Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 17
fá með aíira lægsta kostnaðarverðí, og jafnveí i-íkis-
styrk, flestar nauðsynjar landbúnaðarins: Tilbúinn á-
burð, kjarnfóður, vélar og byggingar og jafnvel erlent
vinnuafl. Rikið ver auk þess stórfé vegna samgangna
sveitanna og styrkir þar allar framkvæmdir. Ég álít,
að hlutfallslega við dýrtíð, séu sveitaafurðir of dýrar,
enda er verð þeirra ákveðið á öðrum forsendum. Hugs-
um okkur nú að tekið væri að styrkja útveginn á svip-
aðan hátt. Og vissulega hefur verið reynt að gera það.
Styrkinn verða útvegsmenn sjálfir að greiða eða ein-
hverjir aðrir, t. d. bændur. Þetta leiðir til nýrrar verð-
bólgu, nýrra vandræða. Þetta reynist og hefur reynst
tóm hringavitleysa.
13.
Á undanförnum árum hefur ríkisvaldið við og við
gripið til verðlagsákvæða. Vitanlega er hið setta verð-
lag enginn mælikvarði á því, hvað álagning þyrfti að
vera, ef verzlun væri heilbrigð. Allt of margir menn
vinna nú að verzlun og lægsta álagning miðast við
það, að þeir geti allir haft lífvænlega afkomu. En gömlu
verðlagsákvæðin má hafa til hliðsjónar um það, hvað
álagning þarf að vera að óbreyttum aðstæðum.
Ég álít það geigvænleg mistök af núverandi stjórn-
arvöldum að gefa verzlunina frjálsa. Sjálfur hinn er-
lendi gjaldeyrir er svartamarkaðsvara og meðferð hans,
eftirlitslítið, er í höndum hvers sem vill, tilvalinn fjár-
plógur.
Meðan skortur er á erlendum gjaldeyri er „frjáls“
verzlun lögverndun okurs. Þetta mun eiga eftir að
koma í ljós, þegar hið erlenda snapfé, sem nú er verið
að eyða, er þrotið.
Kapphlaupið um hið erlenda gjafafé er annars lík-
ast því, að verið sé að stæla söguna um gjafakornið í
gamla daga.
U.
Gengislækkunin 1949 var rökstudd með því, að hún
dragi úr framleiðslukostnaði. Það eru skrítin rök, þegar
svo til samtímis eru opnaðar síðustu lokur okurs og
verðbólgu.
Verzlun getur því aðeins í senn verið frjáls, heil-
brigð og heiðarleg, að erlendur gjaldeyrir nægi til
nauðsynlegra þarfa, fullnægi eftirspurn. Það má verða
með aukinni útgerð og bættri vinnslu sjávarafurða.
15.
Margir íslendingar virðast nú byggja vonir um bætt-
an efnahag íslands á hernaðarlegri þýðingu landsins.
Ég ber ekkert skyn á það mál, en mér stendur beigur
af erlendri hersetu og öllum viðskiptum okkar við
Bandaríkin.
Ég efast ekki um að núverandi amerískum valdhöf-
um komi gott eitt til að senda hingað herlið og veita
okkur fjárhagsaðstoð. En yfirráðahneigð stórveldanna
liggur alls staðar í leyni. Ég óttast, að þegar við er-
um orðnir fjárhagslega háðir Ameríku, kunni nýir
menn að taka málin nýjum tökum.
Ég óttast líka að stjórnmálamenn nýrra kynslóða
reynist ekki eins kænir og klókir og þeir, sem nú fara
með utanríkismál okkar. Við erum komnir inn á svo
stórhættulega braut.
Ég vií heita á Njörð og Ægi að annað geti orðið
efnahag okkar til bjargar í framtíðinni, en molar af
borði annarrar þjóðar.
Ég gæti rökstutt mál þetta betur með því að endur-
segja ræðu Einars á Þverá.
16.
Hér á landi er hækkandi kaupgjald afleiðing dýrtíð-
ar, en ekki orsök hennar. Ef tekið er fyrir orsakirnar,
dregið úr dýrtíðinni, lækka laun líka hlutfallslega. En
vegna lítillar tæknilegrar reynslu, einstaklingshyggju,
smæðar okkar og ákaflega einhliða framleiðsluskilyrða,
álít ég að það sé ekki framkvæmanlegt nú nema í sam-
bandi við stóraukna útgerð.
Menn spá að fiskur í höfunum muni fara minnkandi
og markaðir fyrir fisk muni versna. En þetta tvennt
ætti að einhverju leyti að vega hvað gegn öðru. Og
hverjar, sem verðsveiflur kunna að verða á heims-
markaði, ættum við ætíð að geta verið samkeppnis-
færir við aðrar þjóðir við fiskveiðar.
Ef við fimmföldum verðmæti fiskveiða okkar væru
markaðserfiðleikar í núverandi mynd úr sögunni. Við
gætum þá undirboðið fisk á öllum mörkuðum og þó
stundað veiðarnar með stórbættri afkomu. Frá náttúr-
unnar hendi hafa engir betri skilyrði til fiskveiða en
við. Á heimsmælikvarða getur framleiðsla okkar ekki
orðið svo mikil, að hún hafi veruleg áhrif til offram-
leiðslu. Og við þurfum að selja hana að mestu gegn
framleiðslu annarra þjóða. Með, geysiháum aðflutn-
ingstollum svo að segja mönum við aðrar þjóðir til að
tolla útflutning okkar. Haftalaus milliríkjaverzlun er
okkur lífsnauðsynleg. Engin þjóð hefur meiri þörf
gagnkvæms tollfrelsis en við. Tollalöggjöf okkar er
stórhættuleg þess vegna.
Hugsum okkur þann reginmun, ef Island breyttist úr
mesta dýrtíðarbæli álfunnar í land með ódýru, lágu
verðlagi. Tilkostnaður við framleiðslu yrði þá helm-
ingi minni. Nú má að sjálfsögðu auka útveg án þess
að lækka dýrtíð, t. d. ef útlendingar væru ráðnir á
skipin, en Islendingar sjálfir héldu áfram að búa til
handa sér óarðbær störf. Þetta er ekki það, sem ég
á við.
17.
Kem ég þá að því, sem ég byrjaði á í þessum línum:
Galdurinn við að lækna óáran atvinnulífsins er, að
mínu áliti, almenn sparsemi og að færa menn milli
atvinnugreina. Það er að leggja meiri áherzlu á öflun
útflutningsvöru, auka útveginn.
Hvernig má framkvæma það? Það gengur full erfið-
lega nú að gera út skipin, sem fyrir eru og fá menn
á þau. En útgerðin mun bera sig þegar hlutfall hennar
í þjóðarbúskapnum verður nógu stórt. Og leiðin til að
menn vilji stunda sjóinn er að aðrar stéttir yfirbjóði
ekki útveginn um laun og lífskjör. Það dr, að sjómann-
inum séu ekki ætluð verri lífskjör en öðrum þjóðfélags-
þegnum, frekar betri. Menn verða að vísu ekki sjó-
menn á einum degi. En hægt er að manna skip til hálfs
með óvönum mönnum. Vinnan í landi, vegna útvegsins,
mun yfirleitt auðlærð.
Framh. á bls. 38.
VIKINEUR
17