Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 46
Frá þingi F.F.S.Í.
15. þing F.F.S.Í. var háð í Reykjavík dagana 12.-16.
nóvember 1951. Fara hér á eftir nokkrar af samþykkt-
um þingsins, en framhald verður í næstu blöðum.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
15. þing F.F.S.Í. endurtekur fyrri kröfur sinar um
að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins verði skipuð þannig:
Að F.F.S.Í. skipi einn mann í stjórnina. Lítur þingið
svo á að ekki geti vanzlalaust talizt, að þessu stóra
fyrirtæki sjávarútvegsins verði áframhaldandi eingöngu
stjórnað af fulltrúum hinna pólitísku flokka þjóðar-
innar, en þeir aðilar, sem raunverulega bera fyrirtækið
uppi, fái þar engu um að ráða.
Jafnframt verði hrásíldarverð framvegis ákveðið í
fullu samráði við verðlagsráð sjávarútvegsins, eins og
undanfarið hefur átt sér stað hjá Síldarútvegsnefnd.
Þá skorar þingið á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
og aðra stjórnendur síldarverksmiðja í landinu, að öll
síld verði framvegis vegin upp úr skipi, en ekki mæld.
Síldarflug og síldarleit.
15. þing F.F.S.Í. álítur nauðsynlegt að unnið verði
að því, að skip sé sett til þess yfir síldveiðitímabilið,
að annast athuganir í þágu síldveiðanna, er starfi í
nánu sambandi við síldveiðiflotann og veiti honum allar
þær upplýsingar á veiðitímabilinu, sem auðið er, á líka
lund og fiskirannsóknarskipið G. 0. Sars gerir fyrir
norska síldveiðiflotann.
Veiðitilraunir.
15. þing F.F.S.Í. skorar á sjávarútvegsmálaráðherra,
að hann láti nú þegar hefja áframhaldandi tilraunir
með veiði síldar og annarra fiskitegunda í flotvörpu.
Þingið telur fyllstu nauðsyn á að haldið sé áfram með
nýjar veiðitilraunir.
Stjórn þessara tilrauna sé á vegum þriggja manna
nefndar, sem í eiga sæti fiskifræðingur og tveir valin-
kunnir fiskimenn. Nefndin starfi í samráði við Fiski-
málasjóð.
Landhelgismál.
Þar sem kunnugt er að ríkisstjórn íslands hefur tekið
þá ákvörðun, að uppsögn brezka landhelgissamningsins
frá 1901 skuli ekki taka gildi fyrr en dómur er fallinn
fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, í landhelgisdeilu Breta
og Norðmanna, leyfir 15. þing F.F.S.Í. sér að mótmæla
eindregið þessari ákvörðun, og krefst þess að útlendir
fiskimenn séu ekki látnir njóta meiri réttar við strendur
landsins en íslendingar sjálfir og alls ekki lengur en
þar til dómurinn fellur í Haag, hvernig sem hann kann
að hljóða.
Allar þjóðir eiga að hafa leyfi til þess að lifa í friði
fyrir ágengni annarra þjóða. Lífið er hverri þjóð helgur
réttur. Sjávarútvegur í stórum stíl og með sem mestum
árangri er þjóð vorri lífsnauðsyn. Fyrir því skorar 15.
þing F.F.S.I. mjög eindregið á ríkisstjórn og Alþingi
að afgreiða landhelgismálið með þessum forsendum og
hvika hvergi frá fyrri yfirlýsingum og áskorunum um
fjögurra mílna landhelgi frá yztu skerjum og annnesj-
um, og að allir firðir og flóar séu innan takmarka land-
helginnar, svo og að landgrunnið verði viðurkennd eign
Islendinga.
Fáist réttur vor eigi viðurkenndur með samkomulagi
við þjóðir þær, er helzt má vænta andstöðu frá, þá
treystir F.F.S.Í. því, að Alþingi og ríkisstjórn fari
hverja þá leið, máli þessu til framdráttar, sem tiltæki-
leg er og í samræmi við alþjóðarétt.
15. þing F.F.S.Í. lýsir því. yfir í framhaldi af áður
samþykktri tillögu í landhelgismálinu, að það lítur svo á,
að ísland eigi fornan og óskoraðan rétt til 16 sjómílna
landhelgi, auk þess sem flóar allir og firðir teljist innan
hennar.
Skólamál vélstjóra.
15. þing F.F.S.Í leyfir sér að benda hæstvirtum
kennslumálaráðherra og hinu háa Alþingi á, að það
telur nauðsynlegt að öll vélfræðikennsla, sem nú fer
fram hjá tveimur stofnunum, verði sameinuð í eina
stofnun.
Þingið telur fjármagn það, sem ríkið leggur þessum
stofnunum, ekki koma að eins miklum notum eins og
ef um eina stofnun væri að ræða, þar sem kennslu-
kraftar og dýr tæki notast betur í einni stofnun, heldur
en ef um tvær sérstæðar stofnanir er að ræða.
Rannsókn á slysum.
15. þing F.F.S.Í. mælir eindregið með því, að Alþingi
samþykki framkomna þingsályktunartillögu um rann-
sókn á slysum, sem orðið hafa og henda kunna á ís-
lenzkum skipum, eins og hún er orðuð á þingskjali 185,
þó með þeirri breytingu, að í stað orðanna: „að íslenzk-
um togurum og öðrum veiðiskipum", komi: „á íslenzk-
um skipum“. Fyrirsögnin orðist í samræmi við það.
Þingið telur rétt að ríkisstjórnin skipi þriggja manna
nefnd í sambandi við fyrrgreinda rannsókn, sem hefði
það markmið að yfirfara allar upplýsingar, sem fram
koma við þau sjópróf, sem haldin kunna að verða, og
geri nefndin sér sem ljósasta grein fyrir hvað valdið