Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 8
úskurðinum 22. febrúar 1812, og kröfðust þess, að landhelgin væri aðeins talin þrír mílufjórð- ungar og landhelgislínan sveigð inn í firði og flóa, sem víðari voru en tíu mílufjórðungar, og þóttust hafa lög að mæla. Á' friðarfundinum í París 1763, er Frakkar urðu að láta Kanada af hendi við Breta, var lagður hyrningarsteinninn að heimsveldi Breta á höfunum, og ekki sízt sökum þess, að þessi mikla siglinga- og fiskimannaþjóð fékk á þess- um sama fundi Frakka og Spánverja til þess að fallast á, að víðátta landhelginnar skyldi vera þrír mílufjórðungar á haf út um fjöru. Þarna sýndu stjórnmálamenn Breta, hversu framsýnir og slyngir þeir voru og eru, en um leið eigingjarnir og tillitslausir um hag annarra þjóða, sem, eins og þeir, eiga aðalafkomu sína undir sjósókn og veiði. Með því að fá aðrar þjóðir, sem við úthöfin búa, til þess að fallast á landhelgi, sem aðeins sé þrír mílufjórðungar, sáu Bretar sér leik á borði að senda skip sín til veiða upp að strönd- um þessara þjóða og jafnvel alla leið inn í firði þeirra og flóa, með því að halda fram kenn- ingunni um hina bognu landhelgislínu, þ. e. landhelgislínu, sem ekki væri dregin landsodda í milli, heldur sveigð meðfram ströndum inn í alla þá flóa og firði, sem breiðari eru en tíu mílufjórðunar. Þegar Bretar voru búnir, sumpart að skemma, sumpart að ræna flota Danmerkur 1801 og gjör- eyða flota Frakka í orustunni við Trafalgar 1805, voru þeir allsráðandi á Norðurhöfum og tóku nú að svipast eftir fiskimiðum fyrir sinn veiðiflota og að útvega honum sem flest og tryggust fiskimið. 1 Varð þá fyrst fyrir þeim Norðursjórinn og fengu þeir Frakka í lið með sér að vinna að því, að landhelgin við Norðursjó allan yrði á- kveðin þrír mílufjórðungar og höfðu það loks fram. En einmitt um miðja nítjándu öldina er það, sem Englendingar fara að gera út tog- ara, og um sama leyti eru Frakkar farnir að senda loggortur sínar og skonnortur á Islands- miðin, og kom því báðum þessum stórveldum saman um að mótmæla konungsúrskurðinum frá 1812 og halda því fram, að landhelgisákvæðin fyrir veiði í Norðursjónum giltu einnig um haf- ið kringum Færeyjar og Island og íslenzka land- helgin því aðeins þrír mílufjórðunar. Þessu mótmæltu Danir kröftuglega, ekki að- eins með bréfi dómsmálastjórnarinnar frá 18. apríl 1859, heldur og með konungsúrskurði 8. júní 1863 og bréfi dómsmálastjórnarinnar 10. ágúst 1864, sem staðfesti fyrirmælin frá 1812. En brátt gerðust hinir útlendu veiðimenn svo ágengir í skjóli ríkisstjórna sinna, að Alþingi kvartaði þráfaldlega undan því í bænaskrám til konungs á tímabilinu 1861 til 1867, að einkum Frakkar og Bretar stundi fiskveiðar á hinum grynnstu fiskimiðum og fari jafnvel á skips- bátum sínum til fiskveiða í víkur og smáfirði og taki þar fiskinn rétt upp við brimgarðinn og sýni landeigendum ýmislegan yfirgang með því að spilla veiðarfærum þeirra, ýmist skeri þau sundur eða slíti. Var því beðið um nýja löggjöf og meiri vernd, en allar samkomulags- tilraunir við Breta og Frakka reyndust árang- urslausar. Loks lagði stjórnin fyrir Alþingi frumvarp 1871, sem samþykkt var og gefið út sem tilskipun 12. febrúar 1872, í 7 greinum. Eru engin fyrirmæli um það sett, hversu breið landhelgin skuli vera, heldur aðeins sagt, að útlendir fiskimenn megi ekki, að viðlögðum sektum, veiða við strendur íslands „innan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er, eins og þau eru ákveðin í hinum almenna þjóðarétti, eða kunna að verða sett fyrir ísland með sér- stökum samningum við aðrar þjóðir". Eins og Alþingi réttilega benti á, er greinin svo óákveðin um takmörkun landhelginnar, að hún mátti þess vegna falla niður. Þjóðarétturinn hefur aldrei sett ákveðnar reglur um stærð landhelgi, og enginn samning- ur lá fyrir um víðáttu hennar. Var því stærS hennar raunverulega óbreytt frá því sem konungsúrskurðurinn 22. febrúar 1812 tiltók, og sömuleiSis óhagga'ð hið forna ákvæði um, að firðir og flóar íslands væru bannaðir útlendingum til fiskveiða. Þetta sáu og skildu strax hinir samninga- vönu Bretar, en þótt Frakkar færu nú að lin- ast og að draga sig í hlé, var öðru nær en að hinir ýtnu og ólseigu Engilsaxar gæfust upp, enda skal það sagt þeim til hróss, en annað og meira af slíku eiga þeir ekki í þessu máli, að þeir virðast ekki kunna það og eru að þessu leyti okkur til fyrirmyndar, ekki sízt í land- helgismálinu. I því máli megum við aldrei gef- ast upp, unz réttur okkar er endurheimtur. Bretar biðu átekta, unz tækifæri gafst, að þeir gátu króað Dani eina af og íslendingar voru hvergi nærri, hvorki Alþingi né stjórnarvöld íslenzk, og þá fékkst hinn leiði samningur, sem hér er til meðferðar tekinn, og sem ekki var Islendingum birtur fyrr en tæpum tveim árum eftir að hann var gerður. Það er ekki tilætlunin með erindi þessu að ræða samninginn frá 24. júní 1901 grein fyrir grein; á því er engin þörf og sízt nú, þar sem hann, 3. október s.l., er úr gildi fallinn, eins og alþjóð er kunnugt orðið. B VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.