Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Blaðsíða 10
Hrakningssaga mb. Sigrúnar frá Akranesi
Skrdð af Hallfreði Guðmundssyni, eftir frásögn skipstjórans
Að kvöldi hins 4. janúar s.l. var veðurútlit
fremur ískyggilegt, veðurspá hafði verið óhag-
stæð allan daginn.
Um kvöldið kl. 10 spáði þó veðurstofan, að
ekki myndi hvessa fyrr en upp úr hádegi dag-
inn eftir, og þá af suðaustri, en sú veðurátt er
ekki talin hættuleg góðum bátum í norðanverð-
um Faxaflóa.
Það varð því úr, að fjórir bátar réru frá
Akranesi þetta kvöld. Meðal þeirra var mb. Sig-
rún, A K 71, og verður sagt hér frá sjóferð
þessari, þar eð hún varð allviðburðarík.
Sigrún lagði af stað í þennan róður kl. 12
á miðnætti. Var þá vindur suðaustan kaldi, 4-5
vindstig. Haldið var út í norðvestur. Þegar stím-
að hafði verið í 24 sjómílur var línan lögð í
sömu stefnu; var þá vindur orðinn allhvass af
suðaustan, og var þá þegar sjáanlegt, að veður
myndi versna fyrr en menn höfðu búizt við.
Er ljósbaujan var látin út, sogaðist færið
undir bátinn og lenti í skrúfunni; varð að skera
á færið og halda að næstu ljósbauju, og var
andæft við hana til kl. 8 um morguninn. Var
þá komið suðaustan stórviðri. Gekk því afar
og landgrunnið við fsland helgað landsins börn-
um.
En til þess að þetta verði, þurfa stjórnar-
völdin nefndu að vita það og finna, að þau hafa
að baki sér í þessu mikla velferðarmáli einhuga
þjóð, sem veit í því sitt hlutverk.
Eins og 17. júní 1944 var stór stund í sjálf-
stæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, eins verður
sú stund stór í landhelgisbaráttunni, þegar settu
marki er náð.
Það verður sjálfsagt enginn hægðarleikur, og
reyna mun sá róður á þolrifin, en þá skulum
við muna, að æðri hugsjón fylgir meira átak
og þeim mun stærri sigur.
Göngum nú sem fyrr, þegar mikið liggur við,
einhuga og vongóðir saman til sigurs.
Pt. Reykjavík, 1. nóvember 1951.
Júl. Havsteen.
seint að ná inn línunni. Þegar dregin höfðu
verið tvö bjóð, reið brotsjór framan yfir bát-
inn. Tveir menn, er á dekki voru, Gunnar Jör-
undsson 1. vélstjóri og. Trausti Jónsson háseti,
lentu í sjónum og urðu fyrir innvortis meiðsl-
um. Sá nú ekki orðið út fyrir borðstokkinn fyrir
veðurofsa og sjóroki; var vindur nú genginn til
suðausturs og sjór farinn að aukast. Var því
ekki um annað að ræða en reyna að ná landi
sem fyrst. Var skipinu slegið skáhallt undan
veðri og haldið til Akraness.
Er siglt hafði í 20 mínútur hóf stórsjór bát-
inn á loft og kastaði honum niður á bakborðs-
kinnung af því feiknaafli, að ekkert var upp úr
nema stjórnborðssíða. Stýrishús og skipstjóra-
herbergi fylltist af sjó, allir gluggar brotnuðu
úr brúnni, bakbqrðslunning og ellefu styttur,
ásamt skjólborði, sópaðist burtu.
Anker, sem komið var fyrir fram á, kastaðist
fyrir borð, ásamt vírrúllu, sem boltuð var í dekk-
ið að framan. Bjóð, lífbátur, ásamt öllu lauslegu,
sópaðist fyrir borð. Þykkt járngólf, sem er í
vélarúmi, kastaðist upp og yfir vélina, út til
bakborðs. Allt fór í einn hrærigraut í háseta-
klefa, rúmbotnar, sængurföt, eldhúsáhöld og
allt, sem losnað gat.
Skipstjóri var einn í stýrishúsi og stóð hann
í hlið stýrishússins, en fór á kaf í sjó. Skipið
rétti sig hægt og hægt, þar til það kom svo að
segja á réttan kjöl. — 2. vélamaður, Kristján
Fredrekssen, var á leið aftur skipið, er sjórinn
reið undir og hóf það á loft. Hann komst í
stigann, sem liggur stjórnborðsmegin upp í
brúna, og hélt sér þar, því þeim megin kom
enginn sjór á skipið.
Taldi skipstjóri ekki fært að halda lengur
áfram í því ástandi, sem skipið var, enginn
leki kom þó að skipinu, nema lítilsháttar með
lunningastyttum þeim, er brotnuðú. Var skip-
inu snúið upp í og haldið vest til suðvest. Var
nú haldið upp í alla nóttina, og gekk allt eftir
vonum.
Ekki gátu skipverjar kveikt upp eld, þar eð
reykrörið fór í fyrsta sjónum, og allt var brot-
VÍKINGUR
10