Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 37
6/11. Gin- og klaufaveiki breiðist
úr á Norðurlöndum.
•
7/11. Norskir síldveiðimenn tvö-
földuðu afla sinn í sumar fyrir leið-
beiningar frá G. O. Sars. — Alls-
lierjarþing S. Þ. sett í París í gær.
— Bretar hyggjast minnka innflutn-
ing sinn um 350 millj. punda. —
Bretar umkringja þorp í Egypalandi
og leita vopna.
•
8/11. Hvít þrælasala frá Norður-
löndum til Suður-Ameríku? Dular-
fullir útlendingar í Osló og Kaup-
mannahiifn ráða ungar, vel vaxnar
stúlkur fyrir einkaritara suður
þangað.
•
9/11. Franskur heimskautafari
leitar að örkinni hans Nóa á Ararat.
•
11/11. Suður-Afríka fær vopn frá
Bandaríkjunum. — Franskur pró-
fessor framleiðir „segulmögnuð feg-
urðarlyf“. — Amelía ekkjudrottning
af Portúgal látin. — Hin auðugu
fiskimið Inkanna í Perú hafa fund-
izt aftur.
•
13/11. Miklu af ópíum stolið í
Þrándheimi. — Churchill fer vestur
um haf á fund Trumans í janúar. —
Egyptaland lýst í hernaðarástand í
þrjá sólarhringa. — Reynt var að
sökkva rússneska skipinu „Russ“ í
Warnemunde.
•
14/11. Rússar veitast enn að Norð-
ntönnum vegna Svalbarða. Bera þeir
þeim á brýn samningsrof. — Ger-
hardsen, forsætisráðherra Noregs,
hefur beðizt lausnar. Óskar Torp,
stórþingsmaður, eftirmaður hans. —
68 mál tekin á dagskrá Allsherjar-
þingsins í París.
•
15/11. 50 manns létu lífið í flóð-
unum á Norður-ltalíu. 25 milljörð-
um líra varið til hjálparstarfs.
>
17/11. 100.00 manns heimilislausir
vegna flóðanna í Pódalnum. Unnið
sleitulaust að björgunarstörfum. —
Mestu flóð á Ítalíu í 63 ár ógna
40.000 íbúa borg. Á annað hundrað
manns hafa þegar farizt.
•
18/11. Fiskiðjuver miðað við 2000
starfsmenn að rísa upp í Sassnitz,
í Þýzkalandi.
•
21/11. Vöxtur hleypur aftur í Pó.
Brezkar og bandarískar hersveitir
hjálpa.
•
22/11. Óþekkt sýki strádrepur
fisk í sænskum vötnum. — Ræn-
ingjar vaða uppi á flóðasvæðinu í
Pódalnum. Æpandi fólk í trjákrón-
um og á húsþökum. — Flugleiðin
frá Norðurlöndum til Kína mun
liggja yfir heimskautið. — Mat-
vælasöfnun í Noregi handa bág-
stöddum Itölum.
•
23/11. Þoka torveldar hjálpar-
starfið á Norður-Italíu. 100 vélbátar
við björgunarstarf á flóðasvæðinu.
— Churchill boðar endurreisn heima-
varnarliðs á Bretlandi. Það á að
vera skipað sjálfboðaliðum einum, á
aldrinum 18-55 ára.
•
24/11. Ægileg sprenging varð í
sprengjubúri í Kaupmannahöfn.
Margir munu hafa farizt, aðrir
særðust tugum saman. Mikið tjón
varð á húsum og mannvirkjum. —
Bretar byrjaðir að hita upp hús með
kjarnorku.
•
28/11. Annar valdamesti kommún-
isti Téfckóslóvakíu tekinn fastur. Var
hann aðalritari flokksins, en er nú
sakaður um glæpi gegn ríkinu. —
Hjónavígsla var framkvæmd á ára-
bát á flóðasvæðinu í Pódalnum. —
Viðræður um fangaskipti hafnar í
Kóreu.
•
4/12. Gin- og klaufaveikin komin
til Noregs. Hún geysar í Bretlandi,
Danmörku og Norður-Þýzkalandi. —
Blóðugir árekstrar við Suez í gær.
— Tvær loftorustur yfir Norður-
Kóreu um helgina. — Stórviðri er
við Noregsstrendur; er mesta veð-
ur, sem komið hefur þar í hálfa öld.
•
5/12. Geysilegt eldgos á Filipps-
eyjum. — Norðmenn banna innflutn-
ing á grænmeti.
•
6/12. Neyðarástand í Kairo og
Alexandríu vegna uppþots. — Sjö
n^enn hröktust í litlum báti um
Kyrrahafið í 109 sólarhringa.
•
7/12. Bandaríska flugstöðin í
Austur-Anglíu er hættuleg Bretum,
segir Churchill. — Eldgosin á
Filippseyjum jukust enn í gær. —
Miltisbrandur kominn upp í Noregi.
•
12/12. Ný njósnamál á döfinni í
Svíþjóð. Handtekin var rússnesk-
ungversk greifaynja. — Bretar biðja
um 600 millj. dala fjárhagsaðstoð í
Bandarikjunum á næsta misseri.
•
13/12. Sardínum rigndi í grísku
sveitaþorpi. — Pódalurinn er enn
undir vatni og fólk hímir enn á
húsþökum.
•
14/12. Stjórn Egypta ætlar að
kalla sendiherra sinn í London heim.
•
15/12. Fundar Trumans og Chur-
chills beðið með eftirvæntingu. Fund-
urinn verður í Washington, en Chur-
chill ræðir áður við Pleven.
•
16/12. Eftir nýárið munu koma til
Færeyja tvö dönsk herskip, sem eiga
að hafa þar bækistöðvar. — Færeysk
sendinefnd mun fara á fund Græn-
lendinga til að skapa bætta sambúð
Færeyinga og Grænlendinga, er am-
ast við sjómönnum.
•
18/12. Rússar ætla að koma sér
upp 1000 kafbátum. Þeir smiða or-
ustuskip búin fjarstýrðum tundur-
skeytum. — 56 létu lifið, er flugvél
hrapaði i New Jersey í gær.
V I K I N G U R
37