Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 31
Samningur um framkvœmd vissra atriða ■ núgildandi samningum félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda við stéttarfélög yfirmanna á botnvörpuskipum I. Gildistökutími viöbótaraflaverölauna af lýsi. Með tilvísun til 10. og 11. gr. í Ægissamn- ingi og 13. og 14. gr. í vélstjórasamningi, semja undirritaðir aðilar svo um, að félagar F.Í.B. skuli, frá og með 1. apríl 1951, greiða afla- verðlaun í samræmi við breytt lýsisverð, ef verð á lýsi fyrir ákveðið tímabil, samkvæmt útreikn- ingi Hagstofunnar, er a. m. k. 10% hærra eða lægra en grunnlýsisverð (3.100 kr.) samkvæmt viðkomandi samningum. Vísast í þessu sam- bandi til nefndarsamþykktar dags. 8. desember 1951, og til breytingar á henni, dags. í dag, þar sem kveðið er á um aðferðina við útreikning á lýsisverði og um tilhögun á greiðslu aflaverð- launa. Undirritaðir fulltrúar F.Í.B. lýsa hér með yfir því, að botnvörpuskipaeigendum ber að greiða, frá og með 1. apríl 1951, aflaverðlaun af viðbót við samningsbundið grunn-lýsisverð samkvæmt útreikningi Hagstofunnar, sem til- kynntur var hlutaðeigandi aðilum með bréfi 14. desember 1951. Greiðast viðbótar-aflaverðlaun þessi af lýsi lönduðu á eftirtöldum tímabilum og nemur hækkun lýsisverðs sem hér segir í hundraðshluta af grunnverði lýsis samkvæmt samningum, sem er 3.100 kr. fyrir smálest af lýsi nr. I. og II. og 400 kr. fyrir smálest af lýsi nr. III. og lakara: Viðbót við 1951 grunn4ýsisverð 1. apríl-31. maí .................... 37,83% 1. júní-31. ágúst ................... 36,84% 1. september-30. nóvember ........... 14,87% Samkvæmt viðbótarsamkomulagi, dags. í dag, skulu viðbótara'flaverðlaun á tímabilinu des- ember 1951 til febrúar 1952 miðast við sömu hækkun lýsisverðs og gilti næstu 3 mánuði á undan, þ. e. a. s. 14,87% hækkun frá grunn- lýsisverði. Að öðru leyti vísast hér til nýnefnds viðbótarsamkomulags við nefndarsamþykkt dags. 8. desember 1951. Undirritaðir fulltrúar F.Í.B. heita því hér með fyrir hönd togaraeigenda innan félagsins, að þegar verði hafizt handa um fullnaðar- greiðslu samningsbundinna aflaverðlauna af lýsi lönduðu á árinu 1951, í samræmi við við- komandi kjarasamninga og þetta samkomulag. II. Útreikningur aflaverölauna af saltfiski, sam landaö er í erlendri höfn. Undirritaðir aðilar eru sammála um, að á meðan núverandi kjarasamningar eru í gildi, beri að miða aflaverðlaun yfirmanna á togur- um af saltfiski, sem togarar landa í erlendri höfn, við heildarverð fisksins erlendis, að frá- dregnum 20%, án tillits til þess, hvort tollur er greiddur af fiskinum eða ekki eða hve hár tollur er greiddur, og hvernig svo sem sölu fisksins er háttað. „Heildarverð“ saltfisks merkir í samkomu- lagi þessu það verð, sem fiskurinn er kominn í þegar honum hefur verið skipað á land erlend- is, að meðtöldum löndunarkostnaði, sölukostn- aði og tollum á hverjum stað, svo og að með- töldum útflutningsgjöldum. Samkomulag þetta gildir við útreikning á aflaverðlaunum af öllum saltfiski, sem togarar landa erlendis frá gildistöku kjarasamninga þeirra, sem hér um ræðir, og þar til þeir falla niður. Undirritaðir fulltrúar F.Í.B. heita því hér með fyrir hönd togaraeigenda innan félagsins, að aflaverðlaun, sem yfirmenn á togurum eiga nú inni vegna öðruvísi framkvæmdar á greiðslu aflaverðlauna af saltfiski heldur en samkomu- lag þetta mælir fyrir um, verði greidd að fullu strax og upplýsingar eru fyrir hendi erlendis frá um viðkomandi útgjöld, enda verði öflun þeirra upplýsinga hraðað eins og kostur er á. Undirritaðir fulltrúar Farmanna- og fiski- mannasambands íslands undirskrifa samkomu- lag þetta í umboði eftirtalinna stéttarfélaga: Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægir, Vél- stjórafélags Islands, Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Aldan og Félags íslenzkra loftskeyta- manna. Reykjavík, 22. janúar 1952. F. h. Farmanna- og fiski- F. h. Félag-s ísl. botn- mannasambands íslands: vörpuskipaeigenda: Guðmundur Jensson. Hafsteinn Bergþórsson. Sigurjón Einarsson. Tryggvi Ofeigsson. ’VIKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.