Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 13
TALSTÖÐVAR í SJÁVARÞORPUM 1 desemberhefti Víkings skrifar Guðmundur Gíslason skipstjóri grein um starfrækslu tal- stöðva með tilliti til öryggis manna á sjó og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær séu ómiss- andi í hverju sjávarþorpi. Guðmundur mun áður hafa skrifað um svipað efni, en ekki minn- ist ég þess, að því hafi ennþá verið neinn veru- legur gaumur gefinn, og bendir hann þó á nokk- ur sláandi dæmi máli sínu til sönnunar. Eins og hann tekur fram, vantar talstöðvar mjög víða þar sem þeirra er mikil þörf. Þar við bæt- ist svo það, að sums staðar má ekki nota þær, þó þær séu til á staðnum. Guðmundur bendir á að margt hafi verið gert í seinni tíð í þeim tilgangi að tryggja betur öryggi manna á sjón- um, og það er sátt. Einn liður í þéirri starf- semi, og hann ekki svo veigalítill, er sá að setja talstöðvar í fiskiskip, til þess að þau geti látið til sín heyra, ef eitthvað ber út af. Eins og gefur að skilja, koma taltækin í bátunum þó því aðeins að notum, að fólk í landi hafi líka tæki til að hlusta með. Á þó nokkrum stöðum á land- inu eru starfræktar talstöðvar, sem hafa því hlutverki meðal annars að gegna, að hlusta á skip og báta, sem á hjálp þurfa að halda. Eins og Guðmundur bendir á í desemberhefti Víkingsins, þurfa slíkar stöðvar að vera á fleiri stöðum en nú er. En ef til þess skyldi nú koma, að veruleg fjölgun talstöðva næði fram að ganga í þorpum og bæjum við sjávarsíðuna, þá mætti það náttúrlega á engan hátt verða til þess að hefta útbreiðslu símans. Símakerfið þarf sífellt að efla og útbreiða, þar til heima- sími er kominn á hvern einasta sveitabæ, að undanskildum örreitis- og þjóttukotum, sem ekki eru byggileg nokkrum manni, en þau eru nú þegar ef til vill öll komin í eyði og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þeim. Reykvíkingar og aðrir, sem í þéttbýli búa, vilja flestir fá símann tengdan við íbúðarhús sín. Þetta þykja eftirsóknarverð þægindi, þó ekki sé nema steinsnar milli húsa eða á næstu símstöð. Þar sem þetta er nú svona í þétt- býlinu, þá verður ljóst, að heimasími á sveita- bæjum er blátt áfram nauðsynlegur. Eins og nú er komið málum, mun síminn vera kominn í öll eða flest sjávarþorp. Er auðvitað allt gott V í K I N □ U R um það að segja, því að til þess eru nútíma menningartækin, að almenningur fái notið þeirra í sem ríkustum mæli. Það skal tekið fram, að ekki er nóg að leggja símann víðs- vegar um landið, hann þarf líka að vera opinn til afnota hæfilega lengi á sólarhring hverjum. Enginn hefur gagn af því auga, sem hann sér ekki með, og fólk hefur heldur ekkert gagn af síma, sem er lokaður. 1 fjöldamörgum sjávar- þorpum er síminn lokaður mestan hluta sólar- hringsins, en opinn til afnota aðeins 2-3 tíma á dag. Mönnum er þannig sýnd veiðin, en ekki gefin. Þetta fyrirkomulag mun vera viðhaft til að spara mannahald og reksturskostnað. Látum svo vera. En þetta er mjög bagalegt, t. d. fyrir strandferðirnar. Ríkið leggur fram stóran skipastól og eyðir árlega miklu fé í því skyni að halda uppi greiðum samgöngum með strönd- um fram. Nauðsynlegt er fyrir strandferða- skipin að geta komizt í símasamband við hina ýmsu viðkomustaði, til þess að kynna sér af- greiðsluskilyrði staðarins, tilkynna áætlaðan komutíma o. s. frv. Eins og nú er högum hátt- að, er þetta miklum erfiðleikum bundið og enda oft ekki hægt svo vel sé, vegna þess hve sím- inn er oft lokaður. Afleiðingarnar eru marg- víslegt óhagræði. Stundum koma skip inn á hafnir, þó þar sé ekki afgreiðslufært. Stund- um fara þau fram hjá, þó hægt sé að afgreiða. Vegna þess, hve komutími skipanna er óná- kvæmt áætlaður og tilkynntur, þurfa afgreiðslu- menn stundum að bíða heilar og hálfar nætur með hóp af mönnum á fullu kaupi, en stundum koma skipin fyrr en áætlað hefur verið og verða að bíða, þar eð ekkert hefur verið undir- búið undir komu þeirra. Þessu þarf að ráða bót á. Það á að vera hægt. Eðlilegast væri áð síminn hefði talstöð til umráða á öllum við- komustöðum strandferðaskipanna. Hlutverk slíkrar stöðvar yrði þá aðallega tvíþætt, í fyrsta lagi að vaka yfir öryggi fiskibátanna og í öðru lagi að halda uppi sambandi við strandferða- skipin. Ef þessi leið þykir ekki fær vegna aukins reksturskostnaðar, þurfa Landsíminn og Skipa- útgerð ríkisins að komast að samkomulagi um talstöðvarþjónustu utan afgreiðslutíma símans, þegar þess gerist þörf. Þessar stöðvar þurfa að vera þannig útbúnar, að hægt sé að ná í þær, þó enginn sé á vakt, t. d. með neyðarbjöllu. Grímur Þorkelsson. 0 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.