að iðnaði, sem
þjóðhagslega er samkeppnisfær við útveginn.
Draga nokkuð úr landbúnaðarframleiðslu, sem hægt
er að flytja inn fyrir lítinn hluta kostnaðarverðs eða
alveg vera án.
Stytta skólaárið.
Draga verzlun saman í færri og stærri fyrirtæki og
einkum að færa innflutningsverzlun á fáar hendur.
Stilla tryggingum í hóf.
Draga úr ofvexti alls konar atvinnugreina, sem ekki
vinna að framleiðslu, en lifa af henni.
Draga úr ofvexti alls konar opinberra fyrirtækja og
starfsmannahaldi ríkis og bæja.
Forðast óhófseyðslu. Og ég áræði að segja, stilla laga-
setningu í hóf.
Færa allt vinnuafl og fjármagn, sem hægt er að losa,
yfir í útveginn.
19.
Ég veit, að menn munu segja, að þetta sé hægara
sagt en gert og er það rétt. En á þjóðarhögum er þetta
minni bylting en stór gengislækkun, jafnvel þó aðgerðir
yrðu nokkuð róttækar. Breytingin yrði að vera jöfn
þróun. Og flestir eða allir, sem um atvinnu þyrftu að
skipta, mundu hagnast á því fjárhagslega, sumir undir
eins, aðrir þegar frá liði. Fiskvinna er erfið óvönu
fólki. En ég hef fyrir því umsögn kunnugra manna, að
hún er holl og ekki erfið þeim, sem búnir eru að læra
til verka, og ekki óskemmtileg.
Þegar dýrtíðin færist niður er það ekki kaupskerð-
ing, þó að laun lækki að krónutölu víð það. Þegar
framleiðsla sjávarins vex, getum við keypt frá útlönd-
um það sem við nú framleiðum með margföldum til-
kostnaði. Þegar embættisfærsla og verzlunarstétt dregst
saman, lækka skattar, tollar og verzlunarálagning. Þeg-
ar dregið er úr ónauðsynlegum framkvæmdum losnar
fjármagn og húsnæði til nytsamari þarfa. Þá verður
útgerðin samkeppnisfær við íslandsveiðar annarra þjóða
og auður og eignir vaxa að verðgildi við minnkandi
dýrtíð.
Stærsti erfiðleikinn er að eignast ný, góð skip og
hús og vélar í landi, svo sem með þarf vegna hagnýt-
ingar aflans.
20.
Erfiðasti agnúi í framkvæmd þessa máls er hin al-
menna lítilsvirðing á störfum verkamanna og sjómanna.
Fyrirlitningin hrín ekki á verkamönnum vegna þeirra
mikla félagslega þroska. En það er af þessum ástæð-
um mest, að fáir vilja láta syni sína verða sjómenn,
ef nokkurs annars er kostur.
Bændur eru nú líka að bætast við meðal yfirstétt-
anna. En skoðun sú, sem nú er að ryðja sér til rúms,
samanber bændafundinn á Hólum, að þeir séu iðnlærð-
ari menn en sjómenn, er fráieit. Bændur hafa fengið
til umráða feikna vélakost. En því miður er tækni-
menning þeirra ekki enn í samræmi við það. Fram-
leiðsla einyrkjabónda hefur varla tvöfaldast síðan vél-
tækni hófst. Það er óeðlilega litið. Það er þess vegna,
sem við þurfum að borga mjólkina allt af þreföldu
verði miðað við nágrannaþjóðir.
í engri stétt íslenzks atvinnulífs er vinnu- og tækni-
menning éins almenn og á háu stigi og meðal sjómanna.
Hér er og á það að líta, að bara að sjóast, verða sjó-
hraustur, kostar marga sjómenn meiri tíma og meiri
þrekraun en fullt iðnnám manna í landi.
Og hér er og á það að líta, að slysahætta á sjónum
er miklu meiri en við störfin í landi.
Að þessu athuguðu, tel ég hreinustu ósvinnu að nokk-
ur stétt íslenzks atvinnulífs telji sig eiga rétt á hærri
launum en sjómenn. 0g enn meiri ósvinnu tel ég, að
sjómenn yfirleitt skuli vera látnir sitja við verstu kjör
allra. Heimilishald þeirra verður ævinlega dýrara en
manna, sem geta búið heima. Og fjölskyldan í landi á
oft andvökunætur, þegar rok er á hafinu og fréttum
af skipunum seinkar.
21.
Nýsköpunin á að vera stöðug, gróandi þróun, en ekki
stökk eða bóla, sem brestur. Hinar stóru framkvæmdir,
sem eru í aðsigi, með framlögum frá Ameríku: Sogs-
virkjun, semenfsverksmiðja og áburðarverksmiðja, eru
stórnauðsynleg fyrirtæki í sjálfu sér. En ég álít, að
skakkt sé að láta þær sitja fyrir eflingu fiskiflotans.
Þær efla einmitt gengi þeirra starfsstétta, sem þegar er
ofvöxtur í. Því er þó ekki að neita, að með tilkomu
þessara fyrirtækja mun geta skapast einhver og von-
andi mikil samkeppnisfær framleiðsla.
22.
Hagfræðingarnir segja, að framboð og eftirspurn
þurfi að falla saman. Sé eftirspurn eftir vörum of
mikil, eru tvær leiðir til útbóta: Önnur er að draga
fé úr umferð, skerða launakjör og skapa fátækt. Það
er sársaukakennd lækning og mannskemmandi. Hin leið-
in er að auka nytsama framleiðslu, útflutning, afla
meiri erlends gjaldeyris og meiri vöru. Einhverjir geta
líka orðið fyrir óþægindum við það. Sú leið krefst þess,
að unnið sé hörðum höndum og enginn heill maður hlífi