Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 19
steinn Árnason. Þegar ég hafði heilsað upp á Þorstein vin okkar, urðum við allir ásáttir um, að nú skyldum við láta mynda okkur saman, til minningar um það, að fyrir 50 árum hefðum við verið yfirmenn á fiskikútter Gretu. Birtist nú þessi mynd af okkur hér með þessari frá- sögn. Björn Hallgrímsson skipstjóri er fæddur 21. febrúar 1876, og er því 75 ára gamall. Tók próf við Stýrimannaskólann í Reykjavík vorið 1900. Hann er nú innheimtumaður fyrir Keflavíkur- bæ og á heima á Vallargötu 16. Hann er enn beinvaxinn og þéttur á velli og ern og kvikur í öllum hreyfingum og hefur sæmilega heilsu. Árna ég þessum góða, gamla vini mínum allrar blessunar á ófarinni ævibraut. Þorsteinn Árnason trésmíðameistari er fædd- ur 28. október 1885, og er því nú 67 ára gamall. Hann á heima á Suðurgötu 8 í Keflavík. Hefur hann lengst af um ævina stundað trésmíði. Ég óska þér nú Þorsteinn vinur minn langra líf- daga. Guð og gæfan fylgi þér. Ég, Sigurður Sumarliðason, fyrrum skipstjóri, er fæddur 19. júlí 1878 og er því 73 ára gamall. Ég tók próf við Stýrimannaskólann í Reykja- vík vo.rið 1900, sama vorið og Björn Hallgríms- son vinur minn. Lásum við Björn saman undir prófið. Síðan hef ég oftast verið til sjós og lengstan tímann skipstjóri á fiskiskipum. Ég hætti að vera á sjónum 1939. Síðan hef ég oft- ast starfað hjá sjálfum mér við ýmis konar störf. Til Akureyrar fluttist ég frá Reykjavík haustið 1901 og hef átt þar heima síðan. Heils- an er tæplega í meðallagi, en þó ekki verri en það, að oftast alla daga er starfinu haldið áfram. Þá er lokið þessum stutta þætti af okkur þremur yfirmönnunum á Gretu árið 1901, sem gaf tilefni til þessarar frásagnar. Sigurður Sumarliðason. Sjómannslíf. Brot. Svalar yfir sœvar bárur siglir fley með þanda voð, vagga, hossa vinda gárur veikri, smárri, prúðri gnoð. Hafs á bárum hafa flotið hraustir synir þessa lands, lifað, starfað, liðið, notið líf á meðan til þess vannst. Egill frá Nausti. M.S. „VRIJBURGH" M.s. „Vrijburgh“ er skip, sem vafalaust mun, af þeim, sem áhuga hafa fyrir flutningi íslenzkra afurða á fjarlægari markaði, þykja haganlega innréttað, þó ekki sé það ætlað til slíkra flutninga. Aðalmál eru þessi: Lengd, mesta: 77,32 m. Lengd í sjólínu: 70,71 m. Breidd: 12,27 m. Dýpt að skjólþilfari: 6,48 m. Djúprista, hlaðið: 4,30 m. Brúttó: 990,77 tons Nettó: 418,56 tons Burðarmagn: 1100,00 tons Hraði: 13% sjóm. Milliþilfar er yfir báðum lestum og ekkert þverþil, sem skiptir því. Fremri lestin er einangruð og kæld til flutnings á frosnum vörum (ca. 150—200 smál.). Hin lestin og milliþilfarið er útbúið með loftræstingu þannig, að þar væri hægt að flytja bæði saltfisk og ávexti, auk venjulegrar stykkjavöru, enda er skipið byggt til ferða milli Rotterdam og Casablanca. Brennsluolíuforði er 110 tons, sem nægir til 18 daga siglingar á fullri ferð, eða um 6000 sjómílna. Skipið hefur 22ja manna áhöfn og rúm fyrir 6 far- þega í tveggja manna rúmgóðum herbergjum. Ein fimmtán tonna og sex þriggja tonna bómur eru á þilfari og 10 Thrige rafmagnsvindur, einnig 87,5 tons akkerisvinda, þriggja tonna spilkoppur og rafmagns- stýrisvél. Aðalvélin er 8 strokka fjórgengis Werkpoor diesel með Btich superharge 1500 h. hö. með 250 s. á mín. Snúningshraði skrúfunnar er færður niður í 160 s. á mín. gegnum tannhjólatengsli. Ýmsar hjálparvélar eru knúðar af aðalvélinni. Eru það loftþjappa, sem þjappar 30 m3 á klst., 50 tonna kælivatnsdæla, 36 tonna lensidæla og 36 tonna smur- olíudæla. Auk þessa eru 3 sjálfstæðar hjálparsamstæð- ur. Ein 150 ha., er knýr 80 kw. rafal og 54 m8 loft- þjöppu, önnur 120 ha., er knýr 80 kw. rafal og sú þriðja, er knýr 20 kw. rafal og 25 m3 loftþjöppu, hún er 30 hö. Allar aðrar dælur eru rafknúðar. Þær eru 80 tonna kjölfestudæla, 40 tonna lensidæla, 40 tonna þilfars- þvottadæla, sem hægt er að nota sem kælivatnsdælu, ef þörf krefur, 30 tonna smurolíudæla og 8 tonna brennsluolíudæla. Frystivélarnar eru af Landaal Schelde gerð og hafa sérstaka kælivatnsdælu. Til hreinsunar á brennslu- og smurolíu eru tvær Sharples miðflótta skilvindur, er afkasta 950 lítrum á klst. Rennibekk, borvél og smergel er komið fyrir í smáklefa í vélarúminu. Meðal skipstjórnartækja eru auk tal- og loftskeyta- stöðvar, Huges dýptarmælir, gyro áttaviti, cossar raf- sjá og Decca tæki. Skipið er skráð hjá Lloyd’s sem opið skjólþilfarsskip (open shelter- deck wessel) og smíðað af Messers J. C. Smith, Werf De Noord, Alblasserdam. Eigendur þess eru Messers Wm. H. Mtiller & Co. í Rotterdam. VIKINBUR 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.