Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 11
• ' : ■ ■ ■' mmSk Mb. Sigrún kemur til hafnar úr hrakningnum. ið, sem tilheyrði matartilbúningi. — Kl. 6 um morguninn sáu skipverjar bregða fyrir vita. Ekki sást hann það lengi, að hægt væri að1 átta sig á, hvaða viti það væri, en skipstjóri taldi það vera Garðskagavita og reyndist það síðar rétt vera. Var nú haldið upp í til kl. 8 um morguninn, en þá hugðist skipstjóri reyna landtöku, þar eð birta færi í hönd. Snéri hann skipinu skáhallt undan, jafnframt voru teknar svefndýnur úr rúmunum, gegnvættar í olíu og hengdar utan á skipið, én þær tættust í sundur, og naut þessa öryggis skamma hríð. Var þá reynt að hella olíu í sjóinn, en veðurofsinn tætti hana í allar áttir, og varð ekkert við það ráðið. Skipstjóri telur stóröryggi að því, að skip hefðu ávallt bárufleyga tilbúna, til öryggis und- ir slíkum kringumstæðum, sem hér voru. Var nú haldið áfram með hægri ferð og reynt sem unnt var að verja skipið áföllum. Kl. 10 hóf sjór skipið á loft og kastaði því sem dag- inn áður, en nú rétti það sig samstundis, þar eð lunning og skjólborð voru eigi til fyrirstöðu. I þessu áfalli tók stýrimanninn, Þórð Sigurðs- son, fyrir borð. Hafði hann verið að líta eftir VÍKINEUR landi, og staðið upp á vélarúmi, en hafði hand- festu í „rekkverki“ á stýrishúsi. Stýrimann bar fljótt aftur út, þar eð skipið skreið hart undan stórsjó ogofsaveðri. Skipstjóri setti samstundis á fulla ferð og snéri skipinu upp í, hann missti aldrei sjónir af stýrimanni og tókst að fara svo nærri honum, að skipverjar gátu rétt stýrimanni haka, sem hann greip, og dró sig samstundis að skipinu, en skipverjar náðu til að innbyrða hann. Var nú haldið undan enn á ný, því nú taldi skipstjóri sig vera í Garðskagaröst, eftir sjó- laginu að dæma, og var þá herzlumunur að ná inn fyrir Garðskaga. Svo var sjórinn geysileg- ur, að þetta taldi skipstjóri versta kaflann í öllum þeirra hrakningi. — Skömmu síðar komu þeir í betra sjólag, og var þá öruggt að allt var rétt, sem skipstjóri taldi vera um ferðir þeirra. Þegar kom inn undir Gerðahólma hittu þeir varðskipið Þór, sem fylgdi Sigrúnu til Akra- ness, og kom hún þangað kl. 5 e. m. og hafði sjóferðin þá staðið í 41 klukkutíma. Óvíst telur skipstjóri, að þeir hefðu náð heimahöfn þennan dag, ef ekki hefði notið að- 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.