Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 29
KTINNI
samferðamenn hans urðu að búa upp á lestina, og að
síðustu urðu þeir að láta hann sjálfan á bak.
Þegar bóndi er kominn á bak, litast hann um og
segir:
„Þið eruð lengi að komast af stað, piltar. Tilbúinn
er ég“.
*
Fyrsti maðurinn.
Benedikt hét maður, er var mjög lengi ráðsmaður á
Breiðabólsstað hjá Skúla prófasti. Hann var meðal-
maður á vöxt og fremur grannvaxinn, en snarmenni.
Hann var til útróðra á Suðurnesjum fyrri hluta ævinn-
ar, eins og þá tíðkaðist um unga menn á Suðurlandi.
Norðlendingur einn var með honum til sjóróðra. Hann
var mesti beljaki á vöxt, þrekinn og montinn mjög.
Hann taldi sig glímumann mikinn og skoraði á menn
í verstöðinni, að glíma við sig.
Félagar Benedikts treystu snarræði hans og skoruðu
á hann að glíma við Norðlendinginn. Loks varð hann
við áskorun þeirra. Þeir glímdu, og höfðu allmargir
sjómenn safnazt saman til að horfa á.
Eins og margir höfðu búizt við, varaðist Norðlend-
ingurinn ekki snarræði Benedikts og féll á fyrsta bragði.
Þegar hann er að brölta á fætur, segir Benedikt:
„Já, lagsmaður, þú ert fyrsti maðurinn, sem ég hef
lagt“.
*
Hrífan.
Einu sinni ætlaði strákur einn af Suðurlandi að sigla
til útlanda, og tók sér far með kaupskipi. Skipið komst
suður fyrir Reykjanes, en varð að snúa þar aftur ein-
hverra orsaka vegna, og hélt aftur til hafnar þeirrar,
er það hafði lagt frá. Strákur sté á land og þóttist
þegar vera orðinn maður með mönnum. Hann sá þar
meðal annars hrífu. Stráknum þótti skömm að láta
það á sannast, að hann hefði nokkurn tíma séð svona
einfalt verkfæri, ýtti eitthvað við skaftinu og spurði,
hvaða prik þetta væri. En viti menn! Hrífan sporð-
reistist og lenti hausinn framan í strák, svo að hann
dauðkenndi til. Þá bar ekki á öðru, en að strákur
þekkti hrífuna, því að honum varð að orði: „Farðu
bölvuð, hrífuskömmin þín“, og er þetta síðan haft að
orðtæki.
*
Leiðinlegri athöfnin.
Hjalti Jónsson var í skírnarveizlu. Meðal veizlugesta
var roskin yfirsetukona. Hjalti gefur sig á tal við hana
og segir: „Ætlið þér nú ekki að fara að gifta yður,
eða að minnsta kosti sjá yður fyrir erfingja?"
Brandur skipstjóri er annálaöur skaavargur og blót-
samur mjög. Dag nokkurn kemur bóndi upp í brú til
hans og horfir þegjandi á hann nokkra stund, en segir
síöan: — Mig langaöi aöeins til aö sjá þig. Ég bölva
nefnilega mest allra bœnda í minni sveit.
„Nei, ég er nú búin að sjá og heyra svo margt ljótt
í fari ykkar karlmannanna í þeim efnum, að það er
fjarri mér að eiga við það“, segir yfirsetukonan.
„Já, ég skil það nú méð yður, þér, sem aðeins verðið
að vera við leiðinlegri athöfnina“, svaraði Hjalti.
*
Ekki öfundsverður.
Strákur einn hófst einu sinni upp úr eins manns
hljóði á vökunni og mælti:
„Ekki get ég öfundað kónginn!" Hann var spurður,
hvað til bæri. „Mér hefur verið sagt“, svaraði hann,
„að kóngurinn verði að greiða hár sitt á hverjum degi
og kemba sér; en þó að ég geri það ekki nema einu
sinni á ári, þá þykir mér það full-illt“.
*
„Skárri eru það nú lætin“.
Karl einn, er gengið hafði til skrifta með öðru fólki,
hvarf úr kirkjunni undan útdeilingu, og er henni var
lokið, vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út að leita
hans og finnur hann inni í eldhúsi á bænum, og er
hann þar við skófnapott. Meðhjálparinn .segir honum,
hvar komið sé í kirkjunni og skipar hoííum, að koma
þegar með sér. Þá segir karl: „Skárri eru það nú
skrattans lætin! Ekki liggur líf við! Má ég ekki skafa
pottinn áður?“
*
„Svo fór bezt sem fór“.
Þá er kerling nokkur hafði heyrt lesna söguna af
þeim Adam og Evu um syndafallið, mælti hún: „Svo
fór bezt sem fór. Það hefði ekki verið lítill hofmóður-
inn í henni veröld, hefðu allir verið heilagir“.
V í K I N G U R
29