Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 43
Minningarorð FINNUR JÓNSSON ALÞINGISMAÐUR Finnur Jónsson alþingismaður og fyrrver- andi ráðherra lézt í Reykjavík 30. desember s.l. Æviferill þessa þjóðkunna stjórnmálamanns hefur verið rakinn ítarlega í dagblöðunum og mun það ekki endurtekið hér. Finnur heitinn hafði um langt skeið mikil afskipti af útvegs- málum. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Samvinnufélags ísfirðinga, hins fyrsta og stærsta útgerðarsamvinnufélags, sem starfað hefur hér á landi allt til þessa dags. Var hann framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun þess, 1927, allt til ársins 1945, er hann varð ráð- herra. 1 þessu starfi aflaði hann sér mjög víð- tækrar þekkingar á útvegsmállum, enda var hann um langt skeið helzti fulltrúi flokks síns á vettvangi þeirra mála. Formaður síldarút- vegsnefndar var hann í 7 ár, í stjórn síldar- verksmiðja ríkisins í 10 ár, átti sæti í útflutn- ingsnefnd ríkisins og var oft í samninganefnd- um, er samið var um viðskipti við erlend ríki. Hann hafði vakandi áhuga á öflun bættra mark- aða fyrir sjávarafurðir og vann mjög að því um skeið, einkum að því er varðaði síld og síldarafurðir. — Minnisstæðastur íslenzkri sjó- mannastétt mun hann þó verða fyrir ötula bar- áttu í öryggismálum sjómanna. Að þeim mál- um vann hann um langt skeið með því kappi og atfylgi, sem honum var lagið. Má meðal annars minna á það, hversu snarplega hann barðist gegn ofhleðslu togaranna á styrjaldar- árunum, bæði innan þings og utan. Munaði V í k I N □ u R Bergmundur Jónasson Kveðjuorð „Dáinn, horfinn, harmafregn". Þessi orð komu mér í hug, er sýnt þótti, að æskufélagi minn, Bergmundur Jónasson, hefði farizt með m.b. Svanhólm. Bergmundur heitinn var aðeins 26 ára gamall, fædd- ur 14. maí 1925. Hann var elzta barn foreldra sinna, Jónasar Finnbogasonar og Hansínu Bæringsdóttur. Á Hornströndum, hinni sérkennilegu, hrikalegu, en fögru byggð, ólst hann upp. Við hættur bjargsins og hafsins glímdi hann með óbilandi hugrekki, allt frá því að hann reis á legg og til hinztu stundar. Æskuheimili Berg- mundar heitins, Bolungarvík á Ströndum, er nú autt og yfirgefið; þar, sem við lékum okkur fyrir fáum árum, hinn glaðværi hópur, er nú autt og hljótt. Á hinu foma leiksvæði okkar ríkir nú öræfaauðn. Svo mun lík- lega verða um alla framtíð. Endurminningarnar leita á hugann, og margs er að minnast frá liðnum samveru- stundum. Sárt er að hugsa til þess, að þú, kæri æsku- félagi, skulir vera horfinn. Við þig voru tengdar miklar og bjartar vonir. Sárastur harmur er þó kveðinn að foreldrum þínum og systkinum. Þeim varst þú styrk stoð. Fyrir þau vildir þú allt gera. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir samverustundirnar. Hafðu þökk fyrir glað- værðina, hjálpsemina og allt hið góða, sem þú auðsýndir okkur, sem vorum ferðafélagar þínir á þinni stuttu ævi. Blessuð sé minning þín. Halldóra Maríasdóttir. jafnan mjög mikið um Finn Jónsson, þar sem hann lagðist á sveif, því maðurinn var harð- duglegur og fylginn sér. Slysavarnafélag Is- lands studdi Finnur jafnan með ráðum og dáð. Fyrir þessi og önnur störf Finns Jónssonar í þágu sjávarútvegs og siglinga munu sjómenn minnast hans með virðingu og þakklæti. — G. G. 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.